AÐ HRUNI KOMINN Júlí 2004
Eitt sem hefur truflað mig í allri þessari umræðu um
stjórnarskrárdeiluna er þetta: Það er mikið talað um málskotsrétt
forseta. Ég skil stjórnarskrána þannig að forsetinn hafi
synjunarvald, ríkisstjórnin hins vegar réttinn til að skjóta til
þjóðar til að hnekkja neitunarvaldinu. En ég er ekki lögfræðingur
og varla skiptir þetta miklu máli lengur enda best að færa þetta
allt saman frá forseta og ríkisvaldi til þjóðarinnar...
Þ.
Lesa meira
Sæll Ögmundur Nú þegar þetta fjölmiðlafrumvarp er úr sögunni,
langar mig til að fá þína sýn á framhaldið, ertu á sömu skoðun og
Össur um að eyða næstu þrem árum í samningu nýs frumvarps um
fjölmiðla? Með fyrirfram þökk...
Ægir
Lesa meira
Hvernig ætlar stjórnarandstaða að réttlæta það fyrir þjóðinni og
forsetanum að forseti landsins er ítrekað vanvirtur af hálfu
ráðherra og þingmanna meirihluta þings en ég tel að
stjórnarandstaðan taki þátt í þeim ljóta leik ef hún leggur blessun
sína yfir þá gjörð að ganga framhjá ákvörðun forsetans um að vísa
málum til þjóðarinnar Leikreglur ber að virða. Munt þú beita þér
gegn þeirri aðför ...
Hafþór Baldvinsson
Lesa meira
Svarið gaf sig fyrirfram eins og svo oft þegar Sjónvarpið spyr
forsætis- og utanríkisráðherra þessa dagana. Mér finnst það ástand
uppi nú Ögmundur að spurningar ákveðinna fjölmiðla sem lagðar eru
fyrir ráðherrana tvo segi meira um vanda fjölmiðlanna en bæði
ársreikningar þeirra og fjölmiðlaskýrslur. Hvað finnst þér
Ögmundur, hvernig hyggst þú ...
Ólína
Lesa meira
...Hann eyðir kröftum sínum stefnulaust, snýst í hringi, baular
hátt og starir blóðhlaupnum augum í kringum sig. Á meðan halda ungu
hirtirnir sig til hlés en láta þó vita af sér. Einn af ungu
krónhjörtunum, Guðlaugur Þór, leyfði sér að missa út úr sér í
sjónvarpinu, setningu sem byrjaðir svona: "Það er hins vegar ekki
rétt hjá Davíð..." Þetta hefði fyrir ári síðan jafngilt því að
henda sér fram af Hallgrímskirkjuturninum í pólitískum skilningi.
En núna - núna mun þetta ...
Þráinn
Lesa meira
Enda þótt Framsóknarflokkurinn lúffi fyrir Sjálfstæðisflokknum í
nánst öllum stefnumálum þá verður hitt ekki af honum skafið að
núverandi forystu hefur tekist að halda flokknum við völd í tvö
kjörtímabil. Staksteinar Morgunblaðsins segja
þetta stórkostlegan árangur. Vissulega má taka undir þetta ef
mönnum þykir meira vert um flokkshag en þjóðarhag. Framhjá því
verður ekki horft að samkvæmt helmingaskiptareglu hefur
Framsóknarflokknum tekist í samstarfi sínum við Sjálfstæðisflokkinn
að ...
Hafsteinn Orrason
Lesa meira
Ég vil taka undir með Þorleifi Gunnlaugssyni í prýðisgóðri grein
hans hér á síðunni þar sem hann fjallar um
framtíðarstjórnarmynstrið. Auðvitað á stjórnarandstaðan að ákveða
að mynda næstu ríkisstjórn og hvika hvergi frá þeirri ákvörðun. Í
mínum huga er Framsóknarflokkurinn að missa af þeirri lest auk þess
sem honum á ekki að líðast að vera í ...
Anna
Lesa meira
Sæll Ögmundur
Sá frétt þína um afsökun NYTimes. Hún er mjög umhugsunarverð. En ég
vil benda á að blaðið hóf þessa sjálfsgagnrýni fyrr á árinu.
Til marks um það er eftirfarandi leiðari frá 26. maí. Hann má
nálgast í gegnum þennan tengil...
Huginn
Lesa meira
Hvorki er ég lögreglumaður né lögfræðingur og hef því ekki
persónulega komið nálægt málum manna sem grunaðir eru um að hafa
óhreint mjöl í pokahorninu. Þrátt fyrir þennan annmarka þykist ég
vita hvernig brotamenn reyna að sigla milli skers og báru til að
bjarga eigin skinni meðan á rannsókn stendur og allt þar til
meðferð mála lýkur fyrir dómstólum. Og þannig finnst mér þingmenn
Framsóknarflokksins einmitt haga sér þessa dagana...
Þjóðólfur
Lesa meira
Ég þakka þér fyrir prýðisgrein um dapurlega innkomu Davíðs
Oddssonar í heimsfréttirnar í tengslum við fund hans með Bush
Bandaríkjaforseta. En hvað veldur því að forystumenn
ríkisstjórnarinnar, þeir Davíð og Halldór Ásgrímsson, liggja flatir
eins og hryggleysingjar fyrir herskárri og óhugnanlegri
utanríkisstefnu Bush-stjórnarinnar? Auðvitað vita allir Íslendingar
af uppdráttarsýkinni í herstöðinni á Miðnesheiði sem þeir Halldór
og Davíð eru að reyna að halda lífi í og hanga á eins og hundar á
roði. En er eitthvað ...
Guðmundur Sigurðsson
Lesa meira
Eignunum stela oft frá þér,
endar þýfi í sölu.
Mafíustarfsemi mest er hér,
miðað við höfðatölu.
...
Kári
Lesa meira
Stjórnin líður undir lok
er lýkur þessu ári
Saddur er ég uppí kok
á Samherja fári.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér yfirstéttin er ávalt hyllt
og hafin upp til skýja
Landið er orðið lúið og spillt
líklega best að flýja.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Spilltir leika landann illa
mútuveröld lifum í
Tortóla banka-bækur fylla
og Bjarni er líka í því.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Það sinnir ekki þjóðarvakt,
það við skulum muna.
Alþingi gengur alveg í takt,
við íslensku mafíuna.
...
Kári
Lesa meira
Borgaryfirvöld eru orðin ansi hreint verseruð í að svíkja borgarbúa í flugvallarmálinu og mér sýnist Sigurður Ingi vera að slípast til. Hann var bara sæll á fundinum með Degi, sagðist fara að vilja “sérfræðinga”, skítt með vilja borgarbúa.
Jóel A.
Lesa meira
Andrés stóð þar utangátta
allir höfuðið hrista.
Lengi við krata leitaði sátta
lítur nú til Sósíalista.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Já alveg er ég orðinn bit
Því ekkert Kötu gengur
Stefnir því í stjórnarslit
ekki starfhæf lengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Björgólfur með barnslegt hjarta
blygðunarleysi vill aumu skarta
Þorstein vill verja
mútur burt sverja
og spillingu búa framtíð bjarta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þvætti kemst á þurrt í Sviss,
þangað svo flytur í pokum.
Ákærir sjálfan þig sigurviss,
sækir og dæmir að lokum.
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum