RAUSNARSKAPUR BANDARÍKJANNA - AÐ ÓGLEYMDUM HINUM VILJUGU BANDAMÖNNUM ÞEIRRA
Á vef RÚV má lesa "Bandaríkjastjórn gerir ráð fyrir að senda 15
milljóna dollara aðstoð á flóðasvæðin í Asíu til að byrja með, en
þegar hafa verið lagðir fram 400.000 dollarar."
Til fróðleiks hefur stríðið í Írak kostað Bandaríkjamenn
200.000.000.000 dollara.
Íslenska ríkistjórnin - hinir viljugu bandamenn- virðist
vinna eftir sömu forgangsröð. Ríkisstjórnin hefur lofað 5 milljónum
á sama tíma og eyða á að minnsta kosti 300 milljónum í svokallaða
friðargæslu, þ.e. íslenska herinn. Krafan er að Íslendingar hætti
að hreinsa eftir Bandaríska herinn og verji öllum peningum sem við
það sparast til hjálparsarfs vegna náttúruhamfara. Ég fagna tillögu
þingflokks VG um aukin framlög til hjálparstarfs.
Rúnar Sveinbjörnsson