Veni, vidi, vici í Washington

Já, forsætisráðherrann okkar, Davíð Oddsson, kom, sá og sigraði í Washington á 1800 sekúndna fundi með Bandaríkjaforseta og líflegum blaðamannafundi í kjölfarið. Eins og sekúndurnar allar segja til um gafst þeim félögunum færi á að ræða margt og merkilegt. Þeir fóru ítarlega yfir ástand heimsmálanna, þar á meðal sameiginleg viðfangsefni í Írak, auk þess að leita logandi ljósi að lausn á varnarmálum okkar Íslendinga og hugsanlegum grafalvarlegum loftvarnarskorti hérlendis vegna mikilla tilfallandi verkefna annars staðar. Á blaðamannafundinum var mikið um vinarhót og meira að segja strokur. Fannst mér nóg um hvernig...
Þjóðólfur

Fréttabréf