Hættan er frá hægri

Fram kom nú nýverið fyrirspurn um slagorð fyrir VG. Hvernig væri að að taka upp um 30 ára gamalt slagorð frá íhaldinu, Varist vinstri slysin, bæta við það og segja: Hættan er frá hægri, vörum okkur á íhaldsstjórnum. Rökstuðningur: Þær halda uppi réttargæslu þeirra ríku og fyrirtækjanna. Þær hunsa rétt íslensku þjóðarinnar að taka sjálf ákvarðanir í mikilsverðum málefnum. Við viljum virkt lýðræði þar sem sjálfsákvörðunarréttur þjóðarinnar er virtur. Baráttukveðjur: Niður með ríkisstjórnina sem dregur okkur inn í stríðsátök og sýnir umdeildum alþjóðafyrirtækjum aðgang að eyðileggingu á íslenskri náttúru.
Guðjón Jensson

Heill og sæll Guðjón. Ég er sammála hverju orði þínu - eins og oft áður.

Kveðja,Ögmundur

 

Fréttabréf