Skattahækkun eða niðurskurð?

Þeir Björn Bjarnason og Einar Karl Haraldsson og aðrir talsmenn þess að komið verði á fót íslenskum her, verða að gera grein fyrir því hvernig þeir ætla að fjármagna vígvæðinguna. Einar Karl hefur sagt að vissulega myndu hernaðarútgjöld þrengja að öðrum kostum. En eins og margir félagar hans í Samfylkingunni fyrir kosningar (að ógleymdum framsóknarmönnunum) reynir hann að fara auðveldu leiðina og segja að nýir peningar komi til sögunnar með stóriðjunni. Þá megi nota í herinn. Ég efast um að það sé rétt að stóriðjan færi okkur hagsæld en jafnvel þótt svo væri, þá stóð ég í þeirri trú að víða í velferðarþjónustunni veitti ekki af meira fjármagni. Og þangað vil ég að öllum peningum sem þjóðin hefur sameiginlega til ráðstöðfunar verði beint en ekki í hernaðarútgjöld. Björn og Einar Karl, þið eigið eftir að botna ykkar mál, hvort viljið þið skattalækkun eða niðurskurð? Arnfríður    

Fréttabréf