Fara í efni

SPILAFÍKN

Ögmundur við höfum rætt um félaga okkar og vini sem spilafíknin hefur tekið af öll völd. Einstaklinar misst aleigu sína. Yfirleitt er þetta vel gefið fólk, fíknin fer ekki í manngreinarálit fremur en alkahólsimi. Dapurlegast er þó að það eru mörg þjóðþrifafélög sem “njóta” góðs af starfseminni.
Geta eftirfarandi tillögur hreyft við málinu?
Enga spilakassa þar sem börnum er veitt innganga (18 ár), svo sem í sjoppum.
Enga spilakassa þar sem selt er áfengi.
Hámarksverðlaun 50-100þús.
Ekki megi leggja meira undir en 10-50 krónur í einu.

Til að fjármagna “tapið” eða tekjumissinn, sem þau þjóðþrifafélög og stofnanir yrðu fyrir vegna þessara breytinga, yrði öllum fyrirtækum sem sýna gróða upp á meira en 100-1000 milljónir gert að borga brúsann.
Vonandi er þetta innlegg í umræðuna og vænlegt til samstöðu.
Rúnar Sveinbjörnsson

Þakka þér bréfið Rúnar og góðar hugmyndir.
Kveðja,
Ögmundur