AÐ HRUNI KOMINN Maí 2005

STJÓRNARLIÐAR Í STUÐI

Þú sagðir í ræðu þinni á eldhúsdeginum að vandinn við fólk sem stundar partý í óhófi sé sá að það missi hæfileikann til að skoða umhverfi sitt af raunsæi, það missi fókusinn á veruleikann. Þetta sannaðist rækilega í ræðum stjórnarsinna, allar með tölu voru þær því marki brenndar að aumingja fólkið er greinilega enn í dúndrandi afmælisvímu eftir tíu ára samstarfsafmælið á dögunum. Skemmtilegasta dæmið þar um fannst mér innkoma Guðna landbúnaðarráðherra. Hann birtist sem jafnan fyrr eins og skrattinn úr heiðskíru lofti og byrjaði lofræðu sína um ríkisstjórnina á því að segjast hafa tekið sérstaklega eftir því að þú hefðir í ræðu þinni ekki vikið einu orði að Stalín. Ekki skildi ég alveg samhengið þarna hjá Guðna. Getur verið að hann sé ...
Guðfinna

Lesa meira

RÚV OG FRÆÐSLUGILDIÐ

...Þegar skoðaður er listi yfir þá hagsmunaaðila sem fengu nýtt frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið til umsagnar er þar langur listi samtaka "menningarvita" en einungis einn aðili til umsagnar um fræðslugildi, Hagþenkir. Til að fyllsta jafnræðis sé gætt ætti hið minnsta að senda frumvarpið til umsagnar hjá Reykjavíkurakademíu, Félagi íslenskra náttúrufræðinga, Kennarasambandinu o.s.frv. Af þessu má ljóst vera að viðhorfsbreytinga er þörf ekki síður í ...
Á.Þ.

Lesa meira

JÁ, HVAR VAR ÖGMUNDUR EIGINLEGA OG HVAR VAR HANN BJÖRN INGI?

...Á heimasíðu sinni ræðst Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, að Ögmundi Jónassyni vegna framlags hans á útifundinum í Reykjavík á baráttudegi launafólks, 1. maí. Björn Ingi spyr fyrst með þjósti og varpar síðan nokkrum fúleggjum eins og ungum framsóknarmönnum er svo tamt í seinni tíð. Svona líta kræsingar aðstoðarmanns forsætisráðherra út, orðrétt... Að mínum dómi er það meira en skiljanlegt að ræða Ögmundar hafi farið fyrir brjóstið á Birni Inga og kumpánum hans - það er í hæsta máta eðlilegt að talsmenn gróðahyggjuaflanna fari með fúkyrðaflaumi og ...Ljóst er hins vegar að hann fór ekki með nein ósannindi um hvað húsbændurnir á stjórnarheimilinu töluðu ekki um á afmælisfundinum, ef marka má umfjöllun Morgunblaðsins 23. apríl síðastliðinn. Það getur Björn Ingi sannreynt ef hann kærir sig um. Afmælisfagnaðinn allan ...
Þjóðólfur

Lesa meira

BÆÐI ÁGÆT, EN HVORUGT NÓGU GOTT!

Ég reyni að fylgjast með öllu sem ég sé um formannskjörið í Samfylkingunni. Margt vekur þar athygli mína og undrun. T.d. að enginn skuli segja það sem mér finnst vera kjarni málsins... Gaman væri að heyra þitt álit....Menn minnast þess einnig að enginn vildi byrja við stýrið þegar Samfylkingin var stofnuð nema hann. Ingibjörg lét þá hvergi sjá sig og stundaði það reyndar á þeim tíma að sverja Samfylkinguna af sér...En það sem ég ætlaði að nefna er að sonur minn, sem er í tónlistarnámi, hann fékk allt í einu sendan atkvæðaseðil í þessari formannskosningu hjá Samfylkingunni án þess að hafa hugmynd um hvers vegna. Hann heldur helst að einn bekkjarfélagi sinn hafi skráð hann eða jafnvel einn kennarinn sem er í Samfylkingunni. Ég hef velt því fyrir mér hvort ...
J.G. fyrrv. Kvennalistakona

Lesa meira

SAMMÁLA ÁRNA GUÐMUNDSSYNI UM DYLGJUR ÚR RÁÐUNEYTI

Ég var mjög sammála formanni félagsins míns, Starfsmannafélags Hafnarfjarðar, þar sem hann mótmælir ruglinu úr aðstoðarmanni Halldórs Ásgrímssonar, Birni Inga Hrafnssyni. Hann leyfir sér að gera því skóna á skrifum á heimasíðu, sem síðan hefur verið haft eftir í blöðum, að varðstaða BSRB um almannaþjónustu og mannréttindi sé eitthvert þröngt pólitískt hagsmunapot frá þér komið Ögmundur...Skyldi þetta vera gert með vitund og vilja ráðherrans? Ég hvet fólk til að sjá hvernig Árni vísar dylgjum Björns Inga til föðurhúsanna. Það má sjá hér...
Hafnfirðingur í BSRB

Lesa meira

ÚT VIL EK

...Íslendingarinir verða í skrýtinni stöðu. Í Afganistan njóta þeir stöðu hermanna sem væru þeir hluti af innrásarliðinu. Á herlausu Íslandi eru þeir þó óbreyttir borgarar. Þeir eru ýmisst eða, bæði og ! Huggun er að þúsundir málaliða og vígamanna frá ýmsum löndum starfa í Afganistan á svipuðum forsendum. Landið er löglaust og þar talar vopnavaldið. Þar skipta íslensk lög eða alþjóðalög engu máli. Hver bjargar sér sem best hann kann með hönd á gikk. Framlag Íslands er þjónusta við heimsveldið sem ber ábyrgð á hernámssvæðinu Afganistan. Vonandi meiða Íslendingarnir hvorki sjálfa sig né aðra við ...
Baldur

Lesa meira

Frá lesendum

ÍSLAND ER LAND ÞITT, ÞVÍ ALDREI SKAL GLEYMA …

… sem afhendir, ríkasta hluta þjóðarinnar auðlindir sínar á hverju hausti. Ísland er landið þar sem Skattsvikarar eru gerðir að Fjármálaráðherra og Forsætisráðherra. Ísland er land þar sem utanaðkomandi Seðlabankastjóri stakk uppá því að farið væri í að finna þýfið úr hruninu, en í staðinn var boðið uppá afslátt af gengi ef þýfið væri flutt heim. Ísland er landið þar sem einn af hugmyndasmiðum hrunsins og aðalráðgjafi Gamma var gerður að  ...
Monsieur le docteur Ralph

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Jón Karl Stefánsson skrifar: UMSÁTRIÐ UM SIRTE: LOKAHNYKKUR NAUÐGUNARINNAR Á LÍBÍU

Oftast er dauði Muammars Gaddafis afgreiddur á svipaðan hátt og stríðið í Líbíu árið 2011. Á íslensku Wikipedia segir til dæmis: „Stjórn Gaddafi var steypt af stóli og Gaddafi flúði til Sirte en var þar handsamaður og drepinn af uppreisnarmönnunum“. Miðað við frásögn sem þessa mætti ætla að Gaddafi hafi falið sig fyrir almenningi, en hafi náðst og þá var sagan öll. En þetta er ævintýri. Hér verður rakinn hinn raunverulegi aðdragandi dauða Gaddafis og endaloka Jamahiriya stjórnarinnar í Líbíu. Notast er við fréttaskot frá ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: TYRKNESKUR ÞJÓÐRÉTTARGLÆPUR OG KÚRDÍSKAR VILLIGÖTUR

... Margir þeir aðilar sem fordæma innrásina „harma“ samtímis „brottköllun“ Trumps á bandarískum hersveitum við norðurlandamæri Sýrlands og boðað frekara brotthvarf herja þaðan. Margir þeir aðilar sem mótmæla nú, m.a. stjórnvöld Íslands, studdu loftskeytaárásirnar á Damaskus í fyrra og hafa aldrei mótmælt neinu í hernaðinum gegn Sýrlandi öðru en árásunum á Kúrda. Staðan í Norður-Sýrlandi er ekkert einföld. Fréttablaðið slær upp dag eftir dag: „Sýrlenski stjórnarherinn berst með Tyrkjum gegn Kúrdum.“ Það er mikill misskilningur. Ekki er um að ræða Sýrlandsher heldur leifar af hryðjuverkaher á snærum Tyrkja ...

Lesa meira

Kári: VALDHEIMILDIR ESB OG ORKUMÁL

... Þegar Evrópusambandið, og aðildarríki þess, „deila valdheimildum“ (shared comptetence) þá missa aðildarríkin jafnframt valdheimildir sínar [competence] til þess að setja lög og taka ávarðanir á viðkomandi sviði, þegar Evrópusambandið ákveður að setja reglur (reglugerðir, tilskipanir). Af þessu er strax ljóst að ríki heldur ekki áfram fullu valdi á sviði sem fellur undir „shared competence“ [eins og orka gerir eftir Lissabon-sáttmálann]. Í stuttu máli merkir það að tveir aðilar [ESB vs. aðildarríki] deila rétti til þess að setja lög og taka ákvarðanir á ákveðnum sviðum, en Evrópurétturinn er þó ríkjandi [kjósi Evrópusambandið að aðhafast ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson: STRÍÐSÖFLUNUM MIÐAR BETUR Í NORÐRI EN SUÐRI

Átökin um hnattræn yfirráð nú um stundir einkennast annars vegar af mikilli alhliða drottnunarstöðu Bandaríkjanna og NATO-blokkarinnar – sem í krafti stöðu sinnar kalla sig „alþjóðasamfélagið“ – og hins vegar af hnignandi stöðu sömu blokkar. Efnahagsleg hnignun hennar (undanhald í keppninni um heimsmarkaðinn) samfara miklum hernaðaryfirburðum leiðir af sér þá miklu árásahneigð sem hún sýnir (sérstaklega Bandaríkin). Helstu stríð og stríðsógnir nútímans eru frá þessari blokk komnar, undir bandarískri forustu. Á 21. öldinni hafa ...

Lesa meira

Kári skrifar: ÍSLENSKT ÞJÓÐFÉLAG Í HELGREIP MAFÍUSTARFSEMI? - BANKAKERFI OG AUÐLINDIR - ORKUPAKKI 4

Þegar rætt er um orkumál þjóðarinnar er nauðsynlegt að gera það í alþjóðlegu samhengi – sem hluta af alþjóðlegri hagsmunabaráttu. Einn af verstu göllum Evrópusambandsins er mikill „frjálshyggjuhalli“ á ákveðnum sviðum. Hann birtist m.a. í afstöðu sambandsins til markaðsvæðingar og einkavæðingar.
Í stuttu máli felur markaðsvæðing í sér að ákveðin starfsemi er opnuð upp á gátt fyrir bröskurum og fjárglæframönnum, enda eru það þeir hópar sem helst hafa pólitísk sambönd, aðgang að fjármagni og geta nýtt sér tækifærin sem ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar