AÐ HRUNI KOMINN Maí 2004
En hvernig eigum við að skilja viðbrögð hans síðustu vikurnar?
Steinn sagði eitthvað á þá leið að í draumunum fælist fall okkar og
veikleikar, en það eru engir draumar tengdir því að láta frá sér
forsætisráðherrastól - miklu fremur martraðir. Bíddu hægur. Getur
verið að viðbrögðin megi rekja til atburða haustsins, eða
hræðslunnar við styrk forseta lýðveldisins? Eða er svarsins kannski
líka að leita í...
Ólína
Lesa meira
Ég minnist þess að við umræðuna um fjölmiðlafrumvarpið vildir þú
fyrst fá botn í umræðuna um framtíð RÚV. Nú hefur komið á daginn að
þetta reyndist skynsamleg afstaða. Sendimenn frá ESA eru mættir á
staðinn, einsog skýrt var frá í fjölmiðlum í gær, til að skilgreina
hvort leyfilegt sé að reka stofnunina í núverandi mynd! Geir H.
Haarde, fjármálaráðherra hafði áður sagt við Eldhúsdagsumræðuna
eitthvað í sama dúr og bætti því við, ef ég tók rétt eftir, að
draga þyrfti saman seglin hjá stofnuninni og nú botnar Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, þetta með því ...
Sunna Sara
Lesa meira
-Heyrðu snöggvast Halldór minn
hlýðni, tryggi drengur
fæ ég kannski flokkinn þinn
að fleka aðeins lengur.
Lof mér nú að leika að
landsins bændaklíku
ég skal bráðum bæta það
með blíðu hinna ríku.
-Jæja þá í þetta sinn
þú mátt nota fólin
en hvernig verð ég hvítþveginn
og hvenær fæ ég stólinn?
Kristján Hreinsson, skáld
Lesa meira
Sæll Ögmundur.
Ég vil byrja á því að þakka þér og flokksfélögum fyrir
frábært starf í þágu almennings hér á landi. Vangaveltur mínar
snúast um viðskiptabankana okkar sem voru seldir svo sorglega hér
fyrir nokrum misserum. Nú hafa vinnubrögð þeirra og fégræðgi
endanlega gengið fram af mér þegar þeir eru að kvarta undan
starfsemi Íbúðalánasjóðs, sem er einn af hornsteinum þess
velferðaríkis sem Ísland á að vera. Hvað finnst þér um að ríkið
setji á stofn viðskiptabanka og geti þá um leið ...
Halldór
Lesa meira
Síðan komu fleiri Framsóknarmenn í ræðustól og töluðu um
víxlverkun ofbeldis og að deiluaðilar þyrftu að semja. Þarna er
verið að leggja að jöfnu einn tæknivæddasta árásarher í heimi og
nánast óvopnaða alþýðu. Voru deiluaðilar í Þýskalandi á sínum tíma
ef til vill, nasistar og gyðingar? ...
Hafsteinn Orrason
Lesa meira
Sæll Ögmundur.
Ef marka má Fréttablaðið þá fóru eldhúsdagsumræður fram á þennan
hátt:
Stjórnin flækti málin mest,
mjög varð Halldór fyrir tjóni,
Steingrímur þar stóð sig best
en steypan rann úr Sigurjóni.
Kristján Hreinsson, skáld
Lesa meira
Ég hef fylgst með "landvarðamálinu" og er gáttuð á framkomunni í
garð landvarðanna sem flögguðu í hálfa stöng á hálendinu í fyrra og
fengu ákúrur fyrir. Þetta mál gerir mig ennþá ákveðnari í andstöðu
við "áminningarfrumvarp" ríkisstjórnarinnar. Mér sýnist af því sem
haft er eftir þér í fréttum að svo kunni að fara að frumvarpið fái
ekki afgreiðslu. Ég teldi það mikinn sigur ef þær yrðu málalyktir.
Er ríkisstjórnin að sjá að sér? Ég vil taka það fram að ég er ekki
ríkisstarfsmaður. Ég er hins vegar ...
Halldóra
Lesa meira
Ég vil þakka þér Ögmundur fyrir ræðuna á þingi í gær. Loksins
kom fram skilningur á því að pólitík verður ekki bara til á
Alþingi. Reyndar finnst mér það nánast aukaatriði hvað gerist þar.
Þú hvattir til vakningar í þjóðfélaginu og gagnsóknar í stað
varnarbaráttu, funda á vinnustöðum til að hnekkja
stjórnarstefnunni. Oft hafa mér fundist þingmenn alltof
sjálfhverfir og þörf á að víkka sjóndeildarhringinn. Baráttufána á
loft.Við eigum samleið!
Launamaður
Lesa meira
Ég vil þakka sjónvarpsstöðinni Omega og nýjum eigendum hennar fyrir yndislega dagskrá á laugardagskvöldið. Sérstaklega var ég uppnuminn af þættinum “Ég syng honum minn söng” með Árna Johnsen myndhöggvara og tónlistarmanni. Lag hans við sálm Jóns Bisness um foringjann var sérlega fallegt, já undurblítt. Og flutningur Árna var hreint út sagt stórkostlegur. Finnst mér vel koma til álita ...
Ingólfur
Lesa meira
Eldhúsdagsumræðurnar í gærkvöld voru með fjörugra móti og lét VG ekki sitt eftir liggja fremur en fyrri daginn. Hins vegar voru stjórnarþingmenn, sérstaklega Framsóknarmenn sem álfar út úr hól. Það vakti athygli mína að Valgerður Sverrisdóttir sagði að þér hefði orðið á í messunni að tala um áframhaldandi uppbyggingarstarf. Er manneskjan virkilega þeirrar skoðunar að allt sem gert er í samfélaginu sé ríkisstjórninni að þakka? Þótt ríkisstjórn síðustu ára ...
Lilja
Lesa meira
Tryggingastofnun ríkisins(TR) verði gert óheimilt að skerða húsnæðisbætur langveikra og fatlaðra örorkulífeyrisþega og eftirlaunaþega í EIGNARHÚSNÆÐI, ef þeir leigja út frá sér.
Litið verði á leigutekjur sem atvinnufrítekjur sem er um 107. þús. kr. á mánuði hjá öryrkjum en u.þ.b. 200. þús. kr. á mánuði á öldruðum. SAMBÆRILEGT ÞVÍ SEM GERT ER Á NORÐURLÖNDUM. Ath! Öryrkjar og aldraðir mega vinna "úti" án þess að lífeyrisbætur skerðist. - Hver er munurinn á sitthvoru? Nú er bráðavöntun á húsnæði, jafnt fyrir ...
Björk Magnúsar og Grétudóttir
Lesa meira
Í ellinni eitthvað að vafra
eins og honum ber
Sagður nú sjötíu og fjagra
sóma drengurinn hér.
Nú árin telur ansi mörg
að telja þau ei nenni
Æskann farin fyrir björg
orðinn gamalmenni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Tímarnir breytast og mennirnir með
í pólitík margan þar snúning hef séð
ei lygina segi
villast af vegi
og fullreynt virðist á langlundargeð.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Allt Frá lesendum