Fara í efni

Allt í góðum gír við Kárahnjúka - segir Landsvirkjun

Heimasíða Landsvirkjunnar
Heimasíða Landsvirkjunnar

Sæll Ögmundur
Frændi minn sem vinnur við Kárahnjúka kvartar samfellt um kulda og vosbúð. Ég fylgist reglulega með vef Landsvirkjunar af framkvæmdunum þar sem ég hef svo sannarlega hagsmuna að gæta, það eru börnin mín og barnarbörn, maður vill jú skila góðu búi. Skítt með frænda hann valdi þetta sjálfur. Ég fylgist daglega með síðu Landsvirkjunar af framkvæmdunum, þar er sko allt í lagi. Til dæmis 21. des. 2004, trúði ég ekki, að enn væri 13 stiga hiti í Kárahnjúkum. Ég leit á síðu Veðurstofunnar, viti menn -20C og 20metrar á sekúndu. Samkvæmt síðunni er alltaf verið að slá met. T.d.: “Borvélarnar þrjár skiluðu alls um 600 metra löngum göngum í viku 45 og komust því á ný á umtalsvert skrið eftir hægagang vegna bilana og vandamála í tæknibúnaði. Færibönd bors nr. tvö gengu samt enn ekki sem skyldi.”
Þrátt fyrir að frænda sé kalt, er allt í góðum gír í Kárahnjúkum sjá; http://www.karahnjukar.is/.
Snjólfur