SKYLDI RÍKISSTJÓRNIN SKILJA SJÁLFA SIG?

Ég vil þakka Stefáni fyrir mjög upplýsandi bréf um hlutdeild Íslands í Íraksstríðinu hér á síðunni. Við lestur bréfsins rann upp fyrir mér að sennliega hafi ráðherrarnir tveir DO og HÁ aldrei fyllilega skilið hvað þeir voru að gera nema hvað Halldór hefur sennilega haldið að skuldbinding þeirra félaga hefði átt að leiða til þess að Ísland færi á leynilegan leppríkjalista. Ýmis ummæli Halldórs Ásgrímssonar verða mér nú skiljanlegri. Ég vona að sá tími renni upp að einnig hann muni skilja sjálfan sig. Ég veit að til mikils er mælst.
Kveðja,
Sunna Sara

Þakka kærlega bréfið Sunna Sara. Sammála þér um bréf Stefáns. HÉR er slóðin.
Kveðja,
Ögmundur

Fréttabréf