Fara í efni

Á að halda fundinn í kyrrþey?

Það vakti athygli mína í fréttum af undirbúningi þinghaldsins í næstu viku að ekki standi til að sjónvarpa frá Alþingi eins og venja er. Fram kom að sjónvarpað verður í innanhúskerfi þingsins en hvers vegna í ósköpunum útsendingunni verður ekki varpað út í samfélagið er mér óskiljanlegt með öllu. Eða hvað – þykir ríkisstjórninni ef til vill best að halda fundinn í kyrrþey? Eftir á að hyggja skil ég það vel. En ætla menn að láta bjóða sér þetta? Það er greinilega kominn tími á þessa ríkisstjórn!
Sunna Sara