Hver er þín ábyrgð?

Ég var að lesa grein þína um "Vörukynningur Samlífs." Það vakti furðu mína ekki síður en þína hve stórt hlutfall þjóðarinnar sér sig knúið til að kaupa sér sérstaka sjúkratryggingu. Ég sem hélt að við byggjum við eitt besta tryggingakerfi í heimi. Hve mikla ábyrgð berð þú á þessu ástandi? Hver er réttur einstaklinga til sjúkradagpeninga hér á landi í dag? Liðlega 700 kr. utan sjúkrahúss, hver treystir sér til að lifa á þeim? Sjúkradagpeninga og atvinnufleysisbætur verður að tekjutengja, að öðrum kosti flyst þetta allt yfir til Samlífs eða annarra skyldra aðila.
Með vinarkveðju,
Gunnar G.

Heill og sæll góði vinur.
Nú vill svo til að ég þekki þína hugsun mjög vel og get tekið undir hana að öllu leyti hvað varðar markmiðin. Ég veit að hið sama vakir fyrir okkur báðum, þ.e.a s. að tryggja öllum mannsæmandi kjör. En það sem truflar mig varðandi tekjutengdar atvinnuleysibætur er sú straðreynd að tekjulægsta fólkið er ekkert síður en hinir tekjuhærri með skuldbindingar á sínum herðum og þegaer atvinnan bregst þá eru byrðarnar ekkert minni hjá þeim. En fyrir alla muni höldum þessari umræðu áfram. Ég er tilbúinn að láta sannfærast ef mín skoðun er vafasöm. En þetta er ennþá mitt sjónarmið :Að atvinnulaus maður er atvinnulaus maður, óháð tekjum hans í fyrra starfi.  
Kveðja, Ögmundur.

Fréttabréf