AÐ HRUNI KOMINN Mars 2004
Sæll félagi.
...Þetta er einfaldlega rangt hjá þér félagi, ég tók skuldir umfram
eignir, bæði áfallið og væntanlegan "skort" á tekjum næstu
áratugina. Þetta er í samræmi við lög um lífeyrissjóði og góða
reikningsskilavenju endurskoðenda! Hvar ég er að beita rangfærslum
sé ég ekki og finnst þú kominn á nýja braut í þínum
málflutningi!
Kveðja, Gylfi
Lesa meira
Halldór Ásgrímsson verðandi forsætisráðherra segir að menn
hljóti að styðja vini sína. Væntanlega á ráðherran við að annars sé
vináttan bara plat og geta allir tekið undir það. Tilefni þessarar
staðhæfingar eru athugasemdir fólks (sem er þá varla vinir vina
sinna eða hvað?) við uppáskrift íslensku ríkisstjórnarinnar á
innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Kenning ráðherrans er
einföld: Við erum...
Þrándur.
Lesa meira
Blessaður.
Þetta er fínt innleg hjá Guðrúnu (sjá les.bréf 10/3). Hins vegar er
unglingadrykkja þ.e.a.s hve oft unglingar "detta í það " að aukast
hvernig sem á það er litið og því ekki um tegundabreytingu að
ræða . Breytingin er sú að...
Kveðjur Árni
Lesa meira
Ég er einfaldlega að vekja athygli á því að þróunin hafi ekki að
öllu leyti verið eins slæm og þið Árni gefið til kynna. Alla
vega held ég að fáir deili um að betra er að unglingar drekki
bjór heldur en landa....
Guðrún
Lesa meira
Sæll, Ögmundur.
Ég er alveg sammála þeim sem vilja allar bjórauglýsingar burtu úr
sjónvarpi og blöðum. Hitt gegnir furðu að enginn stjórnmálamaður
sem nú er á þingi skuli hafa beitt sér gegn því að eimingartæki og
efni tíl vín- og ölgerðar skuli vera til sölu í ýmsum verzlunum.
Bannað er að...
Sigurður Þór Bjarnason
Lesa meira
Um leið og ég þakka félaga Þjóðólfi athyglisverðan pistil um
hægðakenningu Guðna Ágústssonar, en hún gengur út á það að góðar
hægðir séu betri en miklar gáfur, vil ég benda mínum kæra vini á
mikilvægt atriði sem mér sýnist að honum hafi algerlega sést yfir.
Það er sú staðreynd að...
Jón frá Bisnesi
Lesa meira
Enn og aftur hefur það sannast að góðir hlutir gerast hægt eins
og segir í kjörorði Samtaka áhugafólks um hvers kyns hægðatregðu.
Afreksmaðurinn Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra og varaformaður
Framsóknarflokksins, opinberaði nú nýverið afraksturinn af
áratugalöngum rannsóknum sínum á sviði hægða- og gáfnafars.
Niðurstaða Guðna er í stuttu máli sú að ..
Þjóðólfur
Lesa meira
Tryggingastofnun ríkisins(TR) verði gert óheimilt að skerða húsnæðisbætur langveikra og fatlaðra örorkulífeyrisþega og eftirlaunaþega í EIGNARHÚSNÆÐI, ef þeir leigja út frá sér.
Litið verði á leigutekjur sem atvinnufrítekjur sem er um 107. þús. kr. á mánuði hjá öryrkjum en u.þ.b. 200. þús. kr. á mánuði á öldruðum. SAMBÆRILEGT ÞVÍ SEM GERT ER Á NORÐURLÖNDUM. Ath! Öryrkjar og aldraðir mega vinna "úti" án þess að lífeyrisbætur skerðist. - Hver er munurinn á sitthvoru? Nú er bráðavöntun á húsnæði, jafnt fyrir ...
Björk Magnúsar og Grétudóttir
Lesa meira
Í ellinni eitthvað að vafra
eins og honum ber
Sagður nú sjötíu og fjagra
sóma drengurinn hér.
Nú árin telur ansi mörg
að telja þau ei nenni
Æskann farin fyrir björg
orðinn gamalmenni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Tímarnir breytast og mennirnir með
í pólitík margan þar snúning hef séð
ei lygina segi
villast af vegi
og fullreynt virðist á langlundargeð.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Allt Frá lesendum