Pólar í pólitík

Sæll Ögmundur, Mér finnst gaman að fylgjast með síðunni þinni. Mig langar að spyrja þig um eitt. Steingrímur J. Sigfússon sagði í þætti sem ég horfði á, að VG ætti sér engan höfuðandstæðing. Hann endurtók þetta svo aftur. Ég hafði hins vegar alltaf litið svo á að höfuðandstæðingur VG væri Sjálfstæðisflokkurinn. Er það ekki rétt munað hjá mér að þú hefur oftar en einu sinni sagt opinberlega að Sjálfstæðisflokkurinn væri höfuðandstæðingur þíns ágæta flokks? Ég ætla rétt að vona að þú hafir ekki skipt um skoðun á því.
Bestu kveðjur, Þinn gamli baráttufélagi í mörgum góðum slagnum, Magnús H. Skarphéðinsson

Heill og sæll Magnús.

Alltaf er gott að heyra frá þér og ég þakka þér fyrir vinsamleg ummæli um síðuna mína. Ekki sá ég umræddan þátt. Ég held að við séum alveg sammála um það við Steingrímur J. Sigfússon að við lítum svo á að pólarnir í íslenskri pólitík séu Sjálfstæðisflokkur og VG. Þar svíkur minni þitt ekki og get ég alveg fullvissað þíg um að ég er enn við sama heygarðshornið varðandi stjórnamyndunarrhugmyndir og ég hef verið. En gaman væri að heyra oftar frá þér Magnús. Gangi þer allt í haginn!

Kveðja,Ögmundur

 

Fréttabréf