AÐ HRUNI KOMINN Apríl 2005
...Þegar leið á umræðuna kom betur og betur í ljós að samtökin
tala greinilega fyrst og fremst máli þeirra sem vilja afnema ÁTVR
og koma vínsölu inn í almennar matvöruverslanir. ... Mér fyndist
heiðarlegra að samtökin kenndu sig við þann málstað en ekki
bætta vínmenningu. Fólk á að koma hreint fram og undir
réttu flaggi.
Sunna Sara
Lesa meira
...Er nema von að menn velti því fyrir sér hvort hugur fylgi
máli hjá Framsóknarflokknum í því nauðsynjamáli að opinbera fjármál
stjórnmálaflokkanna og ráðamanna til að sporna gegn spillingu, sem
sannarlega hefur til að mynda grasserað í stórfelldri einkavæðingu
undanfarinna ára. Í þeim efnum öllum hefur Framsóknarflokknum orðið
einstaklega vel ágengt og vissulega hefur flokkurinn að stórum
hluta haft "forgöngu um þá vinnu", svo notuð séu
digurbarkaleg orð varaþingmannsins hér að ofan, og stýrt henni af
mikilli leikni...
Þjóðólfur
Lesa meira
...Jón þessi bregður upp ógleymanlegri lýsingu á eiginleikum Ingibjargar og birtast allir þeir miklu mannkostir á heimasíðu hennar, ingibjörgsolrun.is. ...Kannski - og vonandi - eru þessar athugasemdir mínar á einhverjum misskilningi byggðar; kannski skil ég heldur ekki hugtökin umræðustjórnmál og lýðræði. En ef svo skyldi nú vilja til að málflutningur minn hér að ofan sé amk. á einhverjum rökum reistur verður því naumast neitað að sporin hræða. Í stjórnmálum almennt hafa nefnilega dýrðardyndlar sjaldnast reynst vel. Oftast hafa þeir unnið gegn frjálsri hugsun og undantekningarlaust er afar takmarkað rúm fyrir lýðræði, og þá helst bara að nafninu til...
Þjóðólfur
Lesa meira
Ekki veit ég hvort viðræðuþátturinn við Valgerði Sverrisdóttur
iðnaðar- og viðskiptaráðherra í Ríkissjónvarpinu var hugsaður sem
grín eða alvara af hennar hálfu. Valgerður var mætt á vettvang til
að svara fyrir einkavæðingu ríkisstjórnarinnar. Hún sagði að það
væri "ótrúlega mikið fjallað bara um einn þingmann" í sambandi við
hagsmunatengsl einkavæðingarinnar. Ég tek undir með Valgerði að það
er ótrúlega mikið fjallað um ...
Sunna Sara
Lesa meira
Við í Snotru höfum verið að velta því fyrir okkur hvort
maður þurfi að virkilega fara í Kvennó til að læra að girða
sig. Samanber...Ég man ekki betur en þetta sé gamall frasi frá þér
Ögmundur um beltið og axlaböndin þegar þú líktir verðtryggingu og
breytilegum vöxtum við belti og axlabönd. Valgerður át þetta síðan
upp og ekkert nema gott um það að segja að hún hrífist af frasanum.
Hér í Snotru finnst okkur þó svoldið sérstakt hve Valgerður
ráðherra virðist vera upptekin af því að fólk girði sig vel. Þegar
ég var í bændaskólanum forðum daga og við buðum stelpunum í Kvennó
og í Húsmæðraskólunum á
Runki frá Snotru
Lesa meira
...En niðurstaðan er þessi: Verðmæti eignasafns Björgólfs Thors
Björgólfssonar sem hrannast hefur upp á síðastliðnum 15 árum nemur
83 milljörðum íslenskra króna ef marka má úttekt hins virta
ameríska tímarits, Forbes. Er þar væntanlega gengið út frá hreinni
eign og hefur þá Björgólfur borið úr býtum að meðaltali röskar 15
milljónir króna á degi hverjum frá um 1990 og allt til ...En af
hvaða erfiði hefur þessi einstaklingur þénað svona vel? Nú þekki ég
ekki gjörla hvað hann hefur haft fyrir stafni frá 1990 en þó er mér
kunnugt um að hann hefur komist yfir nokkur ríkisfyrirtæki, bæði
hérlendis og erlendis, á umliðnum árum. Getur verið að útsölur
undanfarinna ára og jafnvel hreinar gjafir á eignum almennings séu
svona ábatasamar? Áfergja athafnaskálda landsins í kringum
sýningarbás ríkisstjórnarinnar í Þjóðmenningarhúsinu þar sem
Landssíma Íslands hefur nú verið stillt upp til "sölu" gefur
vísbendingar þar um. Ekkert skal þó fullyrt um þessa tengingu að
sinni en hitt er víst að ...
Þjóðólfur
Lesa meira
Ég les í Fréttablaðinu í dag að fréttastjórinn sem aldrei kom
til starfa á Ríkisútvarpinu muni fá starfslokasamning. Í
blaðafréttinni segir m.a...Nú spyr ég þig Ögmundur sem formann
BSRB, er þetta grín eða alvara? Er málið ekki frágengið? Myndu menn
almennt fá starfslokasamning við slíkar aðstæður, það er að segja,
þegar þeir, að eigin ósk, taka ekki við því starfi sem þeim hafði
verið veitt? Þetta er almenn prinsipp spurning og þess vegna spyr
ég þig ekki í eigin nafni heldur sem almennur félagsmaður í
verkalýðssamtökum...
BSRB félagi
Lesa meira
Ég tók eftir því að þú varst að leita fyrirspurna um banka í
fasteignabraski. Mér datt í hug að þú hefðir áhuga á að vita að
Frjálsi fjárfestingabankinn er að leika sér að fólki í
fasteignakaupum. Ég lenti í að kaupa íbúð af aðila sem Frjálsi
fjárfesingabankinn fjármagnaði og sá aðili stóð ekki við sitt
og tafðist afhending frá því í ... Einnig vakti það
athygli mína að bankar mega lögum samkvæmt ekki
stunda fasteignabrask en Frjálsi fjárfestingabankinn á hins
vegar fasteignafélagið Hlíðar sem er að kaupa upp mikið af lóðum í
Norðlingaholti...
Friðbjörn
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Ráðherra forsætis rökin virði,
reglur gilda um frúna.
Faðmaði sjálf á Seyðisfirði,
en saklaus þykist núna.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum