Fara í efni

Þögnin um Kárahnjúka

Sæll Ögmundur
Ég las grein Þorleifs Óskarssonar um fjölmiðla. Hann minnist þar á Kárahnjúkavirkjun og litla umfjöllun og rannsókn fjölmiðlamanna á henni. Og það er til lítils að fjalla um umfjöllun fjölmiðla eftir á. Það sem er búið er búið. Eru kastljósþættir ekki 6 daga vikunnar allan ársins hring?
Bendi á eftirfarandi :
Ég fékk sent frá Ríkisútvarpinu yfirlit yfir umfjöllun sjónvarpsumræðuþáttarins Kastljóss um Kárahnjúkavirkjun. Það fundust 10 þættir þar sem minnst var á málið.
Einn þáttur var 24. maí árið 2000. Þá var umfjöllun í seinni hluta þáttarins.
Þrír þættir voru árið 2001. Heill þáttur 11. júní með Kristínu Einarsdóttur frá Landvernd og Sigurði Arnalds frá LV.
22. júní imprar Ólafur F. Magnússon á Kárahnjúkavirkjun. En aðallega er talað um miðborg Reykjavíkur.
1. ágúst kemur úrskurður Skipulagsstofnunar. Allur þátturinn það kvöld með Friðriki Sophussyni, Sigurði Arnalds, Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur og Árna Finnssyni.
Fjórir þættir árið 2002. Allir í desember !! Þrír í röð 9., 10. og 11. desember. Einn unninn (standup) þáttur 22.des. í umsjón Björns Malmquist.
Athygli vekur að ENGINN ÞÁTTUR er eftir úrskurð umhverfisráðherra fram að jáyrði Alþingis. Reyndar enginn fyrr en 9. desember !
Það sem af er ársins 2003 : tveir þættir. Fyrri hluti þáttar 7. janúar með formanni nefndar sem fór yfir arðsemismat Landsvirkjunar.
24. ágúst er umræða í hluta þáttarins um kjör og aðbúnað starfsmanna Impregilo á Kárahnjúkasvæðinu.
Ég fékk ekki svar á Stöð 2 um umræðuþætti um Kárahnjúkavirkjun. Mín tilfinning er að ekki einn einasti þáttur af "Íslandi í býtið" eða "Íslandi í dag" hafi orðið að umræðuþætti um Kárahnjúkavirkjun þ.e.a.s. manna með og á móti. Ég man eftir einum þar sem Elísabet Jökulsdóttir mætti í viðtal seint á árinu 2002.
Hugsið ykkur þetta. Enginn Kastljósþáttur árið 2002 fyrr en í desember !!
Úrskurður umhverfisráðherra :20.desember 2001. Jáyrði Alþingis (44 gegn 9) : 8.apríl 2002.
Kárahnjúkavirkjun var þögguð niður í aðdragandanum,þegar verið var að keyra málið í gegn. Lykilhlutverk í þögguninni lék stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn Samfylkingin sem var ekki í stjórnarandstöðu í málinu. Þingmenn greiddu nefninlega atkvæði eftir flokksskírteini. Það var séð til þess að almenningsálitið áttaði sig ekki á þessum fáránlegu og hörmulegu náttúruspjöllum þar sem efnahagslegur ávinningur er engan veginn borðleggjandi. Það er borðleggjandi að tilboð Impregilo mun ekki standast.
Auðvitað hefði verið eðlilegt að fræðsluþáttur með myndum frá Vesturöræfum og Kringilsárrana og Brúarjökli og Jöklu og frá Úthéraði og umhverfi Lagarfljóts - hefði verið sýndur í ríkissjónvarpinu.
Nákvæmlega engin umræðuþáttur var á Stöð 2 um Kárahnjúka. Hvað þá sérstakur fræðsluþáttur um stærstu framkvæmd / náttúruspjöll Íslandssögunnar.
Bless
Pétur <http://natturuvaktin.blogspot.com/>

þökk fyrir bréf þítt Petur. Um þessi efni á ég nú í bréfaskriftum við talsemenn Landsvirkjunar í DV eins og sjá má á síðunni og mun eiga eftir að sjást. En gott er að heyra til manna eins og þín sem harðast standa vaktina. Haf þú þökk fyrir.
Kveðja Ögmundur