Beint á leiđarkerfi vefsins

Fjölmiđlar

30. Desember 2017

TÍMI ER SVIPSTUND EIN SEM ALDREI LÍĐUR

AE IV
Áramótin eru alltaf tilfinningaþrungin í mínum huga. Fram streyma minningar úr barnæsku þegar ég spurði móður mína hvort það væri rétt að gamla árið sem væri að kveðja kæmi aldrei aftur. Nei, það kemur aldrei aftur, sagði mamma. Þá fór ég að gráta af óútskýrðum trega og eftirsjá. En mamma huggaði mig og sagði að framundan væri rísandi dagur, senn færi sólin að hækka á lofti og svo kæmi vorið og sumarið í allri sinni dýrð. Lífið framundan væri dásamlegt.

En sumt kemur til baka. Þannig minnti Andrés Björnsson, fyrrverandi útvarpsstjóri, okkur á það í viðtali við Guðrúnu Guðlaugsdóttur í lesbók Morgunblaðsins í árslok 1996, að góð ljóð kæmu til baka eins og hann orðaði það. Og vissulega er það svo að með því að hlú að vermætum fyrri tíðar geta þau lifað um ókominn tíma.

Á viðtalið við Andrés rakst ég nánast fyrir tilviljun við leit að kvæðum eftir einn okkar allra mestu andans manna fyrr og síðar, Einar Benediktsson, skáld. Yfir jólin hafði ég hlustað á hljómdisk sem Ríkisútvarpið gaf út undir aldarlok með lestri Andrésar á ljóðum nokkurra höfuðskálda okkar. Þar á meðal er kvæðið Kvöld í Róm eftir Einar Benediktsson. Þetta er eitt uppáhaldsljóða minna, enda geymir það mikla speki og orðsnilld.

Í viðtalinu við Andrés Björnsson kemur fram að þetta var fyrsta kvæðið sem hann las í útvarp. Það var árið 1939. Þá hefur Andrés verið 22 ára gamall. Hann átti eftir að lesa mörg ljóð í útvarpið og verða einn ástsælasti upplesari þjóðarinnar, röddin þýð og góð, skilningurinn næmur enda sjálfur skáld.

Um tímann sem hverfur og einnig hinn sem varir er þarft að hugleiða og áramótin gott tilefefni til þess. Gott er þá að fá þá Andrés Björnsson og Einar Benediktsson til að örva slíka hugsun og færa hana á dýptina.

Viðtal Guðrúnar Guðlaugsdóttur við Andrés Björnssona í Lesbók Morgunblaðsins í desember, 1996.

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/304686/

Hér eru svo þrjú erindi úr ljóði Einars Benediktssonar, Kvöld í Róm. Einari verður tíminn að umhugsunarefni við heimsókn sína til Rómar:

Tíber sígur seint og hægt í Ægi,
seint og þungt með tímans göngulagi.
Lopt er kyrrt. Ei kvikar grein á baðmi. -
Kvöld með rauðri skikkju og bláum faldi.
- Sál mín berst til hafs í fljótsins faðmi.
Fyrir hug mér sveima liðnar tíðir;
svífa á borði elfar aldir, lýðir,
eins og sýning skuggamynda á tjaldi.

Og síðar í kvæðinu segir Einar:

Hugann grunar, hjartað finnur lögin.
Heilinn greinir skemmra en nemur taugin.
Heimsins vjel er knúð af einu afli,
einum segulvilja er kerfin bindur.
Sama vald, sem veldur sólna tafli,
veitir sjer í gegnum mannsins æðar.
Milli lægsta djúps og hæstu hæðar
heimssál ein af þáttum strengi vindur.

Og eftirfarandi er lokaerindið af alls tólf erindum:

Eilífð, eilífð, orð á mannsins tungu,
andans bæn við dauðasporin þungu,
þrá til lífs, til lífs í lægsta ormi,
ljósblik himnadags á kvöldsins hvarmi!
Rís þú friðland, stjörnudjúps af stormi,
ströndin þar sem sál vor allra bíður;
tími er svipstund ein sem aldrei líður,
algeims rúm, ein sjón, einn dýrðarbjarmi. -


Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

20. September 2018

HERĆFINGAR NATÓ MEĐ MEIRU

Herskipin nú hópast að
í heræfingum gellur.
Og flugvélar hér fylltu hlað
að sækja Kanamellur.
Pétur Hraunfjörð

16. September 2018

ŢARF AĐ TALA SKÝRAR UM PENINGAÖFLIN

Sæll Takk fyrir fundinn fyrr í dag (í gær). Verður hægt að nálgast glærurnar og upptöku af fundinum? ... Eitt sem mér fannst nokkuð einkennilegt var að mikið var talað um peningaöfl en samt ekki hver þau í raun væru í núverandi samfélagi. Orðin ferðaþjónustua og hótel voru lítið sem ekkert notuð. Það gæti enginn sagt að VG hefði gert neitt nema að beygja sig niður fyrir þeim öflum á kostnað íbúa borgar og lands. Líf dásamar airbnb og heldur áfram núverandi meirihluta. Katrín talar á móti skattalagabreytingum því hún vinni gegn minni félögum. SJS gerir lítið út umhverfisáhrifum ferðaþjónustunnar ...
Daníel Þór

12. September 2018

ŢEGAR JÓAKIM VON AND FĆR VÖLDIN

Þakka þér fyrir að standa fyrir fundi um braskavæðingu borgarinnar. Ég hvet sem flesta að leggja leið sína í Efstaleitið og verða vitni að því sem þar er að gerast. Í stað opins fallegs svæðis þar sem Útvarpshúsið naut sín vel er nú komin mini-Manhattan nema að á Manhattan hefði þetta aldrei verið leyft! Vísa ég þar í Central Park sem ...
Jóel A.  

12. September 2018

HAG-FRĆĐINGAR TIL LIĐS VIĐ SA

Kjararáðið kepptist við,
k
aupið hækka toppa.
Fjögur prósent fáið þið,
flóðið viljum stoppa.
Kári

23. Ágúst 2018

MEIRIPOKA-MENN HANNESAR

Meiri pokann margur vó,
Mammons trú þeir játa.
Í minni pokann mega þó,
menn við dauða láta.
Kári

21. Júlí 2018

TIL HAMINGJU!

Nú sjötugur ´ann segist vera
og sennilega er rétt
En ellina mega ýmsir bera
Ögmundur gerir það létt.
...
Pétur Hraunfjörð

19. Júlí 2018

Á AFMĆLISDEGI ÖGMUNDAR

Árin jarðnesk aldrei tel,
endar víst með tapi.
Innri maður yngist vel,
oft að sama skapi.
Kári

15. Júlí 2018

HUGSAĐ TIL VINAR

Brátt áratugina sérðu sjö
samt gefurðu lítið eftir
Ævikvöld eignist eflaust tvö
Þar ekkert ykkur heftir!!
...
Pétur Hraunfjörð

21. Júní 2018

NÚ ÁHUGI MINN ALLUR FÓR

Nú áhugi minn allur fór
er af leið var haldið
Katrín valdi auðvalds-kór
og kaus Íhaldið.
...
Pétur Hraunfjörð

17. Júní 2018

Í FRAMHALDI AF OLÍFUVIĐAR-GREIN

Í framhaldi af grein þinni um Ólífuviðargrein þá er vert að rifja upp ferð Apolli 11 til tunglsins í júlí 1969. Merki ferðarinnar (Mission Emblem) var hannað af geimförunum sjálfum. Þeir komu upp með þá hugmynd að nota ameríska örninn og tunglferjan sjálf var kölluð "Eagle". Í lokafasa hönnunarferlisinu þótti geimförunum útlit arnarins vera of ...
Sveinn V. Ólafsson


BSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

3. Júlí 2018

Kári skrifar: ŢJÓĐAREIGN OG KVÓTAKERFI Í LJÓSI SAMKEPPNIS-RÉTTAR

... Löggjafinn, Alþingi, er hins vegar rígbundinn margskonar hagsmunaöflum sem í raun stjórna ferðinni og því ekki við miklu að búast úr þeirri áttinni. Umræða um „hag­ræðingu" kemur fyrir lítið, eigi menn ekki það sem hagræðingin snertir. Með öðrum orðum; eignarréttur íslensku þjóðarinnar var hafður að engu. Þjóðareign varð að „þjófaeign". Það er kjarni málsins. Hið svokallaða „framsal" er því lögleysa frá upphafi þegar af þeirri ástæðu. Þar að auki hefur íslenska þjóðin notið í litlu meintrar hag­ræðingar sem hefur að stærstum hluta endað í vösum braskara og hluthafa útgerðarfyrirtækja ...

10. Apríl 2018

Hrafn Magnússon skrifar: LEIFTURSÓKN FRÁ HĆGRI

Fyrir nokkru las ég bók Þorleifs Óskarssonar, sagnfræðings, um SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu. Félagið hét reyndar SFR, starfsmannafélag ríkisstofnana, þegar ég gegndi framkvæmdastjórastörfum fyrir félagið á árunum 1973 til 1975. Bókin kom út í apríl á liðnu ári og er heiti hennar  „Saga baráttu og sigra í sjötíu ár". Bók Þorleifs er afar fróðleg og prýdd mörgum myndum. Ég hefði talið ákjósanlegt að nafnalisti væri aftast í bókinni, en tilvísanir, heimildir og myndaskrá eru hins vegar til fyrirmyndar.  Þá eru viðtölin við ýmsa fyrrverandi og núverandi forystumenn félagsins upplýsandi og gefa fyllri mynd af starfsemi SFR. Við lestur bókarinnar sakna ég þó þess að ekki sé getið um ...

13. Mars 2018

Jón Karl Stefánsson skrifar: VARĐANDI NEIKVĆĐA UMFJÖLLUN UM VANESSU BEELEY OG TIM ANDERSON

Eins og við mátti búast vakti fyrirlestur Vanessu Beeley ásamt útgáfu bókar Tim Andersons, Stríðið gegn Sýrlandi, sterk viðbrögð, bæði jákvæð og neikvæð. Einnig var viðbúið að viðbrögðin í neikvæðu áttina væru ekki efnisleg, heldur beint gegn persónum höfundar og þeirra sem buðu Vanessu til Íslands. Það er rétt að svara bæði þeirri gagnrýni sem komið hefur upp og einnig að lýsa stuttlega því sem kemur fram í bók Tims Andersons og einnig því sem ekki kemur fram þar, um tilgang útgáfunnar og þætti þýðenda í þessu öll saman. Bók Tims Andersons er mjög ítarleg, hvað heimildavinnu varðar. Þeir sem vilja ...

Slóđin mín:

Fjölmiđlar

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta