Grænmetisætur og skattamál
Vinstri grænir gefa sig út fyrir að vera náttúruverndarsinnar,
en hversu langt nær sú hugsun? Hyggst flokkurinn gera eitthvað til
að bæta hag annarra náttúruverndarsinna hér á landi, grænmetisætna,
til dæmis með því að fá niðurfelldan munaðarvöruskatt á
soyavörum?
Erna
Þakka þér bréfið Erna. Við viljum vera trú hugsjónum
náttúruverndarsinna. Varðandi skattaniðurfellingu á þeim vörum sem
þú nefnir þá er sjálfsagt að skoða það. Ég skal játa að
þessu er ég ekki nægilega kunnugur en mun bæta úr því og er opinn
fyrir ábendingum. Hins vegar fylgjum við þeirri almennu stefnu að
leysa ekki málin með sértækri niðurfellingu á sköttum.
Kveðja,
Ögmundur