Beint á leiđarkerfi vefsins

Fjölmiđlar

1. Apríl 2003

Páll H. Hannesson skrifar: Trúverđugur fréttaflutningur?

Ólafur Sigurđsson fréttamađur Sjónvarpsins var međ frétt í sjónvarpinu í gćrkvöldi, mánudaginn 31. mars um Írak. Hófst fréttin á stađhćfingu um ađ áróđursstríđiđ vćri tapađ og hefđi öllum veriđ ţađ ljóst fyrirfram ađ svo fćri. Er hér um nokkuđ furđulega stađhćfingu ađ rćđa sem stenst enga skođun, enda ljóst ađ Bandaríkjamenn og fylgismenn ţeirra sem hófu styrjöldina ţykjast alla tíđ hafa haft góđan málsstađ ađ verja og hafa beitt áróđursmaskínu sinni af fullum ţunga og án ţess ađ siferđiskenndin hafi nokkuđ vafist fyrir ţeim. Ţeir sem ekki hafa samţykkt áróđurinn ţegjandi og hljóđalaust eru stimplađir samverkamenn Saddams Hussein í raun. Bandamenn ćtluđu sér ađ vinna áróđursstríđiđ ekki síđur en hernađinn í Írak og hafa ekki veriđ par hrifnir af mótmćlum almennings um allan heim enda ekki taliđ sig ţurfa ađ taka mikiđ tillit til ţeirra sjónarmiđa.  Fréttamađurinn er hér ađ réttlćta  tapađa stöđu árásarađila eftir á og reyna ađ gera ţeirra hlut betri en hann er. “Stríđiđ gengur samkvćmt áćtlun,” er kjarninn í stađhćfingunni. Er ţetta hlutlaus fréttamennska? Eđa hefur mál Peter Arnetts kannski orđiđ honum “víti til varnađar”?

Síđan heldur ţessi einn helsti fréttamađur RÚV í erlendum fréttum til margra ára áfram međ lítt dulbúinni fyrirlitningu á ţví fólki sem stendur í ţví ađ mótmćla stríđsrekstrinum og hefur međ ađgerđum sínum orđiđ til ţess ađ ofangreint áróđursstríđ vannst ekki međ ţeim auđvelda hćtti sem Bandaríkjamenn ćtluđu. “Fólk sem mótmćlti framferđi Serba og studdi loftárásir Nató á Júgóslavíu er nú ađ mótmćla stríđinu í Írak” “Fólk sem álasađi Sameinuđu ţjóđunum ađ stoppa ekki fjöldamorđin í Ruanda stendur nú í mótmćlum....”. Hvađ er fréttamađurinn ađ fara hér? Ađ mótmćlendur séu ekki sjálfum sér samkvćmir og fari ţví best á ţví ađ ţeir haldi kjafti? Ađ úr ţví ađ ţeir töldu ađ S.Ţ. hefđu átt ađ stöđva ţjóđarmorđ í Rúanda ađ ţá ...hvađ? Svar fréttamannsins kemur fram í niđurlagi setningarinnar sem hann botnađi eitthvađ á ţessa leiđ međ ţessari órökstuddu fullyrđingu: “... jafnvel ţó Saddam Hussein beri ábyrgđ á miklu fleiri mannslífum en morđingjarnir í Rúanda”  Sem sagt: Saddam er verri en ţjóđarmorđin í Rúanda ţar sem um einni milljón manna var slátrađ á örfáum vikum sökum ţess ađ ţeir voru ekki af sama ćttbálki og morđingjarnir. Ergo: Ţar sem fólk vildi ađ Sameinuđu ţjóđirnar stöđvuđu blóđbađiđ í Rúanda, ţá ćttu ţeir sem mótmćla stríđinu í Írak í raun ađ vera sammála stríđsađgerđum Bandaríkjamanna og “alţjóđasamfélagsins”. Niđurstađan er sem sagt aftur ađ mótmćlendur séu sjálfum sér ósamkvćmir í málflutningi og ađgerđum og ţví ekki trúverđugir. 

Fyrst fólk vildi stöđva blóđbađ í Afríku í gćr ţá á ţađ ađ vera sammála blóđbađi í Írak í dag. Ţađ ţarf auđvitađ sérstakan snilling til ţess ađ geta stillt málum upp međ ţessum hćtti og um leiđ ađ ćtlast til ţess ađ hann haldi andlitinu sem “fréttamađur” á “virtustu fréttastofu landsins” En ţá ber auđvitađ ađ taka tillit til ţess ađ mađurinn hefur margra ára reynslu í fréttaflutningi af ţessu tagi.

Sem blađamađur til margra ára og sem áhugamađur um fréttaflutning ţá ćtlast ég til ađ Fréttastofa sjónvarps bjóđi almenningi ekki upp á svona hlutdrćgan og ađ ţvi sem virđist međvitađ villandi fréttaflutning. Ef fréttamađurinn Ólafur Sigurđsson gerir sér ekki grein fyrir ţví hvernig “fréttir” hann er fćr um ađ flytja ţá ćtti faglegur metnađur og dómgreind samstarfsmanna hans ađ vera slík ađ lágmarki ađ ţetta mál verđi tekiđ til skođunar í ţeirra hópi á faglegum forsendum. Ef svona “fréttir” halda áfram ađ birtast er trúverđugleiki fréttastofunnar endanlega fokinn út um gluggann. Trúverđugleiki mótmćlenda stríđsins í Írak stendur hins vegar óhaggađur. 

Páll H. Hannesson blađamađur og félagsfrćđingur.

Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

22. Nóvember 2017

SPURT OG SVARAĐ UM VENEZUELA

Dyggir lesendur síðunnar bíða enn eftir útskýringu þess sem ,,skammast sín ekki fyrir að vera Sósíalisti" á stöðu mála í Venezuela. Eru núverandi hörmungar bara hola i veginum, eða hefur Viðskiptablaðið eitthvað til síns máls? http://www.vb.is/skodun/gjaldthrot-sosialismans-i-venesuela/142903/ ...
Arnar Sigurðsson
...

19. Nóvember 2017

UPPREISN ĆRU

Vinstri/Grænir vilja nú
vinina sína kæru.
Á Íhaldinu hafa trölla trú
og fá því uppreisn æru.
Pétur Hraunfjörð

 

16. Nóvember 2017

KLÓKT?

Þá eru þeir mættir, Gylfi frá ASÍ og Halldór Benjamin frá SA, yfir sig hrifnir af stöðugleikanum sem nú er boðaður á forsendum SALEK. Það þýðir að enginn má hækka í launum nema þeir  félagar samþykki. Sigurður Ingi, framsóknarmaður, sagði að það hafi verið "klókt" að fá þá á fund flokksformannanna sem nú eru að ganga frá stjórnarsáttmála sínum. Allt þetta er nú ekki klókara en svo að þessi málatilbúnaður hefur hrakið framkvæmdastjóra Starfsgeinasambandisns, Drífu Snædal, frá borði. Hef ég þó grun um að hún hafi ekki sagt sitt síðasta orð. Er það vel.
Jóhannes Gr. Jónsson 

15. Nóvember 2017

HVERJIR HRÓSA HAPPI?

Ýmsir geta nú hrósað happi yfir að fátt er um illa-smalanlega ketti í VG. En hverjir skyldu það vera sem hrósa happi yfir því? Almenningur eða Sjálfstæðisflokkurinn?
Jóel A.

13. Nóvember 2017

VILJANDI TÝNA TÖLU

Vinstri Grænir velja brátt
viljandi týna tölu.
Við Íhaldið þeir semja sátt
og enda á útsölu.


Nú er allt farið sem farið getur
fjandans Íhaldið áfram situr
Og mikið grætur nú gamli Pétur
gott er að vera eftir á vitur.
Pétur Hraunfjörð

11. Nóvember 2017

ÚTFÖRIN

Vinstri-Grænum fer nú frá
Þeir fóru yfir strikið.
Með Íhaldinu margir sjá
útför fyrir vikið.
Pétur Hraunfjörð

11. Nóvember 2017

HĆGRI STEFNA Í BOĐI VG?

Hvað er eiginlega að gerast í íslenskum stjórnmálum? Þarf fleiri Borgunarmál, áframhaldandi aðgang einkavæðingarsinna að stjórnsýslunni, meiri misskiptingu, meiri stóriðju, með öðrum orðum, meira af Sjálfstæðisflokknum - og allt þetta, HÆGRI STEFNA í boði VG? 
Jóhannes Gr. Jónsson

8. Nóvember 2017

SLEGINN

Vinstri-Grænir vilja nú
vera hægramegin.
Á þeim hafði trölla trú
töluvert er nú sleginn.
Pétur Hraunfjörð

28. Október 2017

LJÓĐMĆLI

Að kosningum komið er
kannski velurðu rétt.
En sitt sýnist hverjum hér
svo það verður ekki létt.
...
Pétur Hraunfjörð

28. Október 2017

MUNIĐ AĐ KJÓSA RÉTT

Í Panama hafa pokann geymt,
peningar og valdastétt.
Mörgu logið, margt er gleymt,
munið þó að kjósa rétt.
KáriBSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

12. Október 2017

Kári skrifar: FÁEIN ORĐ UM VEGTYLLUR, SKYNFĆRI OG MANNGREINAR-ÁLIT

Mannvirðingar meta best,
máta flokka, stöður þrá.
Til Himnaríkis heldur lest,
henni vilja margir ná.

Hugtakið "vegtylla" er skilgreint í íslenskri nútímamálsorðabók svona: "sýnileg upphefð, viðurkenning eða góð staða". Mikilvægt er að hafa þessa skilgreiningu á hreinu, enda sækjast margir eftir vegtyllum sem svo eru kallaðar. Eins og skilgreiningin ber með sér, má ljóst vera að "sýnileg upphefð" er einhvers konar "upphefð" sem maður, eða menn, sýnir öðrum manni eða mönnum. Þetta er með öðrum orðum ...

27. Júní 2017

Sveinn Elías Hansson skrifar: RÍKIĐ SKERĐIR RÉTTINDI ALDRAĐRA OG ÖRYRKJA, MEĐ EIGNUM RÍKISSJÓĐS

Þegar launamenn greiða hlut af launum sínum inn í lífeyrissjóði, sem þeir eru skyldugir að gera, þá er EKKI greiddur tekjuskattur af þessum greiðslum, þannig að ríkið á hluta af þessum greiðslum þegar þær eru greiddar út og þær eignir SKERÐA réttindi lífeyrisþega. Ríkið skerðir semsagt greiðslur til lífeyrisþega, með eignum sínum. Við getum tekið einfalt dæmi til að sýna fram á þetta ...

14. Júní 2017

Sveinn Ađalsteinsson skrifar: ŢEGAR DANIR KOMU ÍSLENDINGUM TIL HJÁLPAR OG REFSKÁKIN Í STJÓRNMÁLUM

Undirritaður skrifaði neðanskráðar hugleiðingar, eftir lestur smápistils Jónasar Kristjánssonar á vef- miðli hans. Þjóð sem er illa að sér í eigin sögu er illa á vegi stödd. Við sem komin eru yfir miðjan aldur voru alin upp við að lesa mjög þjóðernislega, einsleita og að hluta til ranga Íslandssögu Jónasar frá Hriflu. Mjög fáir Íslendingar hafa heyrt um það sem ég tæpi á hér að neðan, þ.e. að einasta „byltingin" sem gerð hefur verið íslensku þjóðinni til hagsbótar, stóðu danskir borgarar Kaupmannahafnar að í mars- mánuði 1786 ...

Slóđin mín:

Fjölmiđlar

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta