AÐ HRUNI KOMINN 2003
Ég var að hlusta á Útvarp Sögu í morgun þar sem þið Guðjón
Ólafur Jónsson, varaþingmaður Framsóknarflokksins, ræddust við.
Þetta var ágæt umræða og hin rólegasta þar til undir lokin, að
kosningabaráttuna sl. vor bar á góma. Ég er hjartanlega sammála því
sem þú sagðir að það er kraftaverki næst hvernig...
Sunna Sara
Lesa meira
Það hefur verið vitað allt frá því Búnaðarbankinn var seldur að
bankastjórastóll væri ætlaður Guðmundi Haukssyni. En fyrst væri
rétt að brjóta sparisjóðakerfið niður og ná tökum á SPRON sem hefur
í viðskiptum marga og öfluga einstaklinga og félög. Eining hafði
skapast í stjórn SPRON um ráðahaginn og stofnfjárfestar undu vel
hag sínum því vel var boðið. Nú hefur komið upp einhver titringur
meðal stofnfjárfesta...
Bjarni
Lesa meira
Ég horfði á ykkur Pétur Blöndal takast á um SPRON málið á Stöð
tvö í gærkvöldi. Þetta samtal hefur verið talsvert í umræðu manna á
meðal í dag. Þarna varstu að ræða við mann sem sjálfur hefur
hagsmuna að gæta því eftir því sem ég best veit er hann
stofnfjáreigandi og kemur til með að hagnast um verulegar
fjárupphæðir ef þessi sala verður að veruleika. Nú vill svo til að
ég þekki svolítið til...
Hafsteinn Orri
Lesa meira
Meintur Íslandsmethafi í skattsvikum, Jón Ólafsson fyrrverandi
Skífuþeytara og eigandi Norðurljósanna, hefur nú höfðað mál gegn
Davíð Oddssyni forsætisráðherra. Eina sem Davíð hefur unnið sér til
saka var að láta í ljósi þá sjálfsögðu skoðun sína, og túlkaði hann
þar vafalaust viðhorf meirihluta þjóðarinnar, að kaup Jóns í Bónus
í félagi, amk. að því er virðist, við Kaupþing-Búnaðarbanka á
meintum eignum Jóns bæri brag af verslun með þýfi...
Þjóðólfur.
Lesa meira
Sæll Ögmundur og takk fyrir fremur málefnalega framkomu í
stjórnmálum. Ertu ekki sammála mér í því að eftirlaunafrumvarpið sé
efnislega skylt tveim öðrum "hasarmálum" þ.e. Búnaðarb.kaupþings
látunum og öryrkjafrumvarpinu?: A) Búnaðarb.kaupþ.menn voru að
tryggja sér...
Bjarni G. Bjarnason
Lesa meira
Er Steingrímur J í felum?
Anna Fr. Jóh.
Sæl Anna. Þetta er stutt og skorinorð spurning. Svarið er
neitandi...
Lesa meira
Ég hef lengi undrast það viðhorf margra að það eigi að vera
einhvers konar lögmál að sumar stéttir eigi að hafa betri kjör en
aðrar. ..
Valdimar
Lesa meira
Ég fylgdist með því á BBC á sunnudaginn þegar ódámurinn og
hrakmennið Saddam Hussein gekkst undir ítarlega athugun sérfræðinga
eftir að hafa verið gómaður. Ég er ekki sleipur í dönskunni en
þykist þó hafa skilið að á honum hafi hvorki fundist kjarnorkuvopn
né efnavopn og var þó leitað bæði í hári og skeggi og eins í munni
og vafalaust ...
Varði Straumfjörð
Lesa meira
Sæll Ögmundur. Ég er skoðanabróðir þinn í flestu og hef lengi
verið glaður að hafa mann eins og þig á þingi að berjast fyrir
okkur öll. Ég er með spurningu varðandi þetta blessaða
eftirlaunafrumvarp. Hver er þýðingin á bakvið það að mótmæla
opinberlega frumvarpi en sitja hjá í atkvæðagreiðslu á sama tíma ?
Maður hefði haldið...
Sveinn
Lesa meira
Þrándi hefur löngum skilist að í orðinu þingfararkaup fælist að
þingmenn fengju kaup fyrir að fara á þing og vera þar að
ljöggjafarstörfum. Nú er aftur á móti komið upp nýtt fyrirbrigði
sem vert er að gefa gaum að. Forsætisnefnd Alþingis hefur sem sé
lagt fram frumvarp til laga um kaup ráðherra þegar þeir eru farnir
af þingi og teknir að sinna öðrum áhugamálum en að stjórna landinu.
Forseti þingsins hefur sagt að ein helsta röksemdin fyrir
frumvarpinu sé sú að...
Þrándur
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum