Eldri greinar Apríl 2007
Sveinn Hannesson
, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, tók sig vel út í ræðustól
á málþingi sem haldið var í dag undir yfirskriftinni FJALLAGRÖS OG
SAUÐSKINNSSKÓR en það fór fram í Straumi í Hafnarfirði. Á
málþinginu var sjónum einkum beint að nýsköpun í atvinnurekstri.
Sveinn flutti mjög fróðlegt erindi. Hann varði nokkrum tíma í
skilgreiningar á hugtökum. Sagði t.d. að fólk tengdi stundum
sprotafyrirtæki stærð og umfangi starfseminnar. Það væri á
misskilningi byggt. Um væri að ræða að viðkomandi fyrirtæki væri að
minnsta kosti að tíunda hluta veltunnar byggt á rannsókna- og
þróunarverkefni. Sveini varð tíðrætt um verðmætasköpun og varaði
við "fölskum hagvexti", "hagvexti sem tekinn væri að
láni". Okkur væri lífsnauðsynlegt að tryggja hagvöxt
sem...
Lesa meira

Á degi umhverfisins - sem var í gær - taldi
Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra Framsóknarflokksins rétt að
veita auðhringnum Bechtel sérstök verðlaun, Kuðunginn, sem er
umhverfisviðurkenning Umhverfisráðuneytisins. Vel kann að vera að
fyrirtækið hafi staðið sig vel hvað varðar öryggisreglur við
byggingu álversins á Reyðarfirði, en vandséð er hvernig mengandi
stóriðja á skilið sérstök umhverfisverðlaun. Að verðlauna
fyrirtækið af því það "vinnur eftir umhverfiskerfi sem dregur
stórlega úr líkum á umhverfisslysum og mengun" er
umhugsunarefni. Hefði mátt ætla að ríkisstjórnin hefði gert
ítrustu kröfur í þeim efnum að skilyrði fyrir leyfisveitingu. En
þetta minnir okkur líka á að ...
Lesa meira
...Það má segja að stjórnmálamenn séu á hálum ís að agnúast út í
auglýsingamennsku á sama tíma og stjórnmálaflokkarnir auglýsa án
afláts. Í því sambandi vil ég þó segja fyrir mitt leyti að ég hef
aldrei verið á móti auglýsingum. Þær eru mikilvægar ef þær gefa
réttar og góðar upplýsingar. Það getur þannig verið réttlætanlegt
að birta mynd af frambjóðanda til að minna á að hann er í framboði
en þarna er hinn gullni vegur vissulega vandrataður. Sú krafa sem
fólk hlýtur að gera til stjórnmálaflokka eins og fyrirtækja er að
auglýst sé á réttum forsendum eða svo vitnað sé aftur í fyrrnefnda
grein á heimasíðu Talsmanns neytenda: "Auðvitað eigum við að
gera kröfu til fyrirtækja að þau auglýsi vörur sína og þjónustu á
réttum forsendum og segi okkur satt og rétt frá. Við viljum ekkert
fá að heyra um fífilbrekkur og gróin tún eða ást á landi og þjóð
þegar við heyrum frá Kaupþingi, Glitni eða Landsbanka. Við viljum
heyra um lánakjörin, hve háir vextir eru, til hve langs tíma sé
lánað, um verðtryggingu, uppgreiðslugjöld og ...
Lesa meira

...Margrét Tómasdóttir, skátahöfðingi, minntist þess að
fljótlega eftir stofnun skátafélaga hér á landi hefði sr. Friðrik
Friðriksson farið með skátaflokk, Væringja, um götur Reykjavíkur, á
sumardaginn fyrsta að því er mér skildist, syngjandi sálma á
latínu! Einhvern veginn var þessi frásögn - eða öllu heldur
svipmynd - sem brugðið var upp sérlega grípandi vegna stórbrunans í
Austurstræti í gær þar sem ...Mynd hér að ofan er frá göngunni um
Seltjarnarnesið þegar staðnæmst var við Kviku sem er
útilistaverk sem hægt er að dýfa í fótum. Verkið, sem er eftir
Ólöfu Nordal, stendur á Kisuklöppum í fjörunni við Norðurströnd og
er óvenjulegt að því leyti að gestir og gangandi geta baðað fætur
sína í því. Verkið er gert úr heilum grágrýtissteini sem í er
sorfin hringlaga fótbaðs- eða vaðlaug...Göngutúrinn var mjög
fróðlegur og stórskemmtilegur. Til hamingju Seltirningar
með framtak Kristínar Þorsteinsdóttur. Megi fyrirtæki hennar,
NESHRINGURINN, eiga bjarta framtíð.
Lesa meira

...Verkalýðshreyfingin í Evrópu (ETUC, sem BSRB og ASÍ eiga
aðild að, og EPSU, sem BSRB á aðild að) hefur skorið upp herör gegn
þessari þróun og hvetur nú til undirskriftasöfnunar í því skyni að
verja velferðarþjónustuna...Vilji fólk á annað borð verja þessa
þjónustu verður að sýna það í verki. Á heimasíðu BSRB er fjallað
nánar um undirskriftasöfnunina og hvernig menn beri sig að við að
taka þátt í henni. Ég beini eindreginni ósk til
ALLRA að taka þátt, sjá
HÉR...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 14.04.07.
Nokkuð hefur verið rætt um innflytjendapólitík að undanförnu. Flest
okkar höfum við þá afstöðu að við viljum að eins vel sé komið fram
gagnvart útlendu aðkomufólki og við viljum að gert sé gagnvart
okkur þegar við erum í útlöndum. Sjálfur hef ég reynslu af því að
vera búsettur erlendis og er hlýtt til þeirra þjóða sem ég hef
dvalist hjá, ekki síst vegna þess hve vel mér var tekið. Þetta
breytir því ekki að bráðnauðsynlegt er að ræða innstreymi erlends
launafólks til landsins, í hve miklum mæli við viljum og getum
tekið á móti aðkomufólki svo sómasamlegt sé. Einnig þarf að hafa í
huga að atvinnulíf verði ekki sveiflukennt þannig að á víxl gangi á
með ofsaþenslu og síðan fjöldaatvinnuleysi. Jafnvægi er
heillavænlegra fyrri atvinnulífið og samfélagið...
Lesa meira

Þessa mynd tók ég á grasinu ofan við fjöruna á Ægisíðunni við Skerjafjörðinn góða. Í fjarska sæist í Löngusker ef myndin væri betri. Ég ætlaði varla að trúa mínum eigin eyrum þegar ég heyrði að nefnd hefði komist að þeirri niðurstöðu að Löngusker í Skerjafirði kæmu til álita sem nýr Reykjavíkurflugvöllur! Margir sjá án efa fyrir sér litla netta braut eftir Skerjafirðinum – að deilurnar um Vatnsmýrina væru þar með úr sögunni. Auðvitað er málið ekki svona einfalt. Við erum í reynd að tala um stórfellda uppfyllingu í Skerjafirðinum...Ef á hinn bóginn menn telja sig geta komist af með tiltölulega litla uppfyllingu – þ.e. að segja mjóa braut við Löngusker – þurfa hinir sömu að svara því til ...
Lesa meira
Páskarnir eru góður tími. Fyrir þorra fólks er samfelldur
frítími frá lokum vinnudags á miðvikudegi og fram á
þriðjudagsmorgun. Vaktavinnufólkið þarf hins vegar að standa sína
pligt alla páskahelgina, nótt sem dag. Það á við um
heilbrigðisstéttirnar, löggæslu- og öryggisstéttir auk þess sem það
færist í vöxt að verslun og þjónusta standi til boða öllum stundum
og eru páskarnir þar ekki undanskildir.
Ég hef stundum velt því fyrir mér hvað æskilegt sé í þessu efni,
hvers konar þjóðfélag við viljum. Viljum við þjóðfélag þar sem
stefnt er að því að sem flestir geti tekið frí á sama tíma eða
viljum við þjóðfélag sem þekkir ekki mun á nóttu og degi, helgum
eða rúmhelgum dögum? Síðari kosturinn er vissulega þægilegur. Það
er gott að komast í búðina hvenær sem er eða geta nálgast hverja þá
þjónustu sem hugsast getur þegar maður þarfnast hennar. Þjóðfélagið
er að þróast í þessa átt. Á móti er þá hitt sjónarmiðið, nefnilega
það að fjölskyldur sundrist í fríum. Einn þarf að ...
Lesa meira

Séra Gunnþór Ingason, sóknarprestur í Hafnafjarðarkirkju, efndi
í dag - Föstudaginn langa - til sérstakrar vöku í kirkju sinni þar
sem hann fékk fulltrúa fjögurra stjórnmálaflokka til þess að lesa
úr Jóhannesarguðspjalli um Píslargöngu Krists. Auk mín lásu
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Samúel Örn Erlingsson og Árni Páll
Árnason. Þegar við höfðum lokið lestrinum svöruðum við spurningunni
hvað Píslarsagan segði okkur. Þetta gerðum við hvert á sinn
hátt.
Stundin í Hafnarfjarðarkirkju er eftirminnileg, ekki síst vegna
þeirrar tónlistar sem flutt var. Guðmundur Sigurðsson lék listavel
á orgel og fiðluleikur Hjörleifs Valssonar var með hreinum
ólíkindum. Fólk sat sem bergnumið í kirkjunni. Kirkjukór
Hafnarfjarðarkirkju söng en forsöngvari var Þórunn Björnsdóttir,
sem ...
Lesa meira
...Nú segja fjölskyldurnar í landinu og forsvarsmenn fyrirtækja
í vaxandi mæli að nóg sé komið. Hafnfirðingum birtust öfgar
þessarar stóriðjuáráttu þegar ætlast var til þess að þeir greiddu
götu þess að innan bæjarmarkanna yrði rekin stærsta álverkasmiðja
Evrópu. Það fór svo að Hafnfirðingar sneru þessu tafli við.
Grasrótarsamtökin Sól í Straumi áttu að sönnu samstarf við
systursamtök annars staðar á landinu; grasrótarsamtökin sem kenna
sig við Sólina. Þau samtök urðu fyrst til í Hvalfirðinum og eru nú
að eflast á Reykjanesi og Suðurlandi. Vegna árangurs Hafnfirðinga
er Hafnarfjörður nú orðinn táknrænn fyrir árangursríka baráttu í
þágu...
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Ég er hjartanlega sammála þér um Íslandsbankamálið. Menn láta sem hneykslið sé hverjir keyptu. Auðvitað kaupa þau sem eiga pening og vilja enn meiri pening, liggur það ekki í augum uppi? Jú, það gerir það þegar á það er bent. Og það var gert og varð þá mikið fár. Þess vegna var salan “misheppnuð”. En hneyklsið var ekki þetta, heldur ...
Sunna Sara
Lesa meira
Ég var ánægð að sjá afdráttarlausa afstöðu oddvita Sósíalistaflokksins, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, til spilakassa í borginni: Hún vill þá burt. Nú bíðum við eftir öðrum flokkum. Ég hef ekki kosið Sósíalistaflokkinn til þessa en það gæti breyst. Nú bíð ég eftir afstöðu annarra flokka.
Ein sem þekkir spilavandann úr sinni fjölskyldu
Lesa meira
Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra virðist vera sloppinn fyrir horn eftir rasísk ummæli sín. Þökk sé Íslandsbankahneykslinu. Og Boris Johnson forsætisráðherra Breta sem var við það að missa embætti sitt eftir að hafa logið að þingi og þjóð um samkvæmi þvert á kovídreglur í embættisbústað ráðherrans virðist líka sloppinn. Nú fundar hann í Úkraínu og um Úkraínu og tvídar í Rússlandi um hve góður kall hann sé. Þannig er hann ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Allt Frá lesendum