Fara í efni

ÚT VIL EK

Friðarins menn verða bráðlega sendir með alvæpni til fjalla í Afganistan með viðkomu í Noregi. Hjá frændum vorum þIggja þeir kennslu í meðferð drápstóla og að skilja á milli feigs og ófeigs á ókunnum fjallaslóðum á bandarísku hernámssvæði í Asíu. Þeir fá að vita að vopnaburður er almennur í nýju umhverfi og að hinir góðu og hinir illu eru afskaplega líkir ásýndum. Engum er í raun treystandi meðal útlendinga í  Afganistan, þ.e. meðal Afgana. Að auki tala fjallabúar óskiljanleg tungumál !

 

Íslendingarinir verða í skrýtinni stöðu. Í Afganistan njóta þeir stöðu hermanna sem væru þeir hluti af innrásarliðinu. Á herlausu Íslandi eru þeir þó óbreyttir borgarar. Þeir eru ýmisst eða, bæði og ! Huggun er að þúsundir málaliða og vígamanna frá ýmsum löndum starfa í Afganistan á svipuðum forsendum. Landið er löglaust og þar talar vopnavaldið. Þar skipta íslensk lög eða alþjóðalög engu máli. Hver bjargar sér sem best hann kann með hönd á gikk. Framlag Íslands er þjónusta við heimsveldið sem ber ábyrgð á hernámssvæðinu Afganistan. Vonandi meiða Íslendingarnir hvorki sjálfa sig né aðra við slík þjónustuststörf.
Baldur