GOTT HJÁ ÖSSURI
Birtist í Fréttablaðinu 03.09.07.
Djúpstæðustu átök undanfarna áratugi eru átökin um eignarhald á
auðlindum til lands og sjávar. Afdrifaríkar ákvarðanir hafa verið
teknar og má í því samhengi nefna kvótalögin sem allir þekkja og
ýmis önnur lög af sama meiði sem eru síður kunn þótt þau eigi eftir
að hafa áhrif á skiptingu gæðanna ekki síður en kvótalögin sem hafa
gert suma að milljarðamæringum en svipt aðra lífsbjörginni. Lögin
um Rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, frá 1998 eru þannig
einhver skelfilegustu lög síðari tíma en með þeim var eignarhald á
jarðhitanum fært í hendur einkaaðila. Átökin hafa snúist um
þetta...