Fara í efni

Þjófnaður um hábjartan dag!

Sæll Ögmundur.
Ég er núna búinn að fara í gegnum heimasíður allra Alþingismanna og þú ert sá eini sem nefnir eitthvað þetta mál Olíufélaganna. Ég verð að hrósa þér fyrir það. Nú er ég kominn á Póstlistann þinn og ætla að fylgjast vel með þínum skrifum. Þú nefnir þarna að Ríkisstjórnin sé að koma Þjóðareignum til fákepnisrisanna. Hefði ekki átt að samþykkja fjölmiðlafrumvarpið? En áfram með Olíufélögin. Þetta er Þjófnaður um hábjartan dag.
kv. Gunnar

Heill og sæll og þakka þér bréfið. Það er ekki séð fyrir endann á fjölmiðlamálinu. Við höfum aldrei hafnað lagasetningu heldur hinu hvernig að henni átti að standa. Lykilatriði er hvað ríkisstjórnin ætlar sér með Ríkisútvarpið. Verði það hlutafélagavætt eins og sjálfstæðismenn hafa á stefnuskrá sinni yrði komin upp staða sem kallaði á löggjöf. Menn vilja sjá allt samhengi hlutanna áður en ráðist er í lagasmíð. Þetta er alla vega mín skoðun. Aftur þakkir fyrir bréfið og hlý orð.
Kveðja,
Ögmundur