AÐ HRUNI KOMINN Október 2003
Sæll Ögmundur.
Ég var að hlusta á þig á útvarpi Sögu í morgun og einnig að lesa grein eftir þig í Fréttablaðinu. Ég vil þakka þér fyrir hvað þú stóðst þig vel og eins fannst mér greinin eftir þig mjög góð. Ég tel að ein besta kjarabót fyrir launafólk sé vaxtalækkun. Mér finnst ekki eðlilegt að vextir af húsbréfum séu 5.1% + verðtrygging. Á samatíma eru vextir í Danmörku til húsnæðiskaupa einhvað svipaðir og enginn verðtrygging. Það er útilokað að...
Sigurbjörn Halldórsson.
Lesa meira
Það má í stuttu máli færa gild rök fyrir því að valdið hafi
ætlað sér að "kaupa" skáldið, gera það að sínu, eða troða það niðrí
svaðið með sama hrottaskap og reynt var að gera við Ljósvíkinginn
sjálfan. Bréfabisnessinn er einn liður í þessum tilraunum. Hann
skal niðrá hnén hvað sem það kostar. Því miður var það ekki þjóðin
sem keypti Gljúfrastein og til allrar hamingju getur enginn keypt
það skáld sem í stærð sinni skyggir á aðra menn. Ég spyr mig hins
vegar Ögmundur hvar það fólk er sem skáldið tók upp í á lífsleið
sinni...
Ólína
Lesa meira
Fagurt veður er um allt land og heiðskírt. Fréttaritari
útvarpsins á Egilsstöðum sagði veðrið á Héraði minna sig á stöðu
efnahagsmálanna, mikil kyrrð væri í lofti og alger heiðskíra.
Samkvæmt hitamælinum í Valhöll var 10 stiga hiti í höfuðborginni
klukkan sex í morgun og má það þykja gott ef tekið er mið af stöðu
mála við stjórn borgarinnar...
Þjóðólfur
Lesa meira
Sæll Ögmundur
Ég las grein Þorleifs Óskarssonar um fjölmiðla. Hann minnist þar á
Kárahnjúkavirkjun og litla umfjöllun og rannsókn fjölmiðlamanna á
henni. Og það er til lítils að fjalla um umfjöllun fjölmiðla eftir
á. Það sem er búið er búið. Eru kastljósþættir ekki 6 daga vikunnar
allan ársins hring?
Pétur
Lesa meira
Ögmundur. Hugsaðu þér einangraðan mann umkringdan grunnsigldum
jámönnum. Hugsaðu þér svo að hann, miðpúnkturinn í þröngum fimm
manna hópi, standi með spegil í hendi og fari um leið með gömlu
þuluna: Spegill, spegill herm þú mér, hver kommi er í húsi hér? Og
svo er alveg sama hvað hann lítur snöggt í Spegilinn, hann sér
alltaf sína eigin spegilmynd, en myndin er ekki hann. Spegilmyndin
er....
Ólína
Lesa meira
Sæll Ögmundur
Í pistli á heimasíðu þinni spyrð þú mig: Ef þú værir ákafur frjálshyggjumaður, myndir þú þá ekki treysta Tony Blair ágætlega fyrir þínum hugsjónum? Svar: Ég veit ekkert hvað ég mundi gera ef ég væri ákafur frjálshyggjumaður. Ég reyni að feta meðalveg milli frjálshyggju og jafnaðarstefnu og ég kann heldur vel við Tony Blair...
Kveðja,
Atli Harðarson
Lesa meira
Ég var að lesa grein þína um "Vörukynningur Samlífs." Það vakti
furðu mína ekki síður en þína hve stórt hlutfall þjóðarinnar sér
sig knúið til að kaupa sér sérstaka sjúkratryggingu. Ég sem hélt að
við byggjum við eitt besta tryggingakerfi í heimi...
Gunnar G.
Lesa meira
Sæll Ögmundur.
Ég fagna því sem þú segir um Morgunblaðið því ég er eins og þú
þeirrar skoðunar að Morgunblaðið eigi ríkari þátt í að gera okkur
að heimsborgurum en við viljum kannski viðurkenna sem vildum sjá
þúsund blóm blómstra í fjölmiðlaheiminum. Hef verið þessarar
skoðunar í tuttugu ár, en ég sé í þessum efnum nokkrar blikur á
lofti. Mér fannst endurskipulagning í stjórnkerfi Morgunblaðisins
mislukkuð. Skiptingin í þriggja manna pólitískt, eða
flokkspólitískt teymi...
Ólína
Lesa meira
Nú kann vel að vera að ég sé eitthvað utan gátta í pólitíkinni
þessa dagana, en erindið er sem sagt þetta: Er það rétt að Össur
Skarphéðinsson sé óskoraður foringi stjónarandstöðunnar á þingi?
Þetta heyrði ég í þættinum sunnudagskaffi á Rás 2 í síðastliðinn
sunnudag. Stjórnandi þáttarins kallaði Össur...
Þjóðólfur
Lesa meira
Sæll Ögmundur!
Nú hefur öldungadeild ástralska þingsins veitt John Howard
forsætisráðherra formlegar ávítur fyrir blekkingar hans í undanfara
Íraksstríðsins. Mig langar til að spyrja þig hvort til greina komi
að leggja fyrir Alþingi Íslendinga tillögu um...
Kveðja,
Haukur
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Ráðherra forsætis rökin virði,
reglur gilda um frúna.
Faðmaði sjálf á Seyðisfirði,
en saklaus þykist núna.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum