Fara í efni

Á Evrópa að verja okkur í stað Bandaríkjanna?

Telur þú að Íslendingar ættu að segja upp varnarsamningnum við USA og leita eftir samvinnu við Evrópuríkin í varnarmálum?
Jón Sigurður Eyjólfsson

Heill og sæll.
Við eigum tvímælalaust að segja upp "varnarsamningnum" við Bandaríkin en ég sé ekki hvers vegna við ættum að ganga hernaðarveldum í Evrópu á hönd í staðinn. "Varnarsamningurinn" við Bandaríkin var fyrst og fremst varnarsamningur fyrir Bandaríkin, sem berlega kom í ljós þegar kjarnorkuvædd herskip lögðust upp í landsteinana fyrir austan land nú á dögunum. Þótt öryggi Íslands – gjöfulum fiskimiðum -  væri óganað, steinþögðu Kanar enda ekkert að óttast fyrir þá af hendi Rússa. Íslenska ríkisstjórnin sem er svo vön því að þegja þegar Washington þegir, steinhélt sér saman. Jón Sigurður, ég tel að við eigum fyrst og fremst að gæta öryggis okkar með þvi að vera sjálfstæð og réttsýn þjóð sem kallar ekki á hatur vegna ranglætis sem við höfum í frammi.
Kveðja,
Ögmundur