SÓKRATES, HJÖRVAR OG ÞORSTEINN SIGLAUGSSON

Þorsteinn Siglaugsson er ekki bara góður penni. Hann er skemmtilega glöggskyggn og þess vegna rökvís.
Fram er komið á Alþingi frumvarp um breytingar á þingskaparlögum. Frumvarpið flytur forseti þingsins, Sturla Böðvarsson, ásamt þingflokksformönnum annarra flokka á Alþingi - að einum undanskildum. Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á ekki aðild að frumvarpinu og er ég því ekki einn flutningsmanna þess sem þingflokksformaður VG...Enda þótt í frumvarpinu sé að finna tillögur um að styrkja stöðu þingsins og stöðu stjórnarandstöðu á ýmsa lund vildi stjórnarmeirihlutinn aldrei ljá máls á öðru en að þetta tvennt yrði spyrt saman. Hugsunin var greinilega á þessa lund: Ef þið viljið bætta aðstöðu þá verðið þið að taka því að ræðutími ykkar verði styttur! Með öðrum orðum, kaup og sala, verslun og sviðskipti. Verslun með málfrelsið!...
Lesa meiraGuðfríður Lilja Grétarsdóttir hefur þetta "eitthvað". Þetta sem er "eitthvað" umfram það sem aðrir hafa, þetta sem er öðru vísi, snjallara í framsetningu, með meira innsæi í tilveruna en aðrir hafa. Guðfríður Lilja er sem kunnugt er skákdrottning Íslands, formaður Skáksambandsins, bókmenntakona og heimspekingur, varaþingmaður VG... Ég var að lesa pistil hennar í laugardags-Mogga, Hver kyssir hvern? Dregin er upp mynd af pólitísku daðri og kossaflangsi samtímans. Hver er með hverjum...hver á hvern? Skrifað í eins konar stakkadó stíl. Pistillinn er hér. Heit kaldhæðni...
Lesa meira...Hvað skyldi byggingin verða kölluð þegar hún er orðin einkaspítali? Kannski Heilsuverndarstöð Reykjavíkur? Guðlaugur Þór, heilbrigðisráðherra, otar nú að Alþingi lagabreytingum um sérstaka verslunarmiðstöð fyrir heilbrigðisþjónustu. Hún á að vera tilbúin þegar einkaspítalarnir eru klárir. Þá verður viðkvæðið að ekki megi mismuna ríkisrekstri annars vegar og einkarekstri hins vegar. Geir, forsætisráðherra, sagði jú nýlega að miklar breytingar væru í nánd - í heilbrigðiskerfinu. Nú hefði Sjálfstæðisflokkurinn nefnilega svo leiðitaman förunaut í Stjórnarráðinu. Ég man ekki hvaða orð hann notaði. En þetta var það sem hann meinti. Þannig skyldi ég það alla vega. En getur verið að Samfylkingin...?
Lesa meiraNýlega hlotnaðist mér sá heiður að opna allsérstæða vefverslun
með hljómdiska.Verslunin, sem nefnist Tónsprotinn, er sérstæð fyrir
það að hún byggir á samstarfi hljómlistarmanna og ýmissa
þjóðþrifasamtaka. Þar nefni ég klúbbinn Geysi sem ég þekki af
góðu; hef setið þar í stjórn og kynnst starfi á hans vegum í þágu
fólks sem stríðir við geðveilu. Mörg önnur samtök koma að þessu
samstarfi. Þar má nefna MS-Félagið, Kraft, Umsjónarfélag
einhverfra, ABC-barnahjálp, FAAS Geðhjálp, Umhyggju og
Ljósið....
...Hvað er Magnús Pétursson, forstjóri Landspítala -
háskólasjúkrahúss að segja með grein sinni? Í fyrsta lagi er
hann að hvetja til umræðu um framtíð íslensku
heilbrigðisþjónustunnar. Ekki sé allt sem sýnist í þessari umræðu
hvað sem líður því sem sagt sé
opinberlega. Í öðru lagi segir
hann ... Þannig les ég í Morgunblaðsgrein forstjóra
Landspítala - háskólasjúkrahúss. Fróðlegt væri að
vita hvað forstjóranum finnist um hugmyndir heilbrigðisráðherra um
að búa til nýja stofnun samkvæmt gömlu - að því er ég hélt
úrsérgengnu sænsku kerfi - sem á að annast viðskipti með alla
þjónustu innan heilbrigðiskerfisins. Sjálfur óttast ég að þetta sé
verra en sjónarspil, svo notuð séu orð Magnúsar Péturssonar. Ég
óttast að með þessu sé verið að stíga afdráttarlaust skref
í átt til einkavæðingar íslenska
heilbrigðiskerfisins...
...Ég skal játa að mig setti hljóðan við að heyra þessi ummæli. Það er rétt að Hollvinasamtök Ríkisútvarpsins börðust gegn því að stofnunin yrði gerð að hlutafélagi. Það var gert vegna þess að samtökin óttuðust að það myndi veikja Ríkisútvarpið yrði það gert að hlutafélagi. Með öðrum orðum andstaðan við hlutafélagavæðingu var vegna umhyggju félagsmanna fyrir Ríkisútvarpinu og framtíð þess. Nú er þessum hópi legið á hálsi fyrir að vera sérstakt óvildarfólk RÚV vegna þess að það var á öndverðum meiði við ráðherrann um rekstrarform stofnunarinnar! Er ekki eitthvað háskalegt við þessa hugsun? Mér finnst ástæða að spyrja þess. Við sem viljum taka ráðherrann alvarlega hljótum að... Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráherra, gefur því undir fótinn að RÚV kunni að verða tekið út af auglýsingamarkaði. Hvað gerðist þá? Yrði stofnuninni ekki þrýst fastar inn í faðmlagið við...
Lesa meira...Ekkert af þessu á þó við þegar aðfarirnar gegn sumarbústaðafólki í Skorradal og reyndar víðar á landinu eru annars vegar. Þar hafa óprúttnir viðskiptamenn greinilega fest kaup á byggðu sumarbústaðalandi beinlínis með það fyrir augum að féfletta fólkið í byggðunum...Árum saman hefur verið beðið eftir lagasetningu til að verja fólk gegn ofbeldi af þessu tagi. Ráðherrar hafa lofað - en aðallega upp í ermina á sér. Hver er skýringin? Hvað dvelur orminn langa? Hvers vegna er lagafrumvarpi ekki hraðað í gegnum Alþingi? Slíkt frumvarp yrði án efa stutt af öllu því strangheiðarlega fólki til sveita sem hefur atvinnu af því að leigja land... Það mál sem hér er hreyft við snýst hins vegar ekki um atvinnurekstur heldur glæpastarfsemi. Hvers vegna er hún ekki stöðvuð...
Lesa meira...Við þetta vakna ýmsar spurningar. Í fyrsta lagi hvort þetta standist lög um tekjustofna Ríkisútvarpsins ohf. Í öðru lagi vakna spurningar um áhrif peningamanna á dagskrárgerð RÚV ohf þótt forsvarsmenn fyrirtækisins reyndu að sverja allt slíkt af sér í fréttatímum á föstudag. Þá hlýtur maður að velta fyrir sér framtíðarþróun á fjölmiðlamarkaði. Þegar illu heilli var ákveðið að gera RÚV að hlutafélagi var því spáð á þessari síðu að hugsanlega rynni sá dagur upp að RÚV og Morgunblaðið ættu eftir að renna saman í eitt, alla vega stórefla samstarf sín í milli. Í nafni hverra skyldi fréttatilkynningin um fréttamannafundinn sl. föstudag hafa verið send? Hún var send í nafni RÚV og Ólafsfells. Hver skyldi vera einn stærsti eignaraðili að Morgunblaðinu? Svar: Ólafsfell. Síðan er það níðið um ríkið...
Lesa meira...Hún hafi talað máli okkar félagshyggjufólks eins vel og
kostur er hvar sem hún hafi komið fram, hvort sem er í umræðum í
Ráðhúsi eða í fjölmiðlum, útvarpi, sjónvarpi eða blöðum... er að
lokinni yfirferð minni þessu mjög sammála..sneri orkudallinum inn í
skynsemisfarveginn, bendi ég á Silfur Egils um síðustu
helgi. Aldrei varð oddvita okkar VG-ara í Reykjavík, Svandísi
Svavarsdóttur, svaravant í þeim þætti. Hún talaði máli almennings,
hvort sem var hér á landi eða úti í heimi...
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Ég er hjartanlega sammála þér um Íslandsbankamálið. Menn láta sem hneykslið sé hverjir keyptu. Auðvitað kaupa þau sem eiga pening og vilja enn meiri pening, liggur það ekki í augum uppi? Jú, það gerir það þegar á það er bent. Og það var gert og varð þá mikið fár. Þess vegna var salan “misheppnuð”. En hneyklsið var ekki þetta, heldur ...
Sunna Sara
Ég var ánægð að sjá afdráttarlausa afstöðu oddvita Sósíalistaflokksins, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, til spilakassa í borginni: Hún vill þá burt. Nú bíðum við eftir öðrum flokkum. Ég hef ekki kosið Sósíalistaflokkinn til þessa en það gæti breyst. Nú bíð ég eftir afstöðu annarra flokka.
Ein sem þekkir spilavandann úr sinni fjölskyldu
Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra virðist vera sloppinn fyrir horn eftir rasísk ummæli sín. Þökk sé Íslandsbankahneykslinu. Og Boris Johnson forsætisráðherra Breta sem var við það að missa embætti sitt eftir að hafa logið að þingi og þjóð um samkvæmi þvert á kovídreglur í embættisbústað ráðherrans virðist líka sloppinn. Nú fundar hann í Úkraínu og um Úkraínu og tvídar í Rússlandi um hve góður kall hann sé. Þannig er hann ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Áætlun í Hvítabretlandi um að reisa fangabúðir fyrir “ dökk innskot ”, skv. litgreiningu, flóttafólk undan stríðshelvíti, hungri og pólitískum ofsóknum, er framkomin. Rúanda er keypt til vistunar á dökku flóttafólki, því fullgott til dvalar og þar skulu fangabúðir Hvítabretlands reistar og starfræktar. Þar með skal brugðist við “svörtu hættunni” sem steðjar að Hvítabretlandi nútímans, henni er ætlað að “ gufa upp”, týnast í myrkviðum Afríku, fjarri siðmennt. Til Hvítaíslands slæðist stundum mislitt fólk á flótta ...
Lesa meiraÞegar ég staðhæfði, skömmu eftir að innrás Rússa hófst, að Úkraínustríðið væri staðgengilsstríð var allt slíkt tal stimplað sem «Pútínáróður» enda væri stríðið einfaldlega þjóðfrelsisstríð Úkraínu. Slíkir stimplar eru vissulega enn á lofti og mynd þjóðfrelsisstríðsins er haldið fast að okkur í fjölmilum. Inn á milli heyrist samt oftar og oftar frá háum stöðum, ekki síst í Washington, að Úkraínustríðið sé einmitt – staðgengilsstríð. Það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir sambandi “staðgengils» og þeirra sem hann «staðgengur” fyrir ...
Lesa meiraEftirfarandi grein er stíluð til félaga í Vinstrihreyfingunni grænu framboði og birtist fyrst 9. maí á vettvangi þeirra. Þar sem ég tel hana eiga erindi út fyrir raðir Vinstri grænna hef ég farið fram á að hún birtist hér á þessum opna vettvangi.
Í meðfylgjandi grein í Kjarnanum frá 6. maí stendur þetta:
„Íslensk stjórnvöld styðja þær ákvarðanir sem þjóðþing Finnlands og Svíþjóðar munu taka varðandi aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO). Engin breyting hefur orðið á samþykktri stefnu Vinstri grænna (VG).Þetta kemur fram í svari ...
Eitt er að hafa skoðun annað að hafa ritskoðun. Þótt ást og hatur virðist við fyrstu sýn vera andstæðar tilfinningar hafa vísindamenn á sviði taugalíffræði komist að þeirri niðurstöðu að sömu rásir í heilanum tengist bæði ást og hatri. Þá benda rannsóknir í sálfræði til þess að því dýpri sem „ástin“ er þeim mun meira sé „hatrið“. Þetta tvennt virðist því fara saman. Nútildags eru tjáðar skoðanir sem ekki fylgja valdinu í blindni flokkaðar sem „hatursorðræða“...
Lesa meira... Óljóst er hverjar svikasakir voru bornar á útlægan Andskota forðum. Ráð er að taka dóminn upp, finna leið sátta. Færa Djöfsa upp til fyrra embættis í Guðsríki, banna slaufun og einelti gegn honum. Gera hann að bættum engli, þótt meðferð kosti. Við slíka sátt lýkur því Miklastríðinu, en við það missa þó krossmenn spón úr aski og aðrir kjörnir stríðsmenn. Mikjáll stríðsengill missir embættið ...
Lesa meiraEinkennist utanríkispólitík Pútíns af útþenslustefnu? Því verður ekki svarað nema skoða hana í samhengi við pólitík annarra heimsvelda. Það þarf jafnframt að skoða öryggismálastefnu Rússlands í sögulegu samhengi – og þar birtist furðu mikil söguleg samfella þrátt fyrir ólíkt stjórnarfar í Kreml á ólíkum tímum. Það er ljótt og það er ógnvænlegt stríðið sem geisar í Úkraínu ...
Lesa meira