AÐ HRUNI KOMINN 2003
Ég var að hlusta á Útvarp Sögu í morgun þar sem þið Guðjón
Ólafur Jónsson, varaþingmaður Framsóknarflokksins, ræddust við.
Þetta var ágæt umræða og hin rólegasta þar til undir lokin, að
kosningabaráttuna sl. vor bar á góma. Ég er hjartanlega sammála því
sem þú sagðir að það er kraftaverki næst hvernig...
Sunna Sara
Lesa meira
Það hefur verið vitað allt frá því Búnaðarbankinn var seldur að
bankastjórastóll væri ætlaður Guðmundi Haukssyni. En fyrst væri
rétt að brjóta sparisjóðakerfið niður og ná tökum á SPRON sem hefur
í viðskiptum marga og öfluga einstaklinga og félög. Eining hafði
skapast í stjórn SPRON um ráðahaginn og stofnfjárfestar undu vel
hag sínum því vel var boðið. Nú hefur komið upp einhver titringur
meðal stofnfjárfesta...
Bjarni
Lesa meira
Ég horfði á ykkur Pétur Blöndal takast á um SPRON málið á Stöð
tvö í gærkvöldi. Þetta samtal hefur verið talsvert í umræðu manna á
meðal í dag. Þarna varstu að ræða við mann sem sjálfur hefur
hagsmuna að gæta því eftir því sem ég best veit er hann
stofnfjáreigandi og kemur til með að hagnast um verulegar
fjárupphæðir ef þessi sala verður að veruleika. Nú vill svo til að
ég þekki svolítið til...
Hafsteinn Orri
Lesa meira
Meintur Íslandsmethafi í skattsvikum, Jón Ólafsson fyrrverandi
Skífuþeytara og eigandi Norðurljósanna, hefur nú höfðað mál gegn
Davíð Oddssyni forsætisráðherra. Eina sem Davíð hefur unnið sér til
saka var að láta í ljósi þá sjálfsögðu skoðun sína, og túlkaði hann
þar vafalaust viðhorf meirihluta þjóðarinnar, að kaup Jóns í Bónus
í félagi, amk. að því er virðist, við Kaupþing-Búnaðarbanka á
meintum eignum Jóns bæri brag af verslun með þýfi...
Þjóðólfur.
Lesa meira
Sæll Ögmundur og takk fyrir fremur málefnalega framkomu í
stjórnmálum. Ertu ekki sammála mér í því að eftirlaunafrumvarpið sé
efnislega skylt tveim öðrum "hasarmálum" þ.e. Búnaðarb.kaupþings
látunum og öryrkjafrumvarpinu?: A) Búnaðarb.kaupþ.menn voru að
tryggja sér...
Bjarni G. Bjarnason
Lesa meira
Er Steingrímur J í felum?
Anna Fr. Jóh.
Sæl Anna. Þetta er stutt og skorinorð spurning. Svarið er
neitandi...
Lesa meira
Ég hef lengi undrast það viðhorf margra að það eigi að vera
einhvers konar lögmál að sumar stéttir eigi að hafa betri kjör en
aðrar. ..
Valdimar
Lesa meira
Ég fylgdist með því á BBC á sunnudaginn þegar ódámurinn og
hrakmennið Saddam Hussein gekkst undir ítarlega athugun sérfræðinga
eftir að hafa verið gómaður. Ég er ekki sleipur í dönskunni en
þykist þó hafa skilið að á honum hafi hvorki fundist kjarnorkuvopn
né efnavopn og var þó leitað bæði í hári og skeggi og eins í munni
og vafalaust ...
Varði Straumfjörð
Lesa meira
Sæll Ögmundur. Ég er skoðanabróðir þinn í flestu og hef lengi
verið glaður að hafa mann eins og þig á þingi að berjast fyrir
okkur öll. Ég er með spurningu varðandi þetta blessaða
eftirlaunafrumvarp. Hver er þýðingin á bakvið það að mótmæla
opinberlega frumvarpi en sitja hjá í atkvæðagreiðslu á sama tíma ?
Maður hefði haldið...
Sveinn
Lesa meira
Þrándi hefur löngum skilist að í orðinu þingfararkaup fælist að
þingmenn fengju kaup fyrir að fara á þing og vera þar að
ljöggjafarstörfum. Nú er aftur á móti komið upp nýtt fyrirbrigði
sem vert er að gefa gaum að. Forsætisnefnd Alþingis hefur sem sé
lagt fram frumvarp til laga um kaup ráðherra þegar þeir eru farnir
af þingi og teknir að sinna öðrum áhugamálum en að stjórna landinu.
Forseti þingsins hefur sagt að ein helsta röksemdin fyrir
frumvarpinu sé sú að...
Þrándur
Lesa meira
Hér yfirstéttin er ávalt hyllt
og hafin upp til skýja
Landið er orðið lúið og spillt
líklega best að flýja.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Spilltir leika landann illa
mútuveröld lifum í
Tortóla banka-bækur fylla
og Bjarni er líka í því.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Það sinnir ekki þjóðarvakt,
það við skulum muna.
Alþingi gengur alveg í takt,
við íslensku mafíuna.
...
Kári
Lesa meira
Borgaryfirvöld eru orðin ansi hreint verseruð í að svíkja borgarbúa í flugvallarmálinu og mér sýnist Sigurður Ingi vera að slípast til. Hann var bara sæll á fundinum með Degi, sagðist fara að vilja “sérfræðinga”, skítt með vilja borgarbúa.
Jóel A.
Lesa meira
Andrés stóð þar utangátta
allir höfuðið hrista.
Lengi við krata leitaði sátta
lítur nú til Sósíalista.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Já alveg er ég orðinn bit
Því ekkert Kötu gengur
Stefnir því í stjórnarslit
ekki starfhæf lengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Björgólfur með barnslegt hjarta
blygðunarleysi vill aumu skarta
Þorstein vill verja
mútur burt sverja
og spillingu búa framtíð bjarta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þvætti kemst á þurrt í Sviss,
þangað svo flytur í pokum.
Ákærir sjálfan þig sigurviss,
sækir og dæmir að lokum.
Kári
Lesa meira
Samherji þjálfar svika gengi
sárt bítur hungruð lús
þetta höfum við vitað lengi
vandinn er kominn í hús.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Græðgiskarlar geta flátt,
gaukað mútum sléttum.
Uppskiptingin endar brátt,
í öðrum glæpafléttum.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum