AÐ HRUNI KOMINN 2004
Hér á síðunni hefur þú oft vakið athygli á ýmsu uppbyggilegu sem
er að gerast á róttækari væng stjórnmálanna, eða eigum við
einfaldlega að segja, á þeim væng stjórnmálanna þar sem ekki
ríkir doði og meðvitundarleysi. Mig langar til að vekja
athygli á námssmiðju um NATÓ, sem á að hefjast á miðvikudaginn n.k.
kl. 17-19 og á að enda í lok janúar. Nemendur hittast á tveggja
vikna fresti. Staður...
N.N.
Lesa meira
Einu sinni var kanadískt olíufélag sem langaði að slá sér niður
á Íslandi og selja Íslendingum ódýrara bensín og útgerðinni ódýrari
olíur. Þetta vildi olíufélagið gera vegna þess að það vissi, eins
og við öll, að hér ríkti fákeppni og hér var hægt að græða á
bensínsölu. Þetta var um svipað leyti og Reykjavíkurlistinn lagði
íhaldið að velli í Reykjavík. Áhugi Kanadamannanna vakti vonir
alþýðukonu um lægra orkuverð og hún fylgdist spennt með tilraunum
þeirra til að koma sér fyrir í Reykjavík og nágrenni. Eitthvað gekk
það illa. Skyndilega varð lítið framboð af lóðum undir
bensínstöðvar, erfiðleikar að koma olíuskipum að í höfnum í
Reykjavík og þannig mætti ...
Ólína
Lesa meira
Þórólfur vill þrauka enn,
Kristján Hreinsson, skáld
Lesa meira
...Það var nefnilega þannig að þegar Ingibjörg réði Þórólf sagði
hann henni sjálfur frá því að hann væri í rannsókn
Samkeppnisstofnunar vegna meintrar aðildar hans að samráðinu. Hún
vissi því af áhættunni og þetta sagði Þórólfur henni til að hún
gæti metið áhættuna af því að ráða hann. Hún hefði getað leitað til
manna einsog Ragnars Aðalsteinssonar hrl., eða leitað óformlega
ráða hjá Samkeppnisstofnun. Ingibjörg Sólrún klúðraði hvorutveggja.
Hún sagði ekki einu sinni...
MT
Lesa meira
Það böl sem er í borgarstjórn
ef borgarstjórinn færir fórn
Kristján Hreinsson, skáld
Lesa meira
...Annars erum við í Snotru á því að þetta sé aðeins lítið brot
af ísjakanum. Hvað um samráð tryggingafélaganna, bankanna,
símafélaganna, byggingarvöruverslana, matvöruverslana og
fleiri og fleiri? Gunnar Birgisson, þingmaður Íhaldsins, hélt
tárvota ræðu á þinginu í vikunni þar sem þessi mál voru til umræðu.
Hann sagðist harma að menn væru tilbúnir að hengja þá menn sem
hrasað hefðu í þessu máli. Um bæinn gengju menn með snærishönk í
vasanum, þá væntanlega til að hafa hengingarsnúruna klára. Ábúendur
hér í Snotru eru ekki mikið gefnir fyrir að hengja fólk, erum því
reyndar fráhverf. Hins vegar þarf að ...
Runki frá Snotru
Lesa meira
...Nú er skyndilega komin upp ný staða. Tveir risar hafa slegið
sér niður á fjölmiðlamarkaðnum og báðir eru símafyrirtæki,
dreifendur og framleiðendur efnisins sem fjölmiðlarnir framleiða. Á
blaðamarkaðnum ráða Norðurljós yfir dreifingunni, og í ljósvakanum
eru Síminn og Og fjarskipti dreifendur og framleiðendur efnis.
Brynjólfur Bjarnason forstjóri Símans er aðal talsmaður Skjás eins
og norðurljósabatteríð, eða fjölmiðlarnir sem eru undir því skilti,
eru nú undir stjórn eins manns sem að því er virðist er bæði
handgenginn aðaleigendum samsteypunnar og er þarf fyrir utan einn
af eigendum fyrirtækisins...Talsmenn Norðurljósa halda ekki vatni
yfir stjórnvisku Sigurðar G. Guðjónssonar...Ef marka má
yfirlýsingar norðurljósamanna á hann stærstan þátt í að koma í veg
fyrir endanlegt gjaldþrot Norðurljósa. Af hverju var hann þá
rekinn, eða af hverju þurfti að fórna honum? Getur verið að hann
sé...
Stefán
Lesa meira
...Þú nefnir þarna að Ríkisstjórnin sé að koma Þjóðareignum til
fákepnisrisanna. Hefði ekki átt að samþykkja fjölmiðlafrumvarpið?
En áfram með Olíufélögin. Þetta er Þjófnaður um hábjartan
dag.
kv. Gunnar
Lesa meira
BSRB á þakkir skildar fyrir að standa að fundinum um drög að
þjónustutilskipun ESB, þar sem fulltrúar samtaka evrópskra
opinberra starfsmanna kynntu viðhorf sín. Mér finnst hins vegar
upplýsingar þeirra undirstrika enn frekar nauðsyn þess að menn
einsog Ögmundur sláist í lið með okkur Evrópusinnum, taki upp
baráttuna fyrir að ganga þar inn, til að við getum læst okkur þar
saman í sameiginlegri baráttu gegn ýmsu miður góðu sem þar er á
ferð. Ég trúi því nefnilega í hjarta mínu að það sé ekki erfitt að
breyta Evrópusambandinu í átt að auknu lýðræði, og í átt að
vinsamlegri stefnu gagnvart þróunarríkjunum. Viðskiptafrelsi þeirra
inn á svæði ESB tel ég vera bestu aðferðina til að hjálpa þeim til
að brjótast til bjargálna. Ég treysti mér til að fara langt í að
breyta sambandinu í þá átt ef ég hef vaska baráttumenn einsog
eiganda þessarar heimasíðu...
Össur Skarphéðinsson,
formaður Samfylkingarinnar.
Lesa meira
Þú segir: "Talið er að fjárfestingin fyrir hvert starf í
tengslum við stóriðjuna fyrir austan kosti á bilinu 300 til 500
milljónir króna." Ég spyr því, hvað tekur langan tíma að borga það
niður? Þetta er væntanlega tekið af skattpeningum okkar
Íslendinga...
Hrafnkell Daníelsson
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum