AÐ HRUNI KOMINN Maí 2005

STJÓRNARLIÐAR Í STUÐI

Þú sagðir í ræðu þinni á eldhúsdeginum að vandinn við fólk sem stundar partý í óhófi sé sá að það missi hæfileikann til að skoða umhverfi sitt af raunsæi, það missi fókusinn á veruleikann. Þetta sannaðist rækilega í ræðum stjórnarsinna, allar með tölu voru þær því marki brenndar að aumingja fólkið er greinilega enn í dúndrandi afmælisvímu eftir tíu ára samstarfsafmælið á dögunum. Skemmtilegasta dæmið þar um fannst mér innkoma Guðna landbúnaðarráðherra. Hann birtist sem jafnan fyrr eins og skrattinn úr heiðskíru lofti og byrjaði lofræðu sína um ríkisstjórnina á því að segjast hafa tekið sérstaklega eftir því að þú hefðir í ræðu þinni ekki vikið einu orði að Stalín. Ekki skildi ég alveg samhengið þarna hjá Guðna. Getur verið að hann sé ...
Guðfinna

Lesa meira

RÚV OG FRÆÐSLUGILDIÐ

...Þegar skoðaður er listi yfir þá hagsmunaaðila sem fengu nýtt frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið til umsagnar er þar langur listi samtaka "menningarvita" en einungis einn aðili til umsagnar um fræðslugildi, Hagþenkir. Til að fyllsta jafnræðis sé gætt ætti hið minnsta að senda frumvarpið til umsagnar hjá Reykjavíkurakademíu, Félagi íslenskra náttúrufræðinga, Kennarasambandinu o.s.frv. Af þessu má ljóst vera að viðhorfsbreytinga er þörf ekki síður í ...
Á.Þ.

Lesa meira

JÁ, HVAR VAR ÖGMUNDUR EIGINLEGA OG HVAR VAR HANN BJÖRN INGI?

...Á heimasíðu sinni ræðst Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, að Ögmundi Jónassyni vegna framlags hans á útifundinum í Reykjavík á baráttudegi launafólks, 1. maí. Björn Ingi spyr fyrst með þjósti og varpar síðan nokkrum fúleggjum eins og ungum framsóknarmönnum er svo tamt í seinni tíð. Svona líta kræsingar aðstoðarmanns forsætisráðherra út, orðrétt... Að mínum dómi er það meira en skiljanlegt að ræða Ögmundar hafi farið fyrir brjóstið á Birni Inga og kumpánum hans - það er í hæsta máta eðlilegt að talsmenn gróðahyggjuaflanna fari með fúkyrðaflaumi og ...Ljóst er hins vegar að hann fór ekki með nein ósannindi um hvað húsbændurnir á stjórnarheimilinu töluðu ekki um á afmælisfundinum, ef marka má umfjöllun Morgunblaðsins 23. apríl síðastliðinn. Það getur Björn Ingi sannreynt ef hann kærir sig um. Afmælisfagnaðinn allan ...
Þjóðólfur

Lesa meira

BÆÐI ÁGÆT, EN HVORUGT NÓGU GOTT!

Ég reyni að fylgjast með öllu sem ég sé um formannskjörið í Samfylkingunni. Margt vekur þar athygli mína og undrun. T.d. að enginn skuli segja það sem mér finnst vera kjarni málsins... Gaman væri að heyra þitt álit....Menn minnast þess einnig að enginn vildi byrja við stýrið þegar Samfylkingin var stofnuð nema hann. Ingibjörg lét þá hvergi sjá sig og stundaði það reyndar á þeim tíma að sverja Samfylkinguna af sér...En það sem ég ætlaði að nefna er að sonur minn, sem er í tónlistarnámi, hann fékk allt í einu sendan atkvæðaseðil í þessari formannskosningu hjá Samfylkingunni án þess að hafa hugmynd um hvers vegna. Hann heldur helst að einn bekkjarfélagi sinn hafi skráð hann eða jafnvel einn kennarinn sem er í Samfylkingunni. Ég hef velt því fyrir mér hvort ...
J.G. fyrrv. Kvennalistakona

Lesa meira

SAMMÁLA ÁRNA GUÐMUNDSSYNI UM DYLGJUR ÚR RÁÐUNEYTI

Ég var mjög sammála formanni félagsins míns, Starfsmannafélags Hafnarfjarðar, þar sem hann mótmælir ruglinu úr aðstoðarmanni Halldórs Ásgrímssonar, Birni Inga Hrafnssyni. Hann leyfir sér að gera því skóna á skrifum á heimasíðu, sem síðan hefur verið haft eftir í blöðum, að varðstaða BSRB um almannaþjónustu og mannréttindi sé eitthvert þröngt pólitískt hagsmunapot frá þér komið Ögmundur...Skyldi þetta vera gert með vitund og vilja ráðherrans? Ég hvet fólk til að sjá hvernig Árni vísar dylgjum Björns Inga til föðurhúsanna. Það má sjá hér...
Hafnfirðingur í BSRB

Lesa meira

ÚT VIL EK

...Íslendingarinir verða í skrýtinni stöðu. Í Afganistan njóta þeir stöðu hermanna sem væru þeir hluti af innrásarliðinu. Á herlausu Íslandi eru þeir þó óbreyttir borgarar. Þeir eru ýmisst eða, bæði og ! Huggun er að þúsundir málaliða og vígamanna frá ýmsum löndum starfa í Afganistan á svipuðum forsendum. Landið er löglaust og þar talar vopnavaldið. Þar skipta íslensk lög eða alþjóðalög engu máli. Hver bjargar sér sem best hann kann með hönd á gikk. Framlag Íslands er þjónusta við heimsveldið sem ber ábyrgð á hernámssvæðinu Afganistan. Vonandi meiða Íslendingarnir hvorki sjálfa sig né aðra við ...
Baldur

Lesa meira

Frá lesendum

HÚRRA FYRIR BLAÐA- OG FRÉTTAMÖNNUM!

Íslnskir blaða- og fréttamenn hafa ályktað til varnar Wikileaks. Það er fagnaðarefni og um leið undrunarefni. Ég hélt sannast sagna að íslenskir fréttamenn hefðu almennt lagt sig til svefns og svæfu svefninum langa þegar kæmi að gagnrýninni fréttamennsku, hvað þá að verja þá sem NATÓ ríkin ofsækja. Á þingi er í seinni tíð hins vegar lítið um varnir og orði aldrei hallað á blóðugt NATÓ hernaðarbandalagið. Um mál Julian Assange er helst spurt hver hafi sagt hvað og hver megi segja hvað, aldrei er spurt um afstöðu eða hún viðruð í málum af þessu tagi. Það róttækasta sem heyrist úr þinghúsi og ráðhúsi er krafa um að kæligeymslu verði komið fyrir í ...
Sunna Sara

Lesa meira

VILJA Í STRÍÐ VIÐ ÍRAN

Núna er einn utanríkisráðherra að beljga sig út og vill fara í stríð við Íran.
Eftir því sem ég best veit þá réðust Íranir síðast á annað land áður en Bandaríkin voru stofnuð. Núna eiga Íranir að hafa ráðist á olíuflutningaskip frá Noregi og Japan.
Eftir því sem mig minnir þá var það Noregur sem hjálpaði Íran við að koma upp raforkuframleiðslu með kjarnorku.
Því er ólíklegt að ...
Davíð Örn

Lesa meira

SYNDA-AFLAUSN Í BOÐI ICELANDAIR

Ég las Mogga-grein þína (sem birtist einnig á heimasíðu þinni) um synda-aflausn kolefnisjöfnunar. Fannst hún skemmtilegt grín eða þar til í dag að ég uppgötvaði að þetta er dauðans alvara. Ég sé nefnilega tilboð frá Icelandair um flugfar sem yrði gert umhverfisvænt með því að planta tré fyrir ferðalanginn. Með öðrum orðum, viðkomandi þyrfti ekki að hafa samviskubit yfir því að menga þótt flugferðin sjálf mengaði. Sakirnar yrðu gerðar upp með kolefnisjöfnun!
Niðurlagsorðin í ...
Jóel A.

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Þórarinn Hjartarason skrifar: ÖGRUNARAÐGERÐIR GEGN ÍRAN SÝNA ALVÖRU BANDARÍKJANNA

„Við höfum nú 5-10 ár til að hreinsa upp þessi gömlu skjólstæðingsríki Sovétríkjanna, Sýrland, Íran og Írak, áður en næsta risaveldi kemur og skorar okkur á hólm.“ Þetta sagði Paul Wolfowitz þá vara-varnarmálaráðherra Bandaríkjanna (síðar varnarmálaráðherra) árið 1991 á fundi með Wesley Clark yfirhershöfðingja NATO ...Sprengjum var skotið á tvö o líuskip á Persaflóa 13. júní, japanskt og norskt, og bandarísk stjórnvöld (og bresk, Ísraelsk, Sádísk m.m.) segja Írana hafa verið að verki. Núverandi átök Bandaríkjanna og Írans birta okkur ...

Lesa meira

Kári skrifar: RÖKSEMDIN UM AÐ EKKI VERÐI VIKIÐ AF VEGINUM - LAUSNIN Á LÝÐRÆÐISVANDANUM

Hún hljómar sérkennilega „röksemdin“ um að orkupakkamálið hafið í raun verið afgreitt árið 2003. Þar er átt við innleiðingu „annars orkupakkans“ (aðra orkutilskipun ESB). „Rökin“ fela í sér að þar sem upphaf á einhverri vegferð hafi verið markað verði ekki af veginum vikið með nokkru móti. Sjónarmiðið lýsir ekki eingöngu mikilli nauðhyggju heldur og lítilli trú á það að hægt sé að endurskoða rangar ákvarðanir. Það má nefnilega færa mjög gild rök fyrir því að þessi vegferð hafi verið mistök, alveg frá upphafi og mistök ber að leiðrétta. En í stað þess að ...

Lesa meira

Kári skrifar: RAFMAGN ER UNDIRSTAÐA SAMFÉLAGS - HVORKI VARA NÉ ÞJÓNUSTA Í NEINUM VENJULEGUM SKILNINGI - ORKUPAKKI 3

Ýmsum stjórnmálamönnum á Íslandi virðist líka það vel að láta erlendar stofnanir skilgreina fyrir sig eðli fyrirbæra á borð við rafmagn. Taka skilgreiningu ESB á rafmagni sem „vöru“ þannig að hafið sé yfir allan vafa. En því fer fjarri að svo sé. Á skilgreiningunni er einmitt mikill vafi. Enda er hún hönnuð til þess að passa inn í reglur innri markaðar Evrópu, samkeppnisreglur og aðrar þær reglur sem lúta að „frjálsum“ viðskiptum milli ríkja á innri markaðinum. Það hefur verið aldeilis furðuleg upplifun að fylgjast með því undanfarnar vikur og mánuði hvernig íslenska stjórnmálastéttin (að undanskildum Miðflokknum) hefur hrakist  ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: ÍRAN, HEIMSVALDASTEFNAN OG "MIÐSVÆÐIÐ"

„Ef Íran langar til að berjast verður það opinber endalok Írans“, tísti Donald Trump 19. maí sl.“ Viðskiptaþvinganir, stríðshótanir, hernaður eru kjarninn í bandarískri utanríkisstefnu. Undanfarna mánuði hafa spjótin og sviðsljósið beinst að Venesúela og Íran. Bandaríkin senda herflotafylki og kjarnasprengjuberandi flugvélar austur að Persaflóa. En nú bregður svo við að fáir taka undir bandarísku stríðsöskrin ...

Lesa meira

Kári skrifar: ORKUPAKKI 3 OG GREINING VILMUNDAR GYLFASONAR Á ÍSLENSKA VALDAKERFINU

Fáir hafa greint íslenska valdakerfið betur en hugsjónamaðurinn og eldhuginn Vilmundur Gylfason. Enn er margt í fullu gildi sem hann sagði fyrir tæpum 40 árum síðan um það. Margt af því hljómar enn í hugskotinu enda í fullu samræmi við nútímann. Vilmundur Gylfason hélt eftirminnilega þrumuræðu á Alþingi þann 23. nóvember árið 1982. Þá lýsti hann valdakerfinu þannig að lengi verður í minnum haft. Þátturinn Vikulokin í morgun, á Rás eitt, er gott dæmi um það hvernig „varðhundar valdsins“ á Íslandi afbaka það sem raunverulega á sér stað ...

Lesa meira

Kári skrifar: ÁHRIF EVRÓPURÉTTAR Á RÉTT EINSTAKRA AÐILDARRÍKJA ESB

... En í ljósi þess hvernig mál hafa þróast á umliðnum árum, þar sem Evrópusambandið hefur öðlast æ meira vald frá þjóðríkjunum, verður sú spurning sífellt áleitnari hvort ekki sé kominn tími til þess virkilega að hugsa þessi mál öll upp á nýtt. Sumir vilja „ganga alla leið“ - í Evrópusambandið. Það sýnist að mörgu leyti mun verri kostur nú en stundum áður. Fyrrum utanríkisráðherra ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar