ER HÆGT AÐ VERA VANHÆFARI?

Ótrúleg frétt var að berast: "Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, hefur sagt sig úr stjórnum Almenna lífeyrissjóðsins, Bakkavarar og Sindra hf. Brynjólfur situr að auki í stjórnum fleiri fyrirtækja. Bakkavör og fleiri fyrirtæki, svo sem KB-banki, eiga hlut í Meiði, fjárfestingafélagi sem hefur áhuga á að kaupa Símann." (RUV netréttir)
Þarna viðurkennir Brynjólfur að Almenni lífeyrissjóðurinn, Bakkavör og Sindri hf hyggist kaupa símann. Það er sérstaklega tekið fram að hann ætli ekki að segja sig úr öllum fyrirtækjum sem hann situr í. Það þýðir væntanlega að þau ætla ekki að kaupa Símann, það veit hann allavega. Maður sem situr í stjórn fyrirtækja hlýtur að eiga umtalsvert í viðkomandi fyrirtækjum eða vera fulltrúi klíku. Hvort Brynjólfur er í stjórn eða virkur eigandi skiptir engu máli, hann situr í öllu falli báðum meginn við borðið og er virkur í klíkunni.
Framsókn hefur fiskað vel út á helmingaskiptinguna, nú er komið að Sjálfstæðisflokknum.
Ég vænti þess að þetta verði tekið upp á þingi.
Rúnar Sveinbjörnsson

Fréttabréf