Fara í efni

EIGUM VIÐ AÐ STYÐJA BANDARÍSKT STÓRBLAÐ?

Finnist þér ekki meira vit í að gefa peninga til hjálpar fólkinu í Írak en að styðja einhvað stórblað í USA?
Sigurbjörn Halldórsson

Heill og sæll.
Mín skoðun er sú að ef Írakar fengju að vera í friði fyrir öllum þeim sem ásælast olíuna þeirra þá þyrfti enginn að hafa áhyggjur af þessari þjóð sem sennilega er ein sú auðugasta í heiminum öllum. Varðandi stuðninginn við stórblaðið sem þú nefnir svo þá er ég ekki sammála þessari framsetningu. Ég lít á það sem stuðning við æru Íslendinga að segja heiminum hvað við raunverulega meinum í stað þess að láta tvo menn, þá Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson fara sínu fram þvert á lög og lýðræðislegan vilja. Þetta sjónarmið hef ég áður viðrað hér.
Með bestu kveðju,
Ögmundur