OF FLÓKIÐ FYRIR ÞJÓÐÓLF

Kæri Þjóðólfur.
Enda þótt mér þyki nú orðið afar hvimleitt að lesa greinar eftir fólk sem einhverra hluta vegna kýs að skýla sér á bak við dulnefni, (bendi hér með Ögmundi á að óska eftir því við sína penna að þeir skrifi undir nafni) þá finnst mér rétt að svara þér fáeinum orðum og játa um leið að þú hefðir vel mátt vera miklu fyndnari á minn kostnað. Ég hefði haft gaman af því, en þar sem "framlag" þitt til þarflegs samtals um RÚV bendir til þess að þú sért enn hræddari við stærðfræði en jafnvel ég, þá voga ég samt að spyrja þig: hvernig vilt þú tryggja RÚV nauðsynlegar tekjur á annan hátt en að reikna út skjástærðir og annað þess háttar (og hafa þar með her af gluggagæjum til að mæla)?
Ég get komið með lagfæringu á þínu frumlega innleggi og hún er svona: leggjum útvarpsgjald á hvert einasta mannsbarn í landinu, einhverja tiltekna upphæð á mánuði. Látum svo hvern mann sanna hversu marga tíma á degi hverjum viðkomandi notar ekki þjónustu RÚV. Við því fengjust fjölbreytileg svör: Ég svaf frá kl. 24 - 7 í fyrri nótt! Á laugardaginn var! Nei, þá var ég hjá ömmu í áttræðisafmæli og ég get fullyrt að enginn kveikti á útvarpi og enn síður á sjónvarpi í afmælinu! Ykkur hjá innheimtudeildinni kemur ekkert við hvar konan mín var. Mamma og hún hafa aldrei verið neinar sérstakar vinkonur, þannig að þær eru aldrei saman í afmælum. Að hún hafi horft á sjónvarp á meðan? Það má fjandinn vita - nei, annars. Hún var að hjálpa Þjóðólfi frænda sínum að reikna út hvort fleiri gætu hlustað á útvarp í höll KB-banka við Borgartún, eða tveggja herbergja kjallaraíbúð í Þingholtunum. Því miður reyndist það reikningsdæmi of flókið fyrir Þjóðólf. Með kveðju.
hágé.

Sæll hégé. Auðvutað er hágé ígildi nafnsins Helgi Guðmundsson sem skrifar hér öðuru hvoru í dálkinn Frjálsir pennar. Varðandi nafnbirtingu þá er þetta náttúrlega ekki nafnlausara en svo að ég veit alltaf hver í hlut á og öll skrif birtast að sjálfsögðu á mína ábyrgð, jafnvel þótt ég sé ekki endilega sammála skrifunum, enda stundum um að ræða aðfinnslur við mínar eigin skoðanir og skrif.  Bréfin birtast þannig erkki án ábyrgðar, sem er grundvallaratriði. En það er önnur saga. Bestu kveðjur,
Ögmundur

p.s. HÉR er bréf´Þjóðólfs

Fréttabréf