AÐ HRUNI KOMINN Febrúar 2005

TIL HAMINGJU MEÐ VIÐURKENNINGUNA JÓHANNA

Mig minnir að ég hafi séð haft eftir verkamanni úr Spunaverksmiðju hringsins í blaði að rannsóknarblaðamennska væri sprelllifandi á Íslandi. Ég neita því ekki að ég varð hugsi þegar ég las þetta og velti nokkuð fyrir mér ummælunum. Svo kom að því að blaðamenn lyftu sér upp og skiptu með sér blaðamannaverðlaunum. Um þau má hafa langt mál og vafalaust sýnist sitt hverjum um þá sem tilnefndir voru. Það sem mér þykir merkilegast við þessi blaðamannaverðlaun er að Jóhanna Kristjónsdóttir skuli ekki hafa verið tilnefnd til verðlauna fyrir ...Gott að til var Hagþenkir því Jóhanna á skilið að fá verðlaun fyrir blaðamennsku sína. Blaðamannasamtökin og dómnefndin hefðu...
Stefán

Lesa meira

SKYLDI RÍKISSTJÓRNIN SKILJA SJÁLFA SIG?

Ég vil þakka Stefáni fyrir mjög upplýsandi bréf um hlutdeild Íslands í Íraksstríðinu hér á síðunni. Við lestur bréfsins rann upp fyrir mér að sennliega hafi ráðherrarnir tveir DO og HÁ aldrei fyllilega skilið hvað þeir voru að gera nema hvað Halldór hefur sennilega haldið að skuldbinding þeirra félaga hefði átt að leiða til þess að ...
Sunna Sara

Lesa meira

ENDURMENNTUN ALÞINGISMANNA

...Tilefni þess að spurningarnar vöknuðu hjá okkur yfir saklausum kaffibolla í kvöld eru yfirlýsingar forsætisráðherra eftir að hann fékk aftur málið. Fyrst ætlaði ráðherra að svara öllu um Íraksmálið sem þú birtir til allrar hamingju á netinu hjá þér. Eftir að hafa lesið viðtalið misstum við þráðinn í málinu öllu. Það lenti einhvern veginn allt í kross hjá kallinum. Svo ætlaði forsætisráðherra að útskýra Landssímamálið. Það lenti líka í tómu tjóni hjá ráðherranum. Fyrst segir hann að þjónustan batni með sölu Símans, svo segir hann að dreifikerfi landsbyggðarinnar batni við sölu Símans og svo bætir hann við í kvöld að fyrst vilji hann selja Símann og setja svo 800 milljónir í sjóð til að byggja upp dreifikerfi GSM meðfram þjóðveginum því enginn sé að sinna því. Í gærkvöldi fjallaði forsætisráðherra um afnotagjöld RÚV. Þau vill hann leggja niður af því þau séu barn síns tíma, rétt eins og menntamálaráðherrann sem er að bregðast við athugasemdum ESA sem hafa enn ekki borist! Þessi ruglandi og þessi þvæla er með slíkum endemum að...
Ólína

Lesa meira

"RÍKISSTJÓRNARSJÓNVARPIÐ" TIL BJARGAR HALLDÓRI?

Alveg gengur fram af mér að sjá hvernig ríkissjónvarpið, sem greinilega væri réttara að kalla "ríkisstjórnarsjónvarpið", eltir Halldór Ásgrímsson þessa dagana fram og aftur um landið og kemur svo með hallærislegar langlokufréttir á kvöldin þar sem Halldór er yfirleitt ekki að segja nokkurn skapaðan hlut. Þegar hann er svo að fjalla um einhver deilumál líðandi stundar eins og einkavæðingu Símans með grunnnetinu þá fær hann einn að rausa um það og spilaðir langir eintalsþættir með þessu líka skemmtiefni þar sem hann tuðar um þetta á Verslunarþinginu eða yfir einhverjum hræðum á Framsóknarfundi á Selfossi. Ekki er svo mikið sem haft fyrir því ...Svo er sagt að Halldór sé með heilan hóp auglýsingamanna og áróðursmanna á launum hjá ríkinu...Hvað getum við skattborgararnir gert ..
Jóhann SG.

Lesa meira

ÞEIR LJÚGA ENGU VESTRA

Það sem átti að verða skýrt reyndist svo loðið og teygjanlegt. Ég á við útskýringar forsætisráðherra á því sem gerðist í aðdraganda innrásarinnar í Írak. Vestur í Bandaríkjunum hugsa menn skýrar og koma vel fyrir sig orði. Á blaðamannafundi um hádegisbil í utanríkisráðuneytinu bandaríska, 18. mars 2003, sagði Robert Boucher, talsmaður ráðuneytisins: "Það eru 30 lönd sem hafa fallist á að vera í hópi þeirra þjóða sem vilja afvopna Íraka tafarlaust. Þetta eru löndin sem við höfum leitað til og spurt: "Viljiði vera með?" og þau hafa sagt: "Já." Talsmaður Colin Powells les síðan upp viljugu ríkisstjórnirnar og þar er Ísland á blaði...Það sem kannski er sérstaklega áhugavert við kattarþvott forsætisráðherra er að ráðherra er lítt og ekkert spurður um hinn langa aðdraganda þess að listi hinna viljugu landa verður til og vonandi hafiði í stjórnarandstöðunni meira þrek til að spyrja en kom fram í umræðum um málið í vikunni Ögmundur. Til dæmis um þetta...
Stefán

Lesa meira

VAR ÞETTA KENNT Í LÆRÐA SKÓLANUM?

Ögmundur viltu spyrja fólkið þitt hjá símanum, hvernig 2-3 símaheimtaugar inn í hús, frá sitt hvoru símakerfinu geti lækkað símakostnað. Alla vega viljum við í Snotru aðeins eina símaheimtaug og eina rafmagnsheimtaug. Einnig nægir okkur eitt vatnsrör. Er ef til vill hægt að spara með að hafa...
Runki frá Snotru
Lesa meira

SÍMADÓNARNIR

Í lesendabréfi hér á síðunni fer Ólína mikinn út af því að Skjár einn skuli senda út knattspyrnuleiki með enskum þulum og þar á eftir ræðst hún harkalega að yfirstjórn Símans fyrir að bjóða notendum Breiðbandsins upp á kóngabláar myndir á Adult Channel.
Sammála er ég Ólínu um það að ekki er boðlegt að knattlýsingar fyrir Íslendinga fari fram á ensku. Hún lætur hins vegar vera að kvarta undan því að...
Með góðri kveðju,
Jón frá Bisnesi

Lesa meira

OPINBERIR LÖGBRJÓTAR OG KLÁMHUNDAR?

...Mér finnst þetta vera svo mikið mál að það ætti að svipta Skjá 1/Símann útvarpsleyfinu, eða láta forstjórann fara og breyta ákvörðun hans. Þú mátt í leiðinni spyrjast fyrir um það hjá ábyrgðarmönnum Símans sem sendir dag hvern út klám á Breiðbandinu (Adult Channel) hvort þær útsendingar séu liður í menningarviðleitni hins opinbera, eða hluti af jafnréttisáætlun ríkisstjórnarinnar og Símans. Hvernig á að vera hægt að gera kröfur til einkastöðva þegar hið opinbera fer á skjön við lög og úrskurði og hagar sér eins og hver annar klámhundur? Mér finnst í þessu enginn munur á framkvæmdastjóra súlustaðarins og forstjóra Símans. Þú mættir líka nefna stjórnarmenn Símans og Skjás 1 á nafn í máli þinu til að ...
Ólína
Lesa meira

SIGUR LÝÐRÆÐISINS Í FRAMSÓKN

Eftirfarandi frétt var að berast . "Laganefnd Framsóknarflokksins hefur komist að þeirri niðurstöðu að aðalfundur Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, sem haldinn var 27. janúar, hafi verið ólöglegur… Ég sendi þér línu um daginn Ögmundur, þar sem ég trúði ekki öðru en að flokkurinn gæti  komið í veg fyrir fjölgun í flokknum og það konur.  þeim tókst það. Eitt núll fyrir Framsókn. Gamlir félagar í flokknum geta nú aftur tekið gleði sína, allavega...
Runki frá Snotru.

Lesa meira

“KALDHÆÐNI ÖRLAGANNA” Í ÞJÓÐARBÓKHLÖÐUNNI

Ekki vísast hér til titils hinnar frábæru bókar eftir verðlaunahöfundinn Cassie Miles, sem út kom árið 1994, tilheyrandi þeirri ágætu rauðu seríu; Ástir og afbrot, og má sem flestar aðrar perlur bókmenntanna nálgast á þjóðbókasafni Íslendinga. Nei, hér vísast til ummæla Sigrúnar Klöru Hannesdóttur landsbókavarðar í DV í gær þar sem hún "harmar" nýskeðar "uppsagnirnar" á gamalgrónu starfsfólki Þjóðarbókhlöðunnar og segir það "kaldhæðni örlaganna að nýtt starfsmat sem færi starfsmönnum hærri laun þurfi að kosta nokkra þeirra vinnuna". Með öðrum orðum kennir Sigrún þeim sem eftir sitja um atvinnumissi hinna. Þetta verður að teljast ...
Fyrrverandi starfsmaður Landsbókasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

Lesa meira

Frá lesendum

KEFLAVÍKURGÖNGUR GEGN VINSTRI GRÆNUM!!

Vinstri menn og konur fóru um langa hríð í árvissar Keflavíkurgöngur gegn hersveit á Miðnesheiði. Nú er varnarliðið farið, en þá allt í einu spretta  fram Vinstri grænir og taka sér varðstöðu - um íslenska kvótahafa. Hvað næst? Keflavíkurgöngur gegn Vinstri grænum?
Svik sjálfsæðismanna við eigin gildi, þeas eignaréttinn og frjálsa samkeppni eru svo sem augljós. Þeir mega þó eiga það 1% hægrimennirnir að þeir eru ...
Emil J. Ragnarsson.

Lesa meira

,,FLOTT SUMARFRÍ‘‘

Á húsvögnum nú hendast um landið
hamast við að slappa af
Með kórónuveiruna blús og blandið
og fimmþúsundin sem Bjarni gaf.

Nú Samherjasirkusinn sjáum
því saklausar aðgerðir dáum
múlbinda tarfinn
börnin fá arfinn
öllu haldið á svæðum gráum?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð. 

Lesa meira

VIÐ LÁTIN BORGA ERLENDRI AUGLÝSINGASTOFU TIL AÐ TREKKJA AÐ ÍSLANDI!

Í fjölmiðlum kemur fram að innan heilbrigðisgeirans sé gagnrýnt hve hratt eigi að fara í að opna landið fyrir ferðamönnum. Nú les ég að skattgreiðendur verði látnir greiða reikning til breskrar auglýsingastofu upp á fleiri hundruð milljónir til að trekkja að sem allra flest aðkomufólk. Af þessi vakna tvær spurningar: 1) Meina stjórnendur þessa lands ekkert með tali sínu og skrifum um að kaupa eigi íslenskt? 2) Eitt er að opna landið, annað að vilja gleypa allan heiminn! Þykir þetta góð dómgreind? Var meiri hófsemi í ferðamennskunni ekki ...
Sunna Sara

Lesa meira

HÓF VERÐI Á TÚRISMANUM!

Oft hef ég séð þig skrifa til stuðnings ferðamennsku Ögmundur. Ég hef verið þér sammála en finn að ég er að snúa við blaðinu - svona innra með mér.
Nú í veirufárinu er ferðamennskan fyrir bí - í bili.
Hvílíkur léttir! Getur ekki orðið of mikið um áganginn af ferðamönnum - bæði þeim hér og þá sömuleiðis af okkur í útlöndum? Barselóna og Feneyjar vilja helst ...
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira

NÓG AÐ GERA FYRIR NÝFENGIÐ VINNUAFL

Komdu sæll og ávallt blessaður. Þar eð þú ert fyrrum þing- og enbættismaður langar mig að koma því í letur til þín nú þegar allar horfur eru á að mikill fjöldi manna verði á launum  hjá ríkinu að þegar túrisminn kom svo ört til landsins að fólkið örnaði sér úti um móa og holt í landinu til litils sóma, hvort ekki væri nú tækifæri nú til að setja göngustíga, varnargirðingar, salerni með nýfengnu vinnuafli? ...
Jónas

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: MEIRIHLUTI VALDAKLÍKUNNAR ER ANDSNÚINN LÝÐRÆÐI

Meðal þess sem illa hefur gengið að ná fram á Íslandi er lýðræðisumbætur. Kallað hefur verið eftir auknu lýðræði, og þá alveg sérstaklega beinu lýðræði, þannig að hægt sé að skjóta þýðingarmiklum málum beint til þjóðarinnar. Íslenska valdaklíkan er hins vegar almennt skipuð afar valdagráðugu og stjórnlyndu fólki sem lítur á þjóðina sem uppsprettu atkvæða en ekki hóp fólks með sjálfstæðan vilja. Almennt kæra þessir stjórnmálamenn (klíkubræður og systur) ...

Lesa meira

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA TVÖ - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ORKUPAKKI 4

Þessi grein er framhald síðustu greinar, frá 20. janúar 2020, um sama efni. Haldið verður áfram að rekja innihald tilskipunar ESB 2019/944 um raforku. Tilskipunin er hluti af orkupakka 4. Í síðustu grein var endað á 16. gr. tilskipunarinnar. Eins og áður hefur komið fram brugðust Alþingi og ríkisstjórn Íslands algerlega í orkumálum þjóðarinnar með innleiðingu á orkupakka 3. Hið sama gerðu fyrri þing og fyrri ríkisstjórnir sem vörðuðu leiðina að takmarki einka- og braskvæðingar orkulindanna og nýtingar þeirra. Þjóðin er aldrei spurð álits en vísað til þess að menn hafi umboð kjósenda eftir kosningar. Það eru rök sem halda alls ekki enda eru þeir fáir þingmennirnir sem standa við loforð sín eftir kosningar. „Það er leikur að ljúga leikur sá er mér kær“ var sungið í áramótaskaupinu árið 1967, í umsjón Flosa Ólafssonar ... 

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: COVID-FARALDUR OG KREPPA - SKOÐUN

Ísland er nú á miðjum skala yfir dánartíðni vegna Covid-19 í heiminum. Dánartíðnin á heimsvísu sýnist sambærileg við árstíðabundna inflúensu, en viðbrögðin eru alveg ósambærileg. „Aukaverkanir“ heilbrigðisstefnunnar eru kreppa sem er líkleg til að valda miklu meiri þjáningu en veikin sjálf. Íslensk stjórnvöld stæra sig af glæstum árangri í baráttunni við heimsfaraldurinn Covid-19. Aðeins 10 eru dánir af veikinni á Íslandi (af Covid-19 og öðrum undirliggjandi sjúkdómum), af 357 þúsund manna þjóð. Dánartíðni vegna sjúkdóma er gjarnan mæld sem hlutfall af milljón, og íslenska dánartalan tilsvarar 28 eða 29 af milljón. Our World in Data er rannsóknarstofnun tengd háskólanum í Oxford og ástundar útreikninga um hnattræn vandamál, fátækt, sjúkdóma, hungur, loftslagsbreytingar, stríð m.m. og byggir á ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: HUGLEIÐINGAR UM COVID-KREPPU

... Getur ein veira sem er ekki sýnist afskaplega mannskæð miðað við sumar aðrar (sjá hér aftar) valdið þvílíkum skaða á efnahagslífi og samfélagi? Nei, en veiran kemur sem viðbót við aðra sjúkdóma sem hrjá hið kapítalíska efnahags- og samfélagskerfi og því verða afleiðingarnar meiri en sjúkdómurinn sjálfur gefur tilefni til ... Fæðuöryggið er í öfugu hlutfalli við stig hnattvæðingar. Kreppan opinberar að „fæðuflæðið“ er líka mjög viðkvæmt. Það má ljóst vera, og tengist hnattvæðingarþróun, að sjálfbjargarstig Íslands hefur aldrei verið minna en nú. Í þessu efni eiga bændur og bæjarbúar (og umhverfissinnar) nú augljóslega sameiginlega hagsmuni af að byggja það aftur upp. ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar