AÐ HRUNI KOMINN Ágúst 2003
Ævinlega blessaður Ögmundur minn.
Þú gefur í skyn að það sé eitthvað sambærilegt að vera í Krossinum og Sjálfstæðisflokknum. Þessu mótmæli ég enda þekki ég báða þessa hópa af eigin raun og veit að það er miklu, miklu skemmtilegra að vera í Sjálfstæðisflokknum. Kemur þar margt til...
Björn Guðlaugur
Lesa meira
Ég hef fylgst með vandræðagangi Banaríkjamanna vegna
rafmagnsleysis þar vestra. Augljóst er að þar er verið að reka
kerfi á fullum afköstum og gott betur. Flestar veitur eru
einkareknar og einungis hugsað að mjólka sem mest út úr þeim handa
eigendum. Peningar til uppbyggingar er skornir við nögl. Þannig að
þegar ein lína eða stöð dettur út, hrinur allt kerfið. Langan tíma
tekur að koma á rafmagni að nýju, bæði vegna fjölda veitna,
ágreinings og yfirálags á kerfinu. Er þetta ekki eitthvað til að
læra af fyrir okkur Íslendinga? Eru nýju raforkulögin ekki orðin
úrelt áður en þau taka gildi?...
Rúnar Sveinbjörnsson
Lesa meira
Sæll Ögmundur
Ég var að lesa pistilinn þinn frá 22/8, Einsog í
Krossinum, um krossmenn samtímans. Við lesturinn varð
ég svo innblásinn að ég lagfærði aðeins einn gamlan sálm svo hann
hæfði betur stað og stund...
Kveðja,Eiríkur
Lesa meira
Mér hefur alltaf þótt sem sumir landar mínir festist í
smáatriðum í stað þess að horfa á heildarmyndina. Þessi veikleiki
birtist einkar vel í fjaðrafokinu núna um nýskipaðan
hæstaréttardómara, Ólaf Börk Þorvaldsson. Fáeinir óbilgjarnir menn
einblína á þá tilviljun að Ólafur er systursonur forsætisráðherra -
telja sem sagt að það komi ráðningunni eitthvað við og að þessi
skyldleiki geti jafnvel sett eitthvert kusk á þrískiptan
valdaflibba okkar ágæta þjóðfélags...
Með kveðju,
Jón Bisness
Lesa meira
Landsvirkjun hefur staðið fyrir ötulu sýningarhaldi á starfsemi
sinni á undanförnum árum og einnig gert vel við myndlistarmenn
þjóðarinnar með því að skapa þeim sýngaraðstöðu í stöðvarhúsum
sínum. Tugþúsundir landsmanna hafa notið framtaks Landsvirkjunar,
fræðslu, listrænna viðburða og veitinga. Nýjasta kynningarframtak
fyrirtækisins er í Végarði í Fljótsdal en þar hefur það komið á fót
þrívíddarsýningu um fyrirhugaða Kárahnjúkavirkjun. Allt er þetta
gott og gilt og vona ég að Landsvirkjun haldi ótrauð áfram í
kynningarstarfsemi sinni og sýningarhaldi fyrir landsmenn. Vel væri
til að mynda þegin sýning á...
Þjóðólfur
Lesa meira
Ég fylgdist með kastljósi Sjónvarpsins í gærkvöldi þar sem
Hr. cand. jur. Davíð Oddsson forsætisráðherra var
spurður spjörunum úr um öryggismál þjóðarinnar. Hann sagði frá
samtali sínu við þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjaforseta,
dr. Condoleezzu Rice, enda var það höfuðatriði
málsins í hans huga. Símleiðis og í eigin persónu hafði hún
fullvissað forsætisráðherra um að hann gæti sofið rólegur næstu
mánuðina...
Með bestu kveðju,
Þjóðólfur
Lesa meira
Ég leyfi mér að gagnrýna fjölmiðlana fyrir að taka í mál að
hlusta á kröfur Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar um að
mæta aðeins einir í viðtöl. Það er augljóst að þeir treysta sér
ekki til að mæta andstæðingum sínum í pólitíkinni. Ef þeir halda
áfram að gera þessar kröfur þá væri nær að hætta að láta þá mæta í
Kastljós, senda þá bara til Gísla Marteins. Þar geta þeir barið sér
á brjóst og fengið að hlæja og brosa. Jafnvel taka lagið...
Hafsteinn Orri
Lesa meira
Sæll Ögmundur.
Spurnig um verðsamráð olíufélaganna. Hef ég rétt á því að kæra
olíufélögin vegna verðsamráðsins? Ég hef ekið um 300.000 kílómetra
síðan lög um verðsamráð voru samþykkt árið 1993? Einnig varðandi
skýringar ríkislögregæustjóra. Hefur hann dómsvald? Hvað á hann við
þegar hann segir að það sé ekki hægt að dæma mann tvisvar fyrir
sama glæpinn ? Var einhver að biðja hann um að dæma í málinu?
Kveðja, Andrés Kristjánsson
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum