HINN STERKI MINNIHLUTI

Hví eru ýmsir svo argir
og öfundin svo sterk
þótt sjálfstæðismenn séu margir
og misjöfn þeirra verk?

Við dæmum þar slóttugu slugsa
og slægan fanta her
þó ættum við heldur að hugsa
um hitt sem jákvætt er.

því þarna er fjölmennur flokkur
sem felur öll sín verk
og hlýtur að öfunda okkur
sem erum traust og sterk.

Kristján Hreinsson skáld


Fréttabréf