Eldri greinar Júlí 2007

Í dag var haldin í Hallgrímskirkju í Reykjavík minningarhátíð um
Einar Odd Kristjánsson, alþingismann og fyrrum formann
Vinnuveitendasambands Íslands. Um Einar á ég margar góðar minningar
þótt ekki rérum við sama bátnum, hvorki á pólitískum ólgusjó né í
stéttarfélagsátökum. Einar var í hinu líðnu. Engu að síður leit ég
alltaf á hann sem góðan félaga á öðrum og stærri vettvangi:
Hann var góður félagi í íslenska þjóðfélaginu. Góður Íslendingur.
Þannig kunni þjóðin að meta hann, sem góðan landa og félaga í
mannlífinu. Eftirfarandi eru...
Lesa meira

...En setjum svo að forsetaembættinu skuli beitt í þágu
íslenskra útrásarfyrirtækja - sem ég reyndar hef ákveðna fyrirvara
á að sé rétt að gera - þá tel ég tvímælalaust að til séu þau mörk
sem ekki megi fara yfir. Að mínu mati var farið yfir þau mörk í gær
þegar samningur Eimskips var undirritaður í forsetabústaðnum á
Bessastöðum. Látum vera að forsetinn bjóði hinum erlendum
gestum til móttöku og endurgjaldi þannig þeirra
gestrisni - prýðilegt - en undirritun viðskiptasamamningsins
átti að mínu mati ekki að fara fram á Bessastöðum. Stórmál? Já.
Forsetaembættið er sem betur fer ekki enn orðið ehf þótt flest í
kringum okkur sé á leið í einhvers konar markaðspakkningu. Það
skiptir máli að í þjóðfélaginu séu fyrir hendi girðingar gegn
ásælni ...
Lesa meira
...Vandinn er hins vegar sá að með því að skauta um netið og
hlusta á fjölmiðla sem leggja sífellt meira upp úr hraða og fídusum
er hætt við því að menn verði yfirborðsmennskunni að bráð - jafnvel
þekkingarsnauðari en fyrri kynslóðir. Yfirborðsmennska er einmitt
vandi nútíma fjölmiðlunar. Á þessu eru til undantekningar. Í dag
var til dæmis prýðilegur þáttur í umsjá Þorvaldar
Friðrikssonar fréttamanns á RÚV. Fréttaþættirnir uppúr
hádegi á laugardögum eru reyndar oft mjög áhugaverðir. Þar er að
finna viðleitni til að fara undir yfirborðið og fjalla um málin á
dýptina. Þetta er mikilvægt og á Þorvaldur og kollegar þakkir
skyldar. Á meðal efnis í þættinum í dag var viðtal við
Margréti Guðnadóttur prófessor um rannsóknir
hennar á sjúkdómum í sauðfé bæði hér á landi og á Kýpur, tengsl
visnurannsókna og eyðnirannsókna og hugsanlega bólusteningu við
þessum sjúkdómum, sem ...
Lesa meira

...Nú stendur til að gera Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis,
SPRON, að hlutafélagi. Ég skal játa að ég geri mér ekki fyllilega
grein fyrir hvað þetta hefur í för með sér og vil þess vegna fá
innihaldsríka og gagnrýna umfjöllun um málið. Fréttastofa Sjónvarps
sagði okkur í kvöld að allir þeir sem til var leitað teldu
þetta jákvætt skref. En spyr sá sem ekki veit: Hverjir voru þessir
allir? Hvað er það nákvæmlega sem er svona jákvætt? Er ef
til vill eitthvað í þessu máli sem kann að orka tvímælis? Þurfa
fréttastofurnar ekki að upplýsa okkur um hvað þarna raunverulega
hangir á spýtunni? Við erum alltof lengi búin að horfa upp á
handlangara eigin hagsmuna fara sínu fram án þess að þeir hafi
þurft að skýra gjörðir sínar. Um daginn voru tilfæringar og
hræringar með Samvinnusjóðinn gamla. Fréttastofurnar fóru aldrei í
saumana á því máli. Er það ekki hlutverk fjölmiðla að fara
sjálfstætt ofan í mál af þessu tagi og ...
Lesa meira
Birtist í DV 16.07.07.
...Ég efast ekki um að hér er mælt af heilindum en ég leyfi mér að
halda því fram að mat bæjarstjórans á því sem framtíðin ber í
skauti sér er óraunsætt. Eða hver skyldi yfirleitt vera framtíð
Geysis Green Energy? Fyrirtæki koma og fara. Þau eru í höndum
fjárfesta sem kaupa þessa eign einn daginn og aðra hinn, allt eftir
því hvar mesta arðsemi er að finna hverju sinni. Nákvæmlega þess
vegna eru fjárfestar á markaði ekki heppilegir eignaraðilar á
grunnþjónustu samfélagsins sem þarf að búa við öryggi og festu,
einnig - og ekki síst - þegar á móti blæs! Það vakti athygli að
Geysir Green mat 15% eignarhlut ríkisins í HS á meira en þreföldu
verði á við það sem ríkið hafði slegið á, 7,6 milljarða í stað 2,5.
Fjárfestarnir töldu sig með öðrum orðum geta grætt á fjárfestingu
sinni þótt þetta há upphæð yrði borguð fyrir eignarhlutinn.
Hver kæmi síðan til með að borga...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 14.07.07.
...Niðurstaðan er þessi. Ríkisstjórnin telur að lánskjör íbúðalána
séu of góð, það þurfi að takmarka aðgang að lánsfé á þeim
"kostakjörum" sem Íbúðalánsjóður býður og hvetja bankana til að
okra meira! Hvernig var það annars, er það ekki Samfylkingin sem
tíðrætt hefur orðið um "Evrópuvexti"? En eru þeir ekki
stórhættulegir? Er ekki stórhættulegt að lækka vextina, myndi
íbúðaverð ekki margfaldast með þeim afleiðingum að enginn gæti
keypt neitt, svo hátt yrði verðlagið? Samkvæmt skilaboðum
félagsmálaráðherra og hvatningu um meira okur á íbúðakaupendum
mætti halda að vaxtalækkun væri af hinu illa. Mikið væri annars
gaman ef Samfylkingunni tækist að vera sjálfri sér samkvæm í
málflutningi sínum, þó ekki væri nema í þessum málaflokki.
Lesa meira
Niðurskurður aflaheimilda kemur eins og reiðarslag fyrir mörg
byggðarlög. Ekki að undra að mikil og tilfinningaþrungin umræða
skuli kvikna í þjóðfélaginu enda þarf að spyrja
grundvallarspurninga við slíkar aðstæður. Gæta þarf að því að rugla
ekki saman ólíkum þáttum. Eitt eru rannsóknir sérfræðinga
Hafrannsóknarstofnunar, annað er það fiskveiðistjórnunarkerfi sem
við búum við. Þegar ráðleggingum fiskifræðinga er hrint í framkvæmd
skarast hins vegar þetta tvennt því fiskveiðistjórnunarkerfið
skapar þær skorður sem ráðgjöfum okkar og sérfræðingum eru settar.
Nú fjölgar í hópi efasemdarmanna um það stjórnkerfi í fiskveiðum
sem verið hefur við lýði. Kvótakerfið sem...
Lesa meira
DV
birtir iðulega áhugaverðar greinar. Ein slík birtist
síðastliðinn fimmtudag eftir Jóhann Hauksson,
Morgunhanann á Útvarpi Sögu. Jóhann er
gamalreyndur fréttamaður sem hefur orðið mikla hlustun þegar hann
sjálfur veltir vöngum eða ræðir við aðra í fréttaviðtölum á Útvarpi
Sögu.
Í umræddri grein sinni í DV, sem fjallar um einkavæðingu
raforkugeirans undir titlinum Vítin eru til að
varast, segir Jóhann Hauksson m.a.:...
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Ég er hjartanlega sammála þér um Íslandsbankamálið. Menn láta sem hneykslið sé hverjir keyptu. Auðvitað kaupa þau sem eiga pening og vilja enn meiri pening, liggur það ekki í augum uppi? Jú, það gerir það þegar á það er bent. Og það var gert og varð þá mikið fár. Þess vegna var salan “misheppnuð”. En hneyklsið var ekki þetta, heldur ...
Sunna Sara
Lesa meira
Ég var ánægð að sjá afdráttarlausa afstöðu oddvita Sósíalistaflokksins, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, til spilakassa í borginni: Hún vill þá burt. Nú bíðum við eftir öðrum flokkum. Ég hef ekki kosið Sósíalistaflokkinn til þessa en það gæti breyst. Nú bíð ég eftir afstöðu annarra flokka.
Ein sem þekkir spilavandann úr sinni fjölskyldu
Lesa meira
Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra virðist vera sloppinn fyrir horn eftir rasísk ummæli sín. Þökk sé Íslandsbankahneykslinu. Og Boris Johnson forsætisráðherra Breta sem var við það að missa embætti sitt eftir að hafa logið að þingi og þjóð um samkvæmi þvert á kovídreglur í embættisbústað ráðherrans virðist líka sloppinn. Nú fundar hann í Úkraínu og um Úkraínu og tvídar í Rússlandi um hve góður kall hann sé. Þannig er hann ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Allt Frá lesendum