Halldór ekki í mínu nafni

Ég ætla ekki að lýsa því hvað ég var ánægð að heyra orðaskipti ykkar Halldórs Ásgrímssonar í þinginu á mánudag. Ég er búin að fá yfir mig nóg af málflutningi hans þar sem hann leggur að jöfnu gjörðir Ísraels og Palestínumanna. Þess vegna fannst mér gott að heyra þín orð. Ekki er saman að jafna vel vopnum búnu hernámsliðinu annars vegar, og hins vegar Palestínumönnum, örsnauðum og vanbúnum til allra verka, sem auk þess hafa verið girtir af innan gaddavírsgirðinga! Það er alveg hárrétt hjá þér að Halldór Ásgrímsson heldur uppi nákvæmlega sama málflutningi og þeir Sharon og Bush: Ef Palestínumönnum tekst ekki að halda aftur af hópum úr eigin röðum, sem berjast gegn hernámi Ísraels, þá er ekki hægt að ætlast til neins af hálfu Ísraelsstjórnar. Hefur maðurinn ekki kynnt sér söguna og fylgist hann virkilega ekki með atburðarásinni í Palestínu? Halldór Ásgrímsson er utanríkisráðherra Íslands og hann getur ekki leyft sér að tala á þennan hátt. Alla vega vil ég ekki láta tala svona fyrir mína hönd.
Kveðja,
Hafdís

Fréttabréf