Fara í efni

Dabbi og Dóri

 

-Heyrðu snöggvast Halldór minn
hlýðni, tryggi drengur
fæ ég kannski flokkinn þinn
að fleka aðeins lengur.

Lof mér nú að leika að
landsins bændaklíku
ég skal bráðum bæta það
með blíðu hinna ríku.

-Jæja þá í þetta sinn
þú mátt nota fólin
en hvernig verð ég hvítþveginn
og hvenær fæ ég stólinn?

Kristján Hreinsson, skáld