Kjördæmin ákveða hvernig valið er á lista

Mig langar að spyrja þig og alla sem eru í flokknum, hvernig veljið þið á listann? Er prófkjör eða hvernig gerið þið þetta. Ég er að vinna verkefni í skólanum mínum og finn ekki svarið á heimasíðunni ykkar.
Nemandi

Ákveðið er í hverju kjördæmi um sig hvernig valið er á framboðslistana hjá Vinstrihreyfingunni grænu framboði. Hvert kjördæmi ákveður hvort efnt er til prófkjörs, stillt upp af uppstillingarnefnd eða farin einhver millileið. Að þessu sinni var þó alls staðar hafður sami háttur á hjá VG. Valin var uppstillingarnefnd ýmist af stjórn kjördæmafélaganna eða af félagsfundi. Hið síðara var gert í Reykjavík.Uppstillingarnefndin gerði síðan tillögu um uppröðun á listann en að því búnu var listinn borinn undir opinn félagsfund. Þetta þýðir ekki að við höfnum prófkjörum eða annars konar fyrirkomulagi við val á framboðslista í framtíðinni.

Kveðja, Ögmundur

Fréttabréf