Fara í efni

Frelsarar verða drottnarar

Nýjasta nýtt frá Írak er að frelsurunum sem sögðust vera að frelsa kúgaða Íraka og boða þeim lýðræði og mundu síðan hverfa til síns heima hefur nú snúist hugur - þó marga kunnuga hafi alltaf grunað að ætlanir innrásaraðilana hafi aldrei verið jafn göfugar og þeir reyndu að ljúga til um.

Í stað þess að vera frelsarar þá er hugmyndin að gerast langvarandi kúgarar og arðræningjar og í því skyni, samkvæmt fréttum, ætla þeir að setja upp fjórar meiriháttar og fastar herstöðvar í Írak og sjá um að "rétt stjórnarfar" verði viðhaft í landinu!

Almenningur í Írak hefur mótmælt þessu með öllu því andófi sem hungrað, bugað og kvalið fólk getur beitt, en mætir aðeins hörku og meira hungri, kúgun og drápum.  ÖLL nærliggjandi lönd (sem og nánast heimsbyggðin öll) hafa harðlega mótmælt fyrirætlun Bandaríkjanna. Þau lönd sem veittu Bandaríkjunum aðstoð við innrásina í Írak hafa minnt alheim á að Bandaríkin lofuðu að hverfa frá Írak strax og Sadam hafi verið komið frá völdum og þá að láta Íraka sjálfa velja sér "lýðræðislega" stjórnarhætti.

Auðvitað er þessum blekktu, þrælspilltu vitleysingum bent á hversu auðtrúa og miklir kjánar þeir séu og þeir minntir á að Bandaríkin hafi hersetu í yfir hundrað þjóðfélögum heims og að þráseta þeirra sé annáluð. Enda segja þjóðfélagsfræðingar að það yrði bylting innan skamms tíma í Bandaríkjunum ef allir herir þeirra yrðu reknir heim til sín af erlendum þjóðum. Þetta hersetukerfi hentar Bandaríkjunum til að breiða út áróður sinn og hafa áhrif á viðkomandi þjóðfélög og þegna þeirra. Og allstaðar er að finna auðkeypta bandamenn!

Það hefur komið í ljós að hið eina sem innrásarherirnir forðuðust að sprengja og eyðileggja í Írak voru olíu- og gasvinnsluverin og lindirnar sem og bygging olíuráðuneytisins í Baghdad. 

Þannig virðast "frelsararnir" hafa snúist "allt í einu" í að verða drottnarar og arðræningjar. Til þess að viðhalda drottnun sinni þarf auðvitað að kaupa vini og bandamenn og kúga þá sem ekki láta að stjórn.  Þessi hildarleikur er ekkert spánýtt fyrirbæri. Bandaríkin tóku við honum af Englendingum og hafa stórbætt virkni hans með nýtísku tækni, í móðu hótanna, múta, áróðurs og lyga!

Nú er spurningin hvenær alheimur vaknar og tekur höndum saman um að verjast yfirgangi þessa ófagnaðar, sníkjudýra og smitbera menningardauða?  Hvenær munu heiðvirðar þjóðir sem vilja þróast á eigin menningargrunni reka þennan óþverra af höndum sér?  Og hvenær mun þessi sálsjúka þjóð sem öllu vill ráða og alla kúga sjá að sér og taka til höndum og betrumbæta og rækta sitt eigið þjóðfélag sem er fársjúkt af ægilegum þjóðfélagslegum krankleika?  Það sést ekki síst í glæpamennsku allt frá þeim lægstu í þjóðfélaginu til þeirra æðstu, ásamt "krónískri" peningatilbeiðslu og þar af leiðandi skertri og brenglaðri réttlætiskennd og lýðræði sem bandarísku þjóðfélagsfeðurnir báru í hjörtum sínum og ætluðu niðjum sínum. Þessi þjóðfélagslega rotnun og glæpahneigð lýsir sér tilfinnanlega í utanríkisstefnu og hermálastefnu Bandaríkjanna!

Við Íslendingar eigum að horfa í eigin barm og á eigin tilveruhagsmuni og losa þjóðina við hina löngu og skammarlegu hersetu í landinu - nú þegar!!!

Helgi G. Helgason