Írak, Palestína og svikin loforð

Sæll Ögmundur.
Arnar heiti ég og er 25 ára Eyfirðingur. Fyrst vil ég þakka þér fyrir baráttu þína og allra hjá VG, sem ég kýs að sjálfsögðu. Ykkar rödd er mikilvæg og ég treysti því að hún muni heyrast um ókomna tíð. Enda tel ég þig og Steingrím J. mælskustu menn þingsins. Nokkrar spurningar hafa þó brunnið á mér en það eru mál Íraks, Palestínu, svikin loforð ríksstjórnar (fleiri en 1 og fleir en 2). Það sem ég hef velt fyrir mér er hvort Vg munu ekki í vetur halda áfram að hamra á andstöðu við Íraksstríð, ég vil að ríkisstjórnin dragi stuðning sinn til baka við þetta ógeðfellda stríð. Eins finnst mér fráleitt að ekkert skuli heyrast í íslenskum stjórnvöldum um málefnin í Palestínu. Ég lít svo á að íslenska ríkisstjórnin styðji Ísrael á meðan þeir ekki gagnrýna þá. Sjálfur er ég í félaginu Ísland-Palestína og er bara nokkuð stoltur af. Ég treysti því að rödd vinstri manna muni heyrast mikið á Alþingi í vetur og að þessi mál er ég nefndi áðan verði ekki látin ótalin.
Bestu kveðjur
Arnar Gunnarsson 

Heill og sæll Arnar og þakka þér hlý orð. Ég er þér hjartanlega sammála um að bæði Írak og málefni Palestínumanna þurfi að vera í stöðugri umræðu. Afstaða íslensku ríkisstjórnarinnar í báðum málum er ekki upp á marga fiska. Nú síðast leggur utanríkisráðherra að jöfnu gjörðir Ísraelsríkis annars vegar með einn voldugasta her í heimi og vanmátgt andóf Palestínumenna hins vegar. Þetta gerði ég að umræðuefni á þingi í byrjun vikunnar og hef fylgt eftir með greinum sem munu birtast á næstu dögum. Viið munum gera okkar besta til að láta rödd vinstri manna heyrast á Alþingi í vetur
Kveðja,
Ögmundur 

Fréttabréf