Um fínafólksdekur og gægjugöt

Sæll Ögmundur
Ég er hjartanlega sammála pistli þínum frá 9.júlí, Sjálfsvirðing í húfi.  Þetta endalausa fínafólksdekur er vægast sagt hvimleitt í fjölmiðlunum auk þess sem ég er sammála þér að þetta er ekkert saklaust. Þetta er til þess fallið að upphefja hóp af fólki á forsendum embætta, valda eða peninga. Þetta býr ekki aðeins til gerviheima heldur hlutar þetta þjóðina raunverulega í sundur og stuðlar að óæskilegu samskiptaformi í þjóðfélaginu einsog þú bendir á. Fyrir hógvært fólk sem trónir á toppunum í þjóðfélaginu hlýtur þessi gægjugatafréttamennska einnig að vera mjög hvimleið. Einnig er ég sammála þér um að láta fræga erlenda gesti í friði. Ég man eftir því að þú skrifaðir grein um þetta einhvern tímann í Moggann í tilefni af komu Pauls McCartneys hingað til lands, eða er ekki svo? Semsagt: Sammála.
Kveðja, Brynhildur

Sæl Brynhildur.
Þakka þér fyrir bréfið. Gott er að heyra að við skulum vera sammála. Þú spyrð um grein sem ég hafi skrifað í tilefni af komu Pauls McCartneys hingað til lands. Hún birtist í júlí árið 2000 og er reyndar aðgengileg hér á síðunni: http://www.ogmundur.is/news.asp?ID=658&type=one&news_id=847&menuid=
Kveðja,Ögmundur

Fréttabréf