Fara í efni

Varðstaða verkalýðsfélaga í alþjóðamálum mikilvæg

Sannast sagna þykir mér virðingarvert hve vel BSRB er vakandi í alþjóðamálum. Ég sé á heimasíðu þinni, að formaður Póstmannafélagsins, Þuríður Einarsdóttir, er nú kominn til Japans á vegum BSRB ásamt Einari Ólafssyni, einnig frá BSRB og Gylfa Arnbjörnssyni frá ASÍ. Það er gott að BSRB einblíni ekki bara á Evrópusambandið en er þó vakandi yfir því sem þar er að gerast, sbr. Þjónustutilskipunina. Hún er tilræði við velferðarþjóðfélagið og ég hvet til þess að barist verði gegn henni með kjafti og klóm. Það er mikilvægt að standa alþjóðavaktina því á þeim vettvangi er örlögum okkar ráðið til lykta.
Félagi í BSRB

  Ég er hjartanlega sammála þér varðandi Þjónustutilskipun ESB sem BSRB hefur tekið föstum tökum og hefur oft komið til umfjöllunar hér á síðunni ( nú síðast hér). Varðandi för þeirra Einars og Þuríðar til Japans bendi á að pistla sem Einar Ólafsson sendi frá heimsþingi Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga, sem þar er haldið og  er hægt að nálgast þá á heimasíðu BSRB.
Með kveðju,
Ögmundur

1. pistillinn

2. pistillinn

3. pistillinn