AÐ HRUNI KOMINN Apríl 2004
...Þegar undirliggjandi illdeilur milli forsætisráðherra og
Baugs blossa upp þá koma jafnan fréttir frá embætti
ríkislögreglustjóra af skyndilegum aðgerðum í langdreginni rannsókn
á meintum efnahagsbrotum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og félaga. Og
nú, þegar allt er á suðupunkti í samfélaginu vegna
fjölmiðlafrumvarps forsætisráðherra, berast óvæntar fregnir af
...
Jónas Ó. Jóhannesson frá Kreppu
Lesa meira
Ég lýsi eins og venjulega yfir fullum stuðningi við allt sem
kemur úr smiðju Davíðs Oddssonar og tel eins og hann mikilvægt að
koma böndum á rísandi auðvald í okkar ágæta landi. Tvennt mundi ég
þó vilja sjá til viðbótar í fjölmiðlafrumvarpinu sem tekur, eins og
kunnugt er, til útvarps- og samkeppnislaga. Þessi atriði varða
annars vegar hömlur á útburð og dreifingu Fréttablaðsins og DV, eða
annarra sambærilegra pappíra í framtíðinni, og svo hins vegar
...
Jón Grímsson frá Bisnesi
Lesa meira
...Í þessu samfélagi leitast handhafar valdþáttanna við
að styrkja stöðu sína hver fyrir sig og gera
aðra þætti háða sér, eða ná þeim undir sig. Þegar hins vegar
valdssamfélaginu er ógnað byrja valdþættirnir að slá í takt eins og
hjörtu tveggja gangandi elskenda við Reykjavíkurtjörn og verjast
sem ein heild ógninni. Þessir valdsþættir eru hið efnahagslega
vald, hið pólitíska vald, lagasetningarvaldið, dómsvaldið og
fjölmiðlavaldið. Ísland er í raun ágætt dæmi um þessa breytingu
vegna þess að hér eru hlutir sæmilega gegnsæir og forsætisráðherra
landsins, 2. þingmaður Reykvíkinga og umboðsmaður 32% kjósenda í
landinu, er holdgervingur þróunarinnar. Hann hefur á starfstíma
sínum í gamla fangelsinu við Lækjartorg breytt lagasetningavaldinu
þannig að...
Ólína
Lesa meira
Þú þarft ekki að vera bjartsýnismaður til að lýsa yfir
vantrausti. Vilji fólksins er með ykkur og i stað thess að vona
sifellt eftir innri rotnun eigið þið að taka róttækt
frumkvæði, til að sýna og sanna að þið séuð fær um slikt. Vantraust
a Björninn, takk fyrir.
EH
Lesa meira
Dómsmálaráðherra hefur brotið tvenn lög: jafnréttislög og
stjórnsýslulög. Lengi vel heyrðust engin viðbrögð frá öðrum
þingmönnum um þetta mál. Af hverju þessi þögn?
Raganr Ó.
Það er rétt að fyrst var þögn en síðan hafa heyrst hljóð.
Ég held að hin upphaflega þögn ...
Lesa meira
Sæll Ögmundur.
Hefur ykkur ekki dottið í hug að bera upp vantrausttillögu á
dómsmálaráðherra í þinginu?
G. Helgadóttir
Heil og sæl.
Sannast sagna hefur þetta ekki verið rætt, einfaldlega vegna þess
að...
Lesa meira
Sæll Ögmundur.
Maður trúir varla sínum eigin augum og eyrum þegar maður les
frásagnir frá Írak þessa dagana. Ég var nokkuð sáttur við
málflutning Hallgríms Thorsteinsson fjölmiðlamanns sem var með þér
í Silfri Egils um helgina. Mjög áhrifarík var lýsing hans á
atburðarásinni í Írak, sérstaklega því sem gerðist eftir að
...
Hafsteinn Orrason
Lesa meira
...Björn okkar vakti líka ánægju þegar hann lýsti því yfir í
sjónvarpi að hans aðalstyrkur væri staðfesta. Hann sýndi
staðfestu með að fylla ekki Hæstarétt af gömlum kerlingum
heldur af nýju blóði, forsætisráðherrablóði. Það eykur líka
öyggi okkar að...
grj
Lesa meira
... Ég fór í kjölfarið að leita mér upplýsinga um Ray Hanania og
rakst þar á þessa frábæru grínagtugu grein sem ég sendi hér slóðina
á. Þarna kemur fram hvert hlutskipti fólki er búið þar sem tilveran
er alltaf kynþáttagreind...
Kveðja, Björn
Lesa meira
Víst þarf sonur Bjarna Björn
í baráttu að glíma
og nota oft þá veika vörn
að vera barn síns tíma.
Kveðja,
Kristján Hreinsson, skáld
Lesa meira
Tryggingastofnun ríkisins(TR) verði gert óheimilt að skerða húsnæðisbætur langveikra og fatlaðra örorkulífeyrisþega og eftirlaunaþega í EIGNARHÚSNÆÐI, ef þeir leigja út frá sér.
Litið verði á leigutekjur sem atvinnufrítekjur sem er um 107. þús. kr. á mánuði hjá öryrkjum en u.þ.b. 200. þús. kr. á mánuði á öldruðum. SAMBÆRILEGT ÞVÍ SEM GERT ER Á NORÐURLÖNDUM. Ath! Öryrkjar og aldraðir mega vinna "úti" án þess að lífeyrisbætur skerðist. - Hver er munurinn á sitthvoru? Nú er bráðavöntun á húsnæði, jafnt fyrir ...
Björk Magnúsar og Grétudóttir
Lesa meira
Í ellinni eitthvað að vafra
eins og honum ber
Sagður nú sjötíu og fjagra
sóma drengurinn hér.
Nú árin telur ansi mörg
að telja þau ei nenni
Æskann farin fyrir björg
orðinn gamalmenni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Tímarnir breytast og mennirnir með
í pólitík margan þar snúning hef séð
ei lygina segi
villast af vegi
og fullreynt virðist á langlundargeð.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Allt Frá lesendum