ÓVIÐURKVÆMILEG MYNDSKREYTING

Ómaklega þótti mér vegið að heiðri Samfylkingarinnar í myndskreytingu með pistli þínum um einkavinavæðingu Íhaldsins á Landspítalanum. Ekki trúi ég öðru en þingmenn Samfylkingarinnar rísi upp og stöðvi einkavæðingarherferð Guðlaugs Þórs, heilbrigðisráðherra. Að Samfylkingin verði eins og drit úr fálka Sjálfstæðisflokksins í þeim slag hef ég miklar efasemdir að muni gerast þótt þögn flokksins lofi vissulega ekki góðu. Ég ætla að fara að dæmi Sunnu Söru sem segir í bréfi til þín hér á síðunni að hún muni hlusta grannt eftir málflutningi Samfylkingarinnar þegar einkavæðing heilbrigðiskerfsins er annars vegar.
Kv.
Grímur

Þakka þér Grímur fyrir bréfið. Gott að þú ætlir að hlusta eftir viðbrögðum Samfylkingarinnar. Ef þú hlustar vel muntu komast að raun um að þögn hennar er að verða ærandi.
Kv.
Ögmundur

Fréttabréf