AÐ HRUNI KOMINN Febrúar 2005

TIL HAMINGJU MEÐ VIÐURKENNINGUNA JÓHANNA

Mig minnir að ég hafi séð haft eftir verkamanni úr Spunaverksmiðju hringsins í blaði að rannsóknarblaðamennska væri sprelllifandi á Íslandi. Ég neita því ekki að ég varð hugsi þegar ég las þetta og velti nokkuð fyrir mér ummælunum. Svo kom að því að blaðamenn lyftu sér upp og skiptu með sér blaðamannaverðlaunum. Um þau má hafa langt mál og vafalaust sýnist sitt hverjum um þá sem tilnefndir voru. Það sem mér þykir merkilegast við þessi blaðamannaverðlaun er að Jóhanna Kristjónsdóttir skuli ekki hafa verið tilnefnd til verðlauna fyrir ...Gott að til var Hagþenkir því Jóhanna á skilið að fá verðlaun fyrir blaðamennsku sína. Blaðamannasamtökin og dómnefndin hefðu...
Stefán

Lesa meira

SKYLDI RÍKISSTJÓRNIN SKILJA SJÁLFA SIG?

Ég vil þakka Stefáni fyrir mjög upplýsandi bréf um hlutdeild Íslands í Íraksstríðinu hér á síðunni. Við lestur bréfsins rann upp fyrir mér að sennliega hafi ráðherrarnir tveir DO og HÁ aldrei fyllilega skilið hvað þeir voru að gera nema hvað Halldór hefur sennilega haldið að skuldbinding þeirra félaga hefði átt að leiða til þess að ...
Sunna Sara

Lesa meira

ENDURMENNTUN ALÞINGISMANNA

...Tilefni þess að spurningarnar vöknuðu hjá okkur yfir saklausum kaffibolla í kvöld eru yfirlýsingar forsætisráðherra eftir að hann fékk aftur málið. Fyrst ætlaði ráðherra að svara öllu um Íraksmálið sem þú birtir til allrar hamingju á netinu hjá þér. Eftir að hafa lesið viðtalið misstum við þráðinn í málinu öllu. Það lenti einhvern veginn allt í kross hjá kallinum. Svo ætlaði forsætisráðherra að útskýra Landssímamálið. Það lenti líka í tómu tjóni hjá ráðherranum. Fyrst segir hann að þjónustan batni með sölu Símans, svo segir hann að dreifikerfi landsbyggðarinnar batni við sölu Símans og svo bætir hann við í kvöld að fyrst vilji hann selja Símann og setja svo 800 milljónir í sjóð til að byggja upp dreifikerfi GSM meðfram þjóðveginum því enginn sé að sinna því. Í gærkvöldi fjallaði forsætisráðherra um afnotagjöld RÚV. Þau vill hann leggja niður af því þau séu barn síns tíma, rétt eins og menntamálaráðherrann sem er að bregðast við athugasemdum ESA sem hafa enn ekki borist! Þessi ruglandi og þessi þvæla er með slíkum endemum að...
Ólína

Lesa meira

"RÍKISSTJÓRNARSJÓNVARPIÐ" TIL BJARGAR HALLDÓRI?

Alveg gengur fram af mér að sjá hvernig ríkissjónvarpið, sem greinilega væri réttara að kalla "ríkisstjórnarsjónvarpið", eltir Halldór Ásgrímsson þessa dagana fram og aftur um landið og kemur svo með hallærislegar langlokufréttir á kvöldin þar sem Halldór er yfirleitt ekki að segja nokkurn skapaðan hlut. Þegar hann er svo að fjalla um einhver deilumál líðandi stundar eins og einkavæðingu Símans með grunnnetinu þá fær hann einn að rausa um það og spilaðir langir eintalsþættir með þessu líka skemmtiefni þar sem hann tuðar um þetta á Verslunarþinginu eða yfir einhverjum hræðum á Framsóknarfundi á Selfossi. Ekki er svo mikið sem haft fyrir því ...Svo er sagt að Halldór sé með heilan hóp auglýsingamanna og áróðursmanna á launum hjá ríkinu...Hvað getum við skattborgararnir gert ..
Jóhann SG.

Lesa meira

ÞEIR LJÚGA ENGU VESTRA

Það sem átti að verða skýrt reyndist svo loðið og teygjanlegt. Ég á við útskýringar forsætisráðherra á því sem gerðist í aðdraganda innrásarinnar í Írak. Vestur í Bandaríkjunum hugsa menn skýrar og koma vel fyrir sig orði. Á blaðamannafundi um hádegisbil í utanríkisráðuneytinu bandaríska, 18. mars 2003, sagði Robert Boucher, talsmaður ráðuneytisins: "Það eru 30 lönd sem hafa fallist á að vera í hópi þeirra þjóða sem vilja afvopna Íraka tafarlaust. Þetta eru löndin sem við höfum leitað til og spurt: "Viljiði vera með?" og þau hafa sagt: "Já." Talsmaður Colin Powells les síðan upp viljugu ríkisstjórnirnar og þar er Ísland á blaði...Það sem kannski er sérstaklega áhugavert við kattarþvott forsætisráðherra er að ráðherra er lítt og ekkert spurður um hinn langa aðdraganda þess að listi hinna viljugu landa verður til og vonandi hafiði í stjórnarandstöðunni meira þrek til að spyrja en kom fram í umræðum um málið í vikunni Ögmundur. Til dæmis um þetta...
Stefán

Lesa meira

VAR ÞETTA KENNT Í LÆRÐA SKÓLANUM?

Ögmundur viltu spyrja fólkið þitt hjá símanum, hvernig 2-3 símaheimtaugar inn í hús, frá sitt hvoru símakerfinu geti lækkað símakostnað. Alla vega viljum við í Snotru aðeins eina símaheimtaug og eina rafmagnsheimtaug. Einnig nægir okkur eitt vatnsrör. Er ef til vill hægt að spara með að hafa...
Runki frá Snotru
Lesa meira

SÍMADÓNARNIR

Í lesendabréfi hér á síðunni fer Ólína mikinn út af því að Skjár einn skuli senda út knattspyrnuleiki með enskum þulum og þar á eftir ræðst hún harkalega að yfirstjórn Símans fyrir að bjóða notendum Breiðbandsins upp á kóngabláar myndir á Adult Channel.
Sammála er ég Ólínu um það að ekki er boðlegt að knattlýsingar fyrir Íslendinga fari fram á ensku. Hún lætur hins vegar vera að kvarta undan því að...
Með góðri kveðju,
Jón frá Bisnesi

Lesa meira

OPINBERIR LÖGBRJÓTAR OG KLÁMHUNDAR?

...Mér finnst þetta vera svo mikið mál að það ætti að svipta Skjá 1/Símann útvarpsleyfinu, eða láta forstjórann fara og breyta ákvörðun hans. Þú mátt í leiðinni spyrjast fyrir um það hjá ábyrgðarmönnum Símans sem sendir dag hvern út klám á Breiðbandinu (Adult Channel) hvort þær útsendingar séu liður í menningarviðleitni hins opinbera, eða hluti af jafnréttisáætlun ríkisstjórnarinnar og Símans. Hvernig á að vera hægt að gera kröfur til einkastöðva þegar hið opinbera fer á skjön við lög og úrskurði og hagar sér eins og hver annar klámhundur? Mér finnst í þessu enginn munur á framkvæmdastjóra súlustaðarins og forstjóra Símans. Þú mættir líka nefna stjórnarmenn Símans og Skjás 1 á nafn í máli þinu til að ...
Ólína
Lesa meira

SIGUR LÝÐRÆÐISINS Í FRAMSÓKN

Eftirfarandi frétt var að berast . "Laganefnd Framsóknarflokksins hefur komist að þeirri niðurstöðu að aðalfundur Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, sem haldinn var 27. janúar, hafi verið ólöglegur… Ég sendi þér línu um daginn Ögmundur, þar sem ég trúði ekki öðru en að flokkurinn gæti  komið í veg fyrir fjölgun í flokknum og það konur.  þeim tókst það. Eitt núll fyrir Framsókn. Gamlir félagar í flokknum geta nú aftur tekið gleði sína, allavega...
Runki frá Snotru.

Lesa meira

“KALDHÆÐNI ÖRLAGANNA” Í ÞJÓÐARBÓKHLÖÐUNNI

Ekki vísast hér til titils hinnar frábæru bókar eftir verðlaunahöfundinn Cassie Miles, sem út kom árið 1994, tilheyrandi þeirri ágætu rauðu seríu; Ástir og afbrot, og má sem flestar aðrar perlur bókmenntanna nálgast á þjóðbókasafni Íslendinga. Nei, hér vísast til ummæla Sigrúnar Klöru Hannesdóttur landsbókavarðar í DV í gær þar sem hún "harmar" nýskeðar "uppsagnirnar" á gamalgrónu starfsfólki Þjóðarbókhlöðunnar og segir það "kaldhæðni örlaganna að nýtt starfsmat sem færi starfsmönnum hærri laun þurfi að kosta nokkra þeirra vinnuna". Með öðrum orðum kennir Sigrún þeim sem eftir sitja um atvinnumissi hinna. Þetta verður að teljast ...
Fyrrverandi starfsmaður Landsbókasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

Lesa meira

Frá lesendum

ENGINN TIL AÐ HAFA VIT FYRIR KJÁNUM

Hjartanlega er ég sammála Sunnu Söru sem skrifar hér á síðunni um það hvernig við erum gerð að viðundri með hallærisauglýsingum erlendis þar sem fólki er boðið að skrækja í míkrófón og óhljóðunum síðan útvarpað á Íslandi í þar til gerðum hátölurum. Nú er væntanlega búið að borga fyrir þetta en verður þetta rugl ekki stöðvað og lokað fyrir frekari greiðslur? Getur verið að til standi að koma upp hátölurum fyrir þessa háðung? Ef svo er þá mótmæli ég því að mínum skattpeningum verði áfram varið til þessarar niðurlægingar. Er enginn á stjórnarheimilinu til að ...
Jóel A.

Lesa meira

ÞEGAR ÞJÓÐ ER HÖFÐ AÐ FÍFLI

Eins og ég skil þetta þá er nú auglýst í útlöndum að fólki standi til boða að öskra í míkrófón og verði gólinu útvarpið víðsvegar um Ísland. Þetta sé að frumkvæði auglýsingastofu sem ríkisstjórnin borgar henni fyrir í því skyni að vekja athygli á Íslandi. Bara einhvern veginn! 
Nú vill svo til að þetta eru mínir peningar og þínir, skattpeningar okkar allra. Viljum við þetta? Varla eru fjárráðin ótakmörkuð þótt dómgreind ráðherranna sé það greinilega. Hvað voru þetta annars mikilr peningar sem þessi erlenda auglýsingastofa fékk? Veit það einhver? Mér finnst ég hafa ...
Sunna Sara

Lesa meira

Í FYRSTA, ÖÐRU, ÞRIÐJA OG FJÓRÐA LAGI

Í fyrsta lagi má spyrja hvort réttlætanlegt sé að setja stórar upphæðir (einn og hálfan milljarð) í að auglýsa Ísland nú þegar við opnum landið fyrir túrisma á nýjn leik. Stóð ekki til að gera það hægt og rólega?  
Í öðru lagi má spyrja hvort sú ríkisstjórn sé með fullum mjalla sem fjármagnar auglýsingaherferð sem byggir á því að útvarpa á víðavangi öskri og góli sem fólki erlendis er boðið að senda Íslandsstofu.
Í þriðja lagi og í ljósi þess að þetta er hluti af efnahagsráðstöfunum ríkisstjórnarinnar vegna veirufaraldursins(!!!) má spyrja hvort braggastráin ...
Jóhannes Gr. Jónsson   

Lesa meira

FÖSTUDAGSREISA

Föstudaginn 10. júlí fóru fjórir mis-aldraðir karlar í bíltúr frá höfuðborgarsvæðinu austur í sveitir, eða eins og sumir segja: „austur fyrir fjall‟. Ekkert þurftu þeir að borga í ríkissjóð fyrir það eitt að fara að heiman, því alþingi okkar Íslendinga hafði ekki auðnast að setja lög um slíkt áður en allir þar á bæ voru sendir heim í sumarleyfi. Veður var með besta móti, logn og blíða sumarsól, er ekið var austur um Hellisheiði á löglegum hámarkshraða. Ferðafélagarnir voru þeir Hafsteinn Hjartarson, Svanur Halldórsson fyrrum leigubílstjori, Sigurjón Antonsson og bílnum ók af öryggisástæðum sá yngsti í hópnum og  hann hafði áður fyrr ekið um í ...
Sigurjón

Lesa meira

HVÍ EKKI SAMEINA FLOKKANA Á ÞINGI?

Það má örugglega ná samlegðaráhrifum með sameiningu flokka á Alþingi. Gríðarleg samstaða náðist strax á fyrstu dögum sitjandi þings um stóraukið framlag til stjórnmálaflokkanna á þingi. Þannig að við höfum reynslu fyrir því að með málefnalegri nálgun má ná fram samstöðu og árangri. Hvers vegna ekki í öðrum málum? 
Hvers vegna ekki í öllum málum? Nú eru allir með NATÓ, EES-samningurinn þykir frábær, samgöngukerfið verði einkavætt og áfram verði sjávarauðlindin sett í framsalskvóta. Nú vantar bara ...
Jóhannes Gr. Jónsson   

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA FJÖGUR - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ESB - ORKUPAKKI 4

Verður nú tekinn upp þráðurinn þar sem frá var horfið og haldið áfram að rekja ákvæði raforkutilskipunar 2019/944 ESB. Í 33. gr. tilskipunarinnar er fjallað um samþættingu rafhleðslustöðva við raforkukerfin (Integration of electromobility into the electricity network).
Í 1. mgr. 33. gr. segir að með fyrirvara um tilskipun Evrópuþingsins og Ráðsins 2014/94 ESB, skuli aðildarríkin setja upp nauðsynleg regluverk til að auðvelda tengingu ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: STRÍÐIÐ GEGN SÝRLANDI - EFNAHAGSVOPNUM BEITT

Stríðið gegn Sýrlandi hefur færst yfir á nýtt skeið. Á meðan dregið hefur úr hernaði heimsvaldassinna gegnum málaliða og trúarlega vígamenn hefur stórlega verið hert á efnahagshernaði gegn hinu stríðshrjáða landi.
RÚV: Rússland og Kína loka á mannúðaraðstoð til Sýrlands!
Í fyrri viku kom RÚV með nokkrar fréttir um að Rússar og Kínverjar hefðu í Öryggisráðinu lokað á innflutning hjálpargagna frá Tyrklandi til Sýrlands (nema gegnum eina landamærastöð) og þeir hefðu í raun „lokað á alla utanaðkomandi mannúðaraðstoð til Sýrlands“. Haft var eftir „ónafngreindum evrópskum diplómata“ að „markmið Rússa – og Sýrlandsstjórnar - sé að ... 

Lesa meira

Kári skrifar: "HEIMABRUGGUÐ STJÓRNSKIPUN", SAMRUNI ORKU(PAKKA)FYRIRTÆKJA Í EVRÓPU OG MAFÍUSTARFSEMI

Í umræðum á Internetinu og víðar má stundum sjá því fleygt fram að Íslendingar muni ætíð halda orkulindum sínum. Sú fullyrðing er eins mikið öfugmæli og nokkuð getur verið. Oft sést þessu haldið fram í tengslum við orkupakka ESB. Þá virðast sumir líta svo á að innri orkumarkaður Evrópu sé þannig gerður að hann tengist ekki öðrum mörkuðum. Það er að sjálfsögðu einnig rangt. Þannig er málið vaxið að með fjölgun orkupakkanna eykst sífellt þrýstingur á frekari markaðs- og ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar: BAKKAFLOPPIÐ.

Skrýtin var átthagaástin bundin við Húsavík, óskin um að geðugur smábær umbreyttist í miðstöð stóriðju. Vegir ástar eru órannsakanlegir. 360.000 tonna álver á Bakka var þó draumur sem brást, en helmingur af 66.000 tonna sílikonfabrikku reis þó sem bót í máli. Draumbót í bili a.m.k. Ágalli er sóðabruni kolafjalla og ógeðfelldar vinnuaðstæður illa haldinna starfsmanna. Afurð má þó ekki aðeins nýta í hernaðartól, vopn og efnabras eitrað. Má jafnvel nýta uppbyggilega líka. 
PCC á Bakka var talin skömm skárri, ríkið albúið til styrktar og Landsvirkjun ekki síður, jafnvel lífeyrissjóðir líka. 
Við pólitískan samfögnuð hróflaði PCC upp fabrikku sinni, rekstur hófst ...

Lesa meira

Kári skrifar: AÐ FARA BAKDYRAMEGIN INN Í EVRÓPUSAMBANDIÐ

Þegar valdaklíkan á Alþingi verður búin að ljúga Ísland inn í Evrópusambandið, ekki síst með þeim „rökum“ að þjóðin sé ekkert á leiðinni þangað, er ljóst að mörg sund munu lokast. Þjóðin mun missa þann rétt að gera alþjóðlega samninga við þriðju ríki [ríki utan ESB] enda fellur sá réttur undir „exclusive competence“ hjá ESB. Sú niðurstaða fæst með því að lesa í samhengi 2. mgr. 3. grTFEU (Lissabon-sáttmálinn) og 216. gr. TFEU. Í 3. gr. kemur fram á hvaða sviðum ESB hefur ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: BANDARÍKIN - STÉTTAANDSTÆÐUR ÞUNGVÆGARI EN RASISMI

Í mótmælaólgunni miklu í Bandaríkjunum eftir dráp lögreglunnar á George Loyd í Minneapolis felst augljóslega gríðarmikil grasrótaruppreisn gegn ríkjandi kerfi. Sterk öfl reyna þó mjög að koma því til leiðar að broddur mótmælanna sneiði framhjá valdakerfi bandaríska auðvaldsins. Hér verða settar fram nokkrar ályktanir um mótmælahreyfinguna ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar