VAR ÞETTA KENNT Í LÆRÐA SKÓLANUM?

Ögmundur viltu spyrja fólkið þitt hjá símanum, hvernig 2-3 símaheimtaugar inn í hús, frá sitt hvoru símakerfinu geti lækkað símakostnað. Alla vega viljum við í Snotru aðeins eina símaheimtaug og eina rafmagnsheimtaug. Einnig nægir okkur eitt vatnsrör. Er ef til vill hægt að spara með að hafa þær tvær? Hvað er að ske, varla var þetta kennt í Lærða skólanum við Lækjagötu.
Runki frá Snotru

Sæll Runki og takk fyrir bréfið. Nei, ég held hins vegar að þetta sé kennt í stjórnmálaskóla Framsóknarflokksins.
Kveðja,
Ögmundur

Fréttabréf