ÖLL VELKOMIN Á MENNINGARHÁTIÐ Í MUNAÐARNESI

Laugardaginn 9. júní kl 14 verður opnuð sýning á verkum myndlistarkonunnar Guðbjargar Hákonardóttur, Guggu í miðstöð orlofsbyggða BSRB í Munaðarnesi í Borgarfirði. Af þessu tilefni er efnt til menningarviðburðar þar sem ýmsir fremstu listamenn okkar koma fram. Steinunn Sigurðardóttir, rihöfundur les úr verkum sínum og flutt verður tónlist. Auður Hafsteinsdóttir leikur á fiðlu Bryndís Halla Gylfadóttir leikur á selló og Steinunn Birna Ragnarsdóttir leikur á píanó. Að þessu loknu verður boðið upp á veitingar.

Sérstök athygli er vakin á því að ÖLL eru þið velkomin á Menningarhátíðina í Munaðarnesi!   

Fréttabréf