Beint á leiđarkerfi vefsins

Fjölmiđlar

1. Apríl 2003

Páll H. Hannesson skrifar: Trúverđugur fréttaflutningur?

Ólafur Sigurđsson fréttamađur Sjónvarpsins var međ frétt í sjónvarpinu í gćrkvöldi, mánudaginn 31. mars um Írak. Hófst fréttin á stađhćfingu um ađ áróđursstríđiđ vćri tapađ og hefđi öllum veriđ ţađ ljóst fyrirfram ađ svo fćri. Er hér um nokkuđ furđulega stađhćfingu ađ rćđa sem stenst enga skođun, enda ljóst ađ Bandaríkjamenn og fylgismenn ţeirra sem hófu styrjöldina ţykjast alla tíđ hafa haft góđan málsstađ ađ verja og hafa beitt áróđursmaskínu sinni af fullum ţunga og án ţess ađ siferđiskenndin hafi nokkuđ vafist fyrir ţeim. Ţeir sem ekki hafa samţykkt áróđurinn ţegjandi og hljóđalaust eru stimplađir samverkamenn Saddams Hussein í raun. Bandamenn ćtluđu sér ađ vinna áróđursstríđiđ ekki síđur en hernađinn í Írak og hafa ekki veriđ par hrifnir af mótmćlum almennings um allan heim enda ekki taliđ sig ţurfa ađ taka mikiđ tillit til ţeirra sjónarmiđa.  Fréttamađurinn er hér ađ réttlćta  tapađa stöđu árásarađila eftir á og reyna ađ gera ţeirra hlut betri en hann er. “Stríđiđ gengur samkvćmt áćtlun,” er kjarninn í stađhćfingunni. Er ţetta hlutlaus fréttamennska? Eđa hefur mál Peter Arnetts kannski orđiđ honum “víti til varnađar”?

Síđan heldur ţessi einn helsti fréttamađur RÚV í erlendum fréttum til margra ára áfram međ lítt dulbúinni fyrirlitningu á ţví fólki sem stendur í ţví ađ mótmćla stríđsrekstrinum og hefur međ ađgerđum sínum orđiđ til ţess ađ ofangreint áróđursstríđ vannst ekki međ ţeim auđvelda hćtti sem Bandaríkjamenn ćtluđu. “Fólk sem mótmćlti framferđi Serba og studdi loftárásir Nató á Júgóslavíu er nú ađ mótmćla stríđinu í Írak” “Fólk sem álasađi Sameinuđu ţjóđunum ađ stoppa ekki fjöldamorđin í Ruanda stendur nú í mótmćlum....”. Hvađ er fréttamađurinn ađ fara hér? Ađ mótmćlendur séu ekki sjálfum sér samkvćmir og fari ţví best á ţví ađ ţeir haldi kjafti? Ađ úr ţví ađ ţeir töldu ađ S.Ţ. hefđu átt ađ stöđva ţjóđarmorđ í Rúanda ađ ţá ...hvađ? Svar fréttamannsins kemur fram í niđurlagi setningarinnar sem hann botnađi eitthvađ á ţessa leiđ međ ţessari órökstuddu fullyrđingu: “... jafnvel ţó Saddam Hussein beri ábyrgđ á miklu fleiri mannslífum en morđingjarnir í Rúanda”  Sem sagt: Saddam er verri en ţjóđarmorđin í Rúanda ţar sem um einni milljón manna var slátrađ á örfáum vikum sökum ţess ađ ţeir voru ekki af sama ćttbálki og morđingjarnir. Ergo: Ţar sem fólk vildi ađ Sameinuđu ţjóđirnar stöđvuđu blóđbađiđ í Rúanda, ţá ćttu ţeir sem mótmćla stríđinu í Írak í raun ađ vera sammála stríđsađgerđum Bandaríkjamanna og “alţjóđasamfélagsins”. Niđurstađan er sem sagt aftur ađ mótmćlendur séu sjálfum sér ósamkvćmir í málflutningi og ađgerđum og ţví ekki trúverđugir. 

Fyrst fólk vildi stöđva blóđbađ í Afríku í gćr ţá á ţađ ađ vera sammála blóđbađi í Írak í dag. Ţađ ţarf auđvitađ sérstakan snilling til ţess ađ geta stillt málum upp međ ţessum hćtti og um leiđ ađ ćtlast til ţess ađ hann haldi andlitinu sem “fréttamađur” á “virtustu fréttastofu landsins” En ţá ber auđvitađ ađ taka tillit til ţess ađ mađurinn hefur margra ára reynslu í fréttaflutningi af ţessu tagi.

Sem blađamađur til margra ára og sem áhugamađur um fréttaflutning ţá ćtlast ég til ađ Fréttastofa sjónvarps bjóđi almenningi ekki upp á svona hlutdrćgan og ađ ţvi sem virđist međvitađ villandi fréttaflutning. Ef fréttamađurinn Ólafur Sigurđsson gerir sér ekki grein fyrir ţví hvernig “fréttir” hann er fćr um ađ flytja ţá ćtti faglegur metnađur og dómgreind samstarfsmanna hans ađ vera slík ađ lágmarki ađ ţetta mál verđi tekiđ til skođunar í ţeirra hópi á faglegum forsendum. Ef svona “fréttir” halda áfram ađ birtast er trúverđugleiki fréttastofunnar endanlega fokinn út um gluggann. Trúverđugleiki mótmćlenda stríđsins í Írak stendur hins vegar óhaggađur. 

Páll H. Hannesson blađamađur og félagsfrćđingur.

Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

21. Júlí 2018

TIL HAMINGJU!

Nú sjötugur ´ann segist vera
og sennilega er rétt
En ellina mega ýmsir bera
Ögmundur gerir það létt.
...
Pétur Hraunfjörð

19. Júlí 2018

Á AFMĆLISDEGI ÖGMUNDAR

Árin jarðnesk aldrei tel,
endar víst með tapi.
Innri maður yngist vel,
oft að sama skapi.
Kári

15. Júlí 2018

HUGSAĐ TIL VINAR

Brátt áratugina sérðu sjö
samt gefurðu lítið eftir
Ævikvöld eignist eflaust tvö
Þar ekkert ykkur heftir!!
...
Pétur Hraunfjörð

21. Júní 2018

NÚ ÁHUGI MINN ALLUR FÓR

Nú áhugi minn allur fór
er af leið var haldið
Katrín valdi auðvalds-kór
og kaus Íhaldið.
...
Pétur Hraunfjörð

17. Júní 2018

Í FRAMHALDI AF OLÍFUVIĐAR-GREIN

Í framhaldi af grein þinni um Ólífuviðargrein þá er vert að rifja upp ferð Apolli 11 til tunglsins í júlí 1969. Merki ferðarinnar (Mission Emblem) var hannað af geimförunum sjálfum. Þeir komu upp með þá hugmynd að nota ameríska örninn og tunglferjan sjálf var kölluð "Eagle". Í lokafasa hönnunarferlisinu þótti geimförunum útlit arnarins vera of ...
Sveinn V. Ólafsson

7. Júní 2018

„SKILAR SÉR MEST TIL ŢEIRRA STĆRSTU"

Við sjáum lekinn ljótan
Þar lítið var um þref
gjaldlítinn gaf ´ún kvótann
ei Lilju fyrirgef.
Pétur Hraunfjörð

28. Maí 2018

LÍTIĐ MAĐUR SEGJA MÁ

Lítið maður segja má
orðin margir bera
sannleika að segja frá
sjaldan aðrir gera.
Málavexti þá muna skalt
ef margir á þig hlýða
Og ekki bæta í sárið salt
sem aðrir fyrir líða.
Pétur Hraunfjörð

19. Maí 2018

SVO ER ÖNNUR TEGUND FROĐUFRÉTTA

... Þakka pistilinn um daginn um hvernig fjölmiðlamenn forheimska opinbera umræðu um stjórnmál með að slá upp fyrirsögn um ýmis mál og með viðbótinni "segir stjórnmálafræðingur" í meginmáli. Í aðdraganda kosninga halda þeir sínu striki með þetta en bæta við annarri tegund froðufrétta sem felst í því að skrifa fyrirsögn hvern dag um hvort meirihlutar standi eða falli. Í meginmáli er síðan vísað til skoðanakannana. Sífelldar fréttir af skoðanakönnunum er sennilega einföld leið til að fylla síður blaða og framkalla uppgerða spennu í stað þess að taka til umfjöllunar viðfangsefni stjórnmála og mikilvægi almannaþjónustu fyrir lífskjör. Aukið vægi ...
Sigfinnur

18. Maí 2018

BARNAVERNDAR-MÁL EIGA BETRA SKILIĐ EN AĐ RÁĐIST SÉ GEGN EFTIRLITS-AĐILUM

Sæll Ögmundur. Takk fyrir góða og tímabæra grein þína um fréttaflutning af barnaverndarmálum. Ég var rétt í þessu að lesa einkar einkennilega grein eftir Auði Jónsdóttur á vef Kjarnans, en hún virðist ímynda sér að ábending þín í lok greinarinnar um möguleg tengsl blaðamanns Kjarnans og aðila sem barnaverndarmálum - að þarna sé að finna tengsl ekkert síður en annars staðar - sé megininntakið í umfjöllun þinni. Það er afskaplega undarlegur málflutningur, órökvís og óheiðarlegur, og mér finnst þessi mikilvægi málaflokkur eiga betra skilið en slíka útúrsnúninga. Maður veltir fyrir sér ...
Þorsteinn Siglaugsson 

16. Maí 2018

GETUR EKKI ORĐA BUNDIST

Var að lesa það sem félagi Einar Ólafsson ritar. Eg get ekki orða bundist: Að jafna einni skelfilegustu harðstjórn sem mannkynið hefur nokkru sinni upplifað við Evrópusambandið botna eg ekkert í. Evrópusambandið hefur verið byggt á grundvallarmannréttindum og að útfæra lýðræði á kannski eitthvað öðruvísi hátt en íhaldinu á Íslandi hugnast. Í mínum augum er fáni Evrópusambandisin tákn um betra lýðræði og aukin mannréttindi. Og að ala á tortryggni gagnvart því sem vel hefur verið gert skil eg ekki. Vilja menn þessa endalausu vitleysu með þennan efnahagsleik með ...
Guðjón Jensson


BSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

3. Júlí 2018

Kári skrifar: ŢJÓĐAREIGN OG KVÓTAKERFI Í LJÓSI SAMKEPPNIS-RÉTTAR

... Löggjafinn, Alþingi, er hins vegar rígbundinn margskonar hagsmunaöflum sem í raun stjórna ferðinni og því ekki við miklu að búast úr þeirri áttinni. Umræða um „hag­ræðingu" kemur fyrir lítið, eigi menn ekki það sem hagræðingin snertir. Með öðrum orðum; eignarréttur íslensku þjóðarinnar var hafður að engu. Þjóðareign varð að „þjófaeign". Það er kjarni málsins. Hið svokallaða „framsal" er því lögleysa frá upphafi þegar af þeirri ástæðu. Þar að auki hefur íslenska þjóðin notið í litlu meintrar hag­ræðingar sem hefur að stærstum hluta endað í vösum braskara og hluthafa útgerðarfyrirtækja ...

10. Apríl 2018

Hrafn Magnússon skrifar: LEIFTURSÓKN FRÁ HĆGRI

Fyrir nokkru las ég bók Þorleifs Óskarssonar, sagnfræðings, um SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu. Félagið hét reyndar SFR, starfsmannafélag ríkisstofnana, þegar ég gegndi framkvæmdastjórastörfum fyrir félagið á árunum 1973 til 1975. Bókin kom út í apríl á liðnu ári og er heiti hennar  „Saga baráttu og sigra í sjötíu ár". Bók Þorleifs er afar fróðleg og prýdd mörgum myndum. Ég hefði talið ákjósanlegt að nafnalisti væri aftast í bókinni, en tilvísanir, heimildir og myndaskrá eru hins vegar til fyrirmyndar.  Þá eru viðtölin við ýmsa fyrrverandi og núverandi forystumenn félagsins upplýsandi og gefa fyllri mynd af starfsemi SFR. Við lestur bókarinnar sakna ég þó þess að ekki sé getið um ...

13. Mars 2018

Jón Karl Stefánsson skrifar: VARĐANDI NEIKVĆĐA UMFJÖLLUN UM VANESSU BEELEY OG TIM ANDERSON

Eins og við mátti búast vakti fyrirlestur Vanessu Beeley ásamt útgáfu bókar Tim Andersons, Stríðið gegn Sýrlandi, sterk viðbrögð, bæði jákvæð og neikvæð. Einnig var viðbúið að viðbrögðin í neikvæðu áttina væru ekki efnisleg, heldur beint gegn persónum höfundar og þeirra sem buðu Vanessu til Íslands. Það er rétt að svara bæði þeirri gagnrýni sem komið hefur upp og einnig að lýsa stuttlega því sem kemur fram í bók Tims Andersons og einnig því sem ekki kemur fram þar, um tilgang útgáfunnar og þætti þýðenda í þessu öll saman. Bók Tims Andersons er mjög ítarleg, hvað heimildavinnu varðar. Þeir sem vilja ...

Slóđin mín:

Fjölmiđlar

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta