Eldri greinar
Birtist í 24 Stundum 31.10.07.
Ýmsir hagspekingar hafa bent á að svo kunni að fara að evran komi
inn í íslenskt hagkerfi án pólitískrar ákvörðunar:
"Evran taki sig upp sjálf," einsog það var orðað á forsíðu
Fréttablaðsins í byrjun vikunnar. Þar var vitnað í yfirlýsingar
forsvarsmanna á vinnumarkaði að svo gæti farið að samið yrði um
evrulaun í kjarasamningunum framundan. Ólafur Ísleifsson, lektor
við Háskólann í Reykjavík, sagði af þessu tilefni að æskilegra væri
að um gjaldmiðilinn væru teknar formlegar og yfirvegaðar ákvarðanir
því óbeisluð þróun hefði ýmsar óheppilegar afleiðingar: "Evran
kæmi þá fyrir tilverknað fjölda aðila þar sem hver leitast við að
taka ákvarðanir út frá eigin hagsmunum. Og þarna eru komnir
forystumenn launafólks og atvinnurekenda sem telja að það geti
þjónað hagsmunum beggja að semja um kaup og kjör í erlendri
mynt." Allt er þetta til ...
Lesa meira

...Þurfa Íslendingar ekki að huga að samfélagslegri ábyrgð sinni
víðar en hér á landi? Hlýtur það ekki að verða forseta Íslands til
umhugsunar þegar þotuliðið minnir okkur á einu sinni enn að því
komi Ísland ekki við að öðru leyti en því að notast megi við það í
fjárfestingarbraski! Ég sá það haft eftir forseta Íslands að hann
taki ekki þátt í opinberri umræðu um ferðir sínar og ferðamáta. Ég
tel aftir á móti að hann eigi að gera það. Ef sá Ólafur Ragnar
Grímsson, sem ég þekkti ágætlega, er orðinn feiminn við opinbera
umræðu, þá er mér illa brugðið. Að sjálfsögðu á að ræða þessi mál
til hlítar, þ.e. til hvers við ætlumst af forsetaembættinu og þá
ekki síst samkrull þess við auðmenn, innlenda sem erlenda...
Lesa meira
Stjórn BSRB hefur skorað á borgaryfirvöld í Reykjavík að ógilda
þegar í stað samninga um sameiningu Reykjavík Energy Invest og
Geysir Green Energy enda ekki rétt að þeim staðið. Auk þess
krefst stjórn samtakanna þess að hætt verði við áform um
hlutafélagavæðingu Orkuveitu Reykjavíkur og kallar eftir breytingum
á lögum sem komi í veg fyrir að einkaaðilar eignist
náttúruauðlindir Íslands. Þetta er meðal þess sem fram kemur í
ályktun sem stjórn BSRB sendi frá sér í dag.
Þá bendir stjórn BSRB á að Sameinuðu þjóðirnar hvetja nú
til samstarfs opinberra veitufyrirtækja, aðallega á sviði
vatnsveitna, til að ná megi settum þúsaldarmarkmiðum SÞ sem flest
ríki heims og Ísland þar á meðal hafa skuldbundið sig til að vinna
að. Reynslan hefur sýnt að útrás einkafyrirtækja inn á svið
samfélagsþjónustunnar hefur almennt haft neikvæðar afleiðingar í
för með sér . ...
Lesa meira

...Í dag heyrðist nokkuð sérstæð frétt í útvarpi. Hlustendur
fengu að heyra að Framsóknarmenn í Skagafirði hefðu ákveðið að
beina því til flokks síns og Alþingis að ef þingmenn tækju upp á
því að stunda nám jafnframt þingstörfum væri eðlilegt að kalla inn
varamenn. Í fréttinni kom fram að þingmennirnir Birkir Jón Jónsson
og Magnús Stefánsson hefðu ákveðið að leggja stund á svokallað MBA
nám í vetur. Birkir Jón varð til svara fyrir þá félaga og sagði
að sú viðhorfsbreyting hefði orðið í samfélaginu og í afstöðu
til menntunar að námi ætti í reynd aldrei að ljúka. Símenntun og
endurmenntun væri í samræmi við þá hugsun....
Lesa meira

...Ég spyr, er það krafa og þörf nútúmasamfélags að fjárfestar
geri sér menntun ungviðisins og bágborið heilsufar fólks að
féþúfu? Endurspeglar þetta einhver sérstök kvenleg gildi? Hvers
vegna reynir þetta fólk ekki sjálft að finna upp eitthvað nýtt í
stað þess að troða sér inn í starfsemi sem samfélagið hefur komið
sér upp og hefur gengið ágætlega að þróa svo fremi sem fjármunir
eru fyrir hendi? "Frumkvöðlarnir" segja að áfram eigi
skattborgarinn að borga - þeir ætli hins vegar að tryggja
fjárfestum hlutdeild í framlagi hins opinbera í "góðri
langtímaarðsemi" einsog það heitir. Í mínum huga er
einfaldlega verið að búa til óþarfa milliliði...
Lesa meira

Þórólfur Þórlindsson, nýr forstjóri Lýðheilsustöðvar, og Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður ræddust við í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld. Tilefnið var frumvarp sem Sigurður Kári er fyrsti flutningsmaður að en það gengur út á að heimila sölu á vínum og bjór í almennum matvöruverslunum. Forstjóri Lýðheilsustofnunar kvaðst þessu ekki fylgjandi "persónulega" en hefði þó skilning á því að við þyrftum að taka mið af alþjóðavæddum heimi og laga okkur að þeim háttum sem viðgengjust annars staðar...Varðandi hina alþjóðlegu aðlögun þá er það nú svo að þróunin er víðast hvar í gagnstæða átt við það sem frjálshyggjudeild Sjálfstæðis/Samfylkingarflokks vill í þessum efnum. Hitt skiptir þó mestu máli þegar kemur að framlagi forstjóra Lýðheilsustofnunar til þessarar umræðu, að honum er ætlað að ...
Lesa meira
Hafin er á Alþingi árviss mannréttindabarátta um að koma áfengissölu í matvöruverslanir. Að þessu sinni er það Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sem reisir gunnfána baráttufólksins en um þá stöng halda samtals 17 þingmenn, þar á meðal Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar.
Margt umhugsunarvert kom fram við umræðuna í dag. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, kvaðst þannig vera að berjast fyrir hagsmunum neytenda með flutningi þessa frumvarps og fyrrgreindur fyrsti flutningsmaður, Sigurður Kári, lagði áherslu á í því samhengi, að það hlyti að vera mikið hagræði í því fólgið að geta keypt eina hvítvín hjá fisksalanum um leið og keypt væri í soðið...
Lesa meira

...Vitræn Hönnun, Intelligent Design
lætur hins vegar betur í eyrum en bókstafstrú og hefur auk þess
vísindalegt yfirbragð. Á undanförnum árum hafa
strangtrúarsöfnuðir í Bandaríkjunum og samtök þeim tengd farið
mikinn og viljað hnekkja lögmálum í líffræði og jarðfræði, sem
ganga í berhögg við sköpunarsögu Biblíunnar.
Þeim hefur orðið talsvert ágengt undir verndarvæng Bush, forseta
sem nánast hefur verið strengjabrúða þessara afla...Í Evrópu
er farið að gæta þessara tilhneigingar og hafa sköpunarsögumenn að
undanförnu stöðugt reynt að færa sig upp á skaftið. Um miðja
síðustu viku birtist þessi litla frétt á RÚV: "Ályktun um að
varað verði við því að sköpunarkenningin verði kennd sem
vísindagrein í hinu opinbera menntakerfi var samþykkt í
Evrópuráðinu á fimmtudaginn. Guðfinna Bjarnadóttir, fulltrúi
Íslands, greiddi atkvæði gegn ályktuninni. Guðfinna segir að
...
Lesa meira

...Ekki veit ég hverjir þessir "allir" eru sem Ólafur
Jóhann Ólafsson segir að hafi viljað fá erlendan fjárfesti að
orkuauðlindum Íslands. Látum það liggja á milli hluta. Staðnæmumst
við fjárfestingu í "vistvænni orku" . Ólafur Jóhann segir
Íslendinga hafa mikla sérstöðu í þessum geira og standa í fremstu
röð í heiminum þegar vistvæn orka er annars vegar. Þetta þykir mér
vera klisjukent tal. Að mínu mati er fráleitt að aðgreina
orkuframleiðsluna öðrum þáttum. Spyrja þarf um ferlið allt. Til
hvers er virkjað og hverju er spillt? Ef virkjað er til þess að
framleiða einnota kókdósir úr áli, eða skriðdreka til árása á
íraska alþýðu til að hafa af henni olíuauðlindirnar - er það þá
vistvæn virkjun ef virkjunin sjálf er ekki...
Lesa meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti góða ræðu við
setningu Alþingis í gær. Orð hans voru í tíma töluð. Hann sagði að
við yrðum að hlúa að menningararfi þjóðarinnar ekki aðeins sem
þakkargjörð við liðinn tíma, "heldur til þess að við glötum
ekki sálu okkar, slítum ekki upp ræturnar í umrótinu sem fylgja mun
hinni nýju öld.
Sjálfsmynd og staðfesta íslenskrar þjóðar hvílir einkum á
þremur stoðum:
- Arfleifðinni sem íbúar dreifðra byggða hafa
skapað.
- Samkenndinni sem hliðstæð lífskjör festu í sessi.
- Tungumáli sem gaf menningunni ávallt nýjan
sköpunarkraft.
Þessi þrenning arfleifðar, samkenndar og tungu á nú í vök
að verjast og því áríðandi að hugað sé vel að stefnumótun og
ákvörðunum."
Ég finn það að Íslendingar skynja að nú þarf í alvöru að rísa
upp til varnar íslenskum menningararfi. Peningamennirnir sem sýsla
með sálarlaust silfrið og þjónar þeirra gefa lítið fyrir íslenska
tungu og íslenska menningu og þótti mér gott að hlýða á orð forseta
lýðveldisins sem ganga...
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum