40 ÍRASKIR STRÍÐSKLUKKUTÍMAR

Sæll.
Ég var að lesa pistil þinn um hjálparaðstoðina. Ríkisstjórnin sem virtist virtist miða sig við Pokasjóð hefði sennilega aldrei hækkað framlag sitt ef VG hefði ekki látið í sér heyra og þannig komið áleiðis reiði fjölda fólks yfir þessari smánarlegu upphæð.

Davíð hélt því fram að þetta hefði bara verið nokkurs konar "fyrsta hjálp" en svo hefði komið í ljós að umfangið hefði verið miklu meira - miklu fleiri látnir en áður var haldið. Þetta finnst mér óþolandi vegna þess að hinum látnu verður ekki hjálpað - því miður. Það var strax metið svo að 5 milljónir manna væru heimilislausar eftir að flóðbylgjan reið yfir. Ríkisstjórnin ákvað að gefa eina krónu á mann. Undan því kemst Davíð Oddsson ekki.
Þvaðrið um að hvergi nokkurs staðar í heiminum sé neitt sagt í þessa átt (eins og  gagnrýni VG) af einum né neinum (rétt eins og tal Björns Bjarnasonar um að allir í Evrópu nema VG vilji vera í NATO) er svo eftir öðru. Mér skilst að utanríkisráðherrann sé í fríi á Flórída en í Bandaríkjunum hefur það verið gagnrýnt af mannúðarsamtökum og friðarhreyfingum að framlag höfðingjanna í Hvíta húsinu til hjálparstarfsins jafngildi rúmlega 40 klukkustunda stríðsrekstri í Írak miðað við það sem hann hefur kostað undanfarin tæp tvö ár.

Kveðja,
Haffi

Fréttabréf