FLOTT SVANDÍS!


Hef dvalist utan lands undanfarna daga. Fengið fréttir í síma, í gegnum sms, og í tölvupósti. Öll skilaboð hafa gengið út á eitt: Flott Svandís! Hún hafi talað máli okkar félagshyggjufólks eins vel og kostur er hvar sem hún hafi komið fram, hvort sem er í umræðum í Ráðhúsi eða í fjölmiðlum, útvarpi, sjónvarpi eða blöðum.
Ég hef skannað fjölmiðlana og er að lokinni yfirferð minni þessu mjög sammála. Kom mér reyndar ekki á óvart. Þekki konuna.
Fyrir þá sem ekki hafa fylgst með málflutningi Svandísar, skipstjórans sem sneri orkudallinum inn í skynsemisfarveginn, bendi ég á Silfur Egils um síðustu helgi. Aldrei varð oddvita okkar VG-ara í Reykjavík, Svandísi Svavarsdóttur, svaravant í þeim þætti. Hún talaði máli almennings, hvort sem var hér á landi eða úti í heimi!
Þátturinn er HÉR.   

Fréttabréf