Sveinn Rúnar Hauksson vekur athygli á Kvífu

Kvífa er hún kölluð eftir framburði, írska hetjan Caoimhe Butterly, sem lifði af skotárás Ísraelshers í Jenin er hún var að bjarga börnum úr skothríðinni. Þeir miðuðu á hana og skutu í læri, hlutverkaskipti urðu og börnin björguðu henni, drógu hana úr skotlínunni og henni var bjargað á sjúkrahúsið í Jenin þar sem hún lá lengi medan hun var að jafna sig. Ísraelar náðu henni svo og vísuðu henni úr landi. Þetta var s.l. haust um hálfu ári eftir að við höfðum hist á heimili dr. AbuHija í flóttamannabúðunum í Jenin, nánar tiltekið 19. apríl 2002. Nú er hún komin í lið friðarsinna í Írak og er einn af skríbentum Electronic Iraq

http://electronicIraq.net/news/750.shtml  

srh 

Fréttabréf